Monday, December 26, 2011

Jólin í Argentínu

Þorláksmessan hefur mér alltaf fundist svo yndislega notarlegur dagur. Þá eru flestir búnir að skipuleggja jólin og seinasta “level-ið” í gjafainnkaupum af lokið. Fnykurinn af kæstu skötunni, sem að mér hefur hreinlega boðið við og kúgast yfir, finnst mér núna svo ótrúlega ómissandi vegna þess að það er hluti af hinum fullkomnu íslenskum jólum. Ég er svo sannarlega að kunna að meta Ísland alltaf betur og betur með hverjum deginum sem líður. Mér var sagt að maður gerði sér grein fyrir því þegar maður kæmi heim, en ég er meðvitaður um það hvað þessi reynsla er að gera fyrir mig á meðan hún stendur yfir. Þess vegna reyni ég alltaf að snúa neikvæðum hugsunum yfir í þær jákvæðu alltaf þegar þær vilja poppa upp. Hugsa um hversu heppinn ég er að fá að upplifa jól í öðru landi, á mínum eigin vegum.


Við fjölskyldan á leið í messu


Á Þorláksmessumorgni fór ég einn í bæinn til þess að kaupa jólagjöf fyrir hostmömmu. Ég hafði áður, fyrir nokkrum dögum, farið í bæinn með henni og lúmskast við að fylgjast með því hvað henni fannst flott og lagt það síðan á minnið. Þess vegna fór ég í hennar uppáhaldsbúð og keypti tösku sem henni fannst mjög flott, í hennar uppáhaldslit, túrkísbláum. Ég fór svo í sjoppu í bænum og bað um inneign á símann minn og afgreiðslustúlkan þykist gera eitthvað í því, ég borga og labba sáttur út. Síðan beið ég eftir skilaboðinu sem á alltaf að koma þegar áfyllingin hefur komist til skila, en ekkert kom. Þannig Úlli litli labbar aftur í sömu sjoppuna og lætur stúlkuna heyra það, að hann láti ekki bjóða sér upp á svona og vilji fá inneignina sína sem hann borgaði fyrir. Staðreyndin er nefnilega sú, að Argentínubúar geta verið svolítið falskir og ótraustir þegar kemur að útlendingum.

Ég sagði ykkur í seinasta bloggi að ég muni eyða jólunum og áramótunum í San Juan hjá ömmu og afa eins og hefðin er á jólunum. Það breyttist síðan fljótt eftir bloggið þegar hostpabbi lenti í árekstri á bílnum og þurfti hann að fara í viðgerð. Þess vegna þurftum við að eyða jólunum hér í San Luis. Það er allt í lagi með pabbann samt, no worries.
Við erum þó með aðra pínulitla og eldgamla druslu sem fellur vel inn í argentíska bílamenningu (hér sjást engir fínir Range Roverar á götunni neitt eins og á Íslandi). Málið er samt að ég er svolítið hræddur í þessum bíl, þar sem ekki er boðið upp á bílbelti. Ég treysti engum í umferðinni hérna. Það er eins og að vera í rússíbana án öryggisbúnað að fara í eina strætóferð hérna, maður verður bara að halda sér fast í það sem er næst manni og vona að maður komist heill á leiðarenda.

Ég datt svo í spjall við hostmúttu og hún sagði mér að hún vilji helst ekki gefa neinar jólagjafir, en gefi samt vegna þess að hún vilji heldur ekki að börnin hennar séu þau einu sem ekki fá gjöf. Venjan er nefnilega sú að gjafir eru vanalega ekkert alltaf gefnar, en ef svo er þá erum við ekki að tala um flatskjá, snertiskjásíma, nýjasta iPadinn, tvöhundruðþúsund krónna gjafabréf eða Ameríkuferð í 2 vikur eins og margur Íslendingurinn er vanur.

Á aðfangadagsmorgni byrjaði ég daginn á því að búa til þetta frábærlega vel heppnaða ávaxtabland sem vakti mikla lukku. Það innihélt epli, appelsínur, kiwi, perur, durazno(ferskjur), banana og kirsuber. Ensalada de frutas (ávaxtasalat) er ómissandi partur af argentínskum jólum hjá hverri einustu fjölskyldu, eins ferskt og það nú er í þessum steikjandi hita. Síðan baslaðist pabbi við að troða fyllingu í kalkúninn og henti honum svo í ofninn. Fyrst átti ég að fá fisk í jólamatinn... FISK...er það nú jólamatur! En þau sáu síðan kalkún á tilboði og ákváðu að taka af skarið og prófa þannig einu sinni... mér til mikillar ánægju. Mamma bjó til rúmlega 200 kaldar samlokur með majónes, skinku, osti, grænmeti og fleiru. Samlokur hérna eru oftast með þreföldu brauði. Ég hef ekki enn þá komist að þeirri leynikenningu hvernig Argentínubúar geta étið stanslaust án þess að fitna. Fyrir jólamatinn fórum við í messu í kapellu sem var á annarri hæð á spítalanum hér í San Luis. Af hverju fórum við þangað? Ég veit það ekki.
Kaþólskar messur eru alveg not my cup of tea.

Hér er dágóður listi yfir það sem að borðað og drukkið var á aðfangadagskvöldi: turron, hnetur, pan dulce, ávaxtasalat, samlokur, súkkulaðirúlluterta, kókoskökur með dulce de leche inn í, fylltur kalkúnn, fylltur kjúklingur, bjór, kampavín, hvítvín, eplacider svo eitthvað sé nefnt.
Kalkúninn borðuðum við svo kaldann, því að á þeim máta er alltaf borðað jólasteikina hér, af sökum hitans.

Við matarborðið


Eftir matinn fórum við út og fleygðum nokkrum ragettum, eitthvað líkt kínverja og froska en samt mun minna. Hér er alveg jafn mikið sprengt upp flugelda á jólunum eins og á áramótum. En í San Luis er mjög lítið sprengt. Einnig vorum við með þessar blöðrur sem að kveiktar eru að innan og látnar fjúka upp í himininn. Þið sem lásuð viðtalið við mig á mbl.is (sjá hér) vitið hvað ég er að tala um. Nema það að ég kveikti ekki bara á þráðinum innan í, heldur kveikti ég bara í helvítis blöðrunni, þannig mín náði ekki að fjúka upp í loft en fuðraði upp í staðinn og myndaði bál á túninu fyrir utan húsið mitt. Vel gert maaar... gengur bara betur næst!


Þegar ég var búinn að fail-a nóg fórum við til frændfólk þeirra í smá heimsókn þar sem ég drakk eplacider og hlustaði á einn fellann spila á píanó. Ég var orðinn vel þreyttur þegar við snerum síðan heim á leið og ég fékk minn svefn þangað til klukkan 2 um jóladagsmorgun. Þennan dag gerði ég nákvæmlega ekki neitt.
Þannig ég skálaði við sjálfan mig og drakk allt freyðivínið sem til var. Djók.

Ég fer snemma í næstu viku til San Juan og eyði þar áramótunum í faðmi fjölskyldunnar. Í San Juan eru mun fleiri flugeldar, og að vonum meiri stemning - enda stórborg. Þar er hinsvegar mun heitara og rakara loft, sjáum til hvernig ég tækla það. Ég mun síðan koma til með að blogga um áramótin þegar ég kem heim til San Luis.



Þangað til, hafiði það yndislegt yfir hátíðarnar.
Með jólakveðju,
Úlfar Viktor


PS. ÉG VIL COMMENT

Saturday, December 24, 2011

Gleðileg Jól!


Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár!


Jólakveðja,
Úlfar Viktor

Friday, December 9, 2011

Jóla hvað?

Þegar líður að jólum eru flestir að undirbúa sig fyrir hátíðarnar, stressið komið á fullt og það þarf að kaupa seinustu gjafirnar í hvelli. Fólk þarf helst að kaupa sér ný jólaföt á hverju ári svo það lendi nú ekki í þessum svokallaða jólaketti og á meðan foreldrarnir reyna að skipuleggja jólin, er reynt að þagga niður í unga fólkinu með því að gefa þeim eitthvað gott í skóinn, með því skilyrði að þurfa að vera stillt, "annars fáið þið sko kartöflu í skóinn!".

Desember er mánuðurinn sem að fjölskyldan og vinir skipta hvað mestu máli. Kærleikurinn sem ríkir í fjölskylduboðum, þegar allir eiga yndislegar stundir með sínum allra nánustu, er ómetanlegur. Hver fjölskylda hefur sínar jólahefðir yfir hátíðirnar sem breytast aldrei, hvort sem það er að borða möndlugrautinn saman, fara í kirkju fyrir eða eftir jólakvöldmat eða keyra út pakkana á þorláksmessu eða á aðfangadegi. Allt þetta er svo dýrmætt í hjarta fólks og er eitthvað sem að ekki má hrifsa frá manni.

Það að vera í allt öðru landi, með öðru fólki með annan hugsunarhátt, með allt öðrum hefðum, í 40 stiga hita og sól, með lítið sem ekkert af jólaskreytingum, er það erfiðasta sem ég hef gert. Þetta eru ekki jól fyrir mér. Það vantar allt sem gerir þetta jólalegt. Það vantar allan jólasnjóinn, snjókarlanna og snjóenglanna á jörðinni. En þetta er áhugavert engu að síður - að upplifa jól burtu frá heimalandi sínu er stórfengleg lífsreynsla. Söknuðurinn yfir hátíðarnar getur hinsvegar breyst í sterka heimþrá þegar maður sér fyrir sér nýbökuðu lakkrístoppana hennar mömmu, dropapiparkökurnar í beljuílátinu sem segir alltaf MUU hvert skipti þegar maður opnar það. Allar billjón seríurnar sem að mamma og Kristín eru vanar að setja upp í glugga. Svo ég tali nú ekki um fyrsta í aðventu þegar mamma þeytist um allt hús, setur upp jólagardínurnar og tekur jólahreingerninguna miklu með Elvis í botni.
Það er svo margt við jólahátíðirnar sem er svo ótrúlega dýrmætt fyrir manni, og fyrir þessar stundir er ég endalaust þakklátur. Það koma jól eftir þessi jól, og ég er strax byrjaður að hlakka til þeirra.

Jólin mín hér í Argentínu munu fara fram ekki í minni heimaborg, heldur San Juan hjá fjölskyldu mömmu minnar. Ég mun fara þangað mjög fljótlega í næstu viku, á mánudeginum eða þriðjudeginum. Ég vona að ég muni fá pakkann sem að mamma mín sendi út sem inniheldur jólagjöf fjölskyldunnar og síðan smávegis íslenskt nammi fyrir mig, því að íslenskt nammi læknar öll sár.
En svona til þess að segja ykkur smávegis frá því hvað ég hef verið að gera undanfarna daga er afskaplega lítið. Ég fór í útskrift hjá bróður mínum þar sem hann er að fara úr colegio í universidad og það var mjög stórt. Fjögurra rétta máltíð og læti. Fyrir þessa útskrift komu heil ættin frá San Juan eins og hún lagði sig og sváfu öll hér inni í þessu húsi. Daginn eftir fórum við til Potrero sem er ótrúlega falleg sveit við hliðin á, þar sem við drukkum mate og fórum síðan í hálftíma bátasiglingu. Um daginn ákvað ég að gerast svo klár, eins og ég er nú alltaf, og taka hádegislúrinn minn úti í garði. Auðvitað varð það til þess að ég skaðbrann allur og var viku eftir á að jafna mig og aðra hálfa viku að skræla allar dauðu húðflyksurnar burt. Jebb, hljómar vel! Ég er allavega kominn í langþráða sumarfríið þangað til í enda febrúar. Ég mun fara í ferðalag með fjölskyldunni, ekki víst hvort það sé norður eða suður Argentína. Ég held þó að suðrið verði fyrir valinu þar sem að 50-60 gráða hiti norðursins mun ganga að mér dauðum, og þá er ég ekki að djóka. Sólin er semsagt orðin minn helsti óvinur og er ég búinn að fjárfesta í góðri sólarvörn 50+. Ég ætla ekki að hafa þetta blogg lengra, vegna þess að það er ekki mikið að segja frá eins og er.


Að lokum vil ég senda sérstaka kveðju til pabba og mömmu, Kristínar og Sigrúnar. Hafiði það yndislegt um jólin. Ég mun mögulega koma til með að skella á ykkur jólakveðju, ef ég kemst í tölvu þarna í San Juan. En ef ekki þá vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, hlakka ótrúlega mikið til að sjá ykkur öll í júlí. Ég sakna ykkar.

Með jólakveðju,
ykkar Úlfar

Monday, November 21, 2011

Fjölgum helgidögunum í þrjá!

Helgar hjá mér eru oftast jafn viðburðarríkar og virkir dagar eru innihaldslitlir hérna í Argentínunni. Það er ekkert svakalega langt síðan ég bloggaði seinast vil ég meina, en ástæðan fyrir því að ég blogga núna er smávegis til þess að hlífa ykkur fyrir bunu frá morðlöngu og þ.a.l. drepleiðinlegu bloggi sem ég myndi þá gera ef ég myndi fresta því að skrifa og draga þetta á langinn.

Ég er nefnilega hættur að vera jafn sniðugur og ég var fyrsta mánuðinn að skrifa í dagbók dagsdaglega. En það er í lagi með þetta þrusuminni sem ég nú hef! (lesist að sjálfsögðu í kaldhæðni)

Til að byrja bloggið á skuggahliðunum hef ég þær fréttir að færa að nú hef ég verið hér í heila 3 mánuði. Sem hafa liðið líkt og 3 vikur. En samt ekki. Þetta er bæði fljótt og lengi að líða í bland. Já, það meikar alveg sense. Á erfiðu tímunum líður tíminn alveg fáránlega hægt, sem eru t.d. þegar ég þarf að vakna á morgnanna (eða um hánótt að mínu mati) klukkan sex og klæði mig í djöfullegu sparifötin sem ég þarf að klæðast í skólanum. Byrja svo daginn á hálftíma bænastund og fánasöngli við anddyri skólans. Eftir það sit ég svo í skólastofunni - fæ krít, tennisbolta eða jafnvel stól í grímuna ef bekkjarbræður mínir hafa ekki tekið inn rítalínin sín þann morguninn. Annað dæmi er þegar ég sit heima, læt mér leiðast og hugsa um að stökkva í næstu rútu í nágrenninu og fara í óvissuferð hringinn í kringum Argentínu (Argentína er btw áttunda stærsta land í heimi) með forvitnina og ævintýraþorstann í fyrsta farteski. En mega það að sjálfsögðu ekki.
Eins mikla sjálfstæðishvöt og ég nú hef (ásamt flest öllum öðrum Íslendingum) kroppar það alveg heldur betur í þolinmæðina þegar mér er bannað að gera hitt og þetta vegna þess að það er "tan peligroso" eða "of hættulegt". En auðvitað er það bara vegna þess að ég þekki það ekki að vera rændur öllu, laminn í klessu eða jafnvel skotinn þegar ég labba um sakleysislegu Reykjavíkina mína. Í Argentínu er ég super ljóshærður, með blá augu og útlendingur og þar af leiðandi hlægilega létt að ræna mér og taka mig í þrældóm. (pabbi, ekki panikka.. það gerist ekkert!)

Ég hef t.d. mjög íslenskt hjarta þegar kemur að því að leggja hluti frá sér á glámbekk fyrir framan öll augu. Ég hendi frá mér öllu sem ég get þegar ég hef tækifæri til þess og er því frekar undrandi á því að hafa ekki orðið fyrir neinu hérna (Ég hef reyndar ekki gleymt þér heyrnartólsþjófur í Naschel! Þú mátt ennþá skemmta þér í helvíti!) eins kærulaus og ég er (hæ mamma, þú þekkir þetta!)

Ég tel það samt alls ekki slæmt að vera bæði super kærulaus og með minni á við býflugu. Og ég skal segja ykkur af hverju:

Alla mína grunnskólagöngu hef ég ábyggilega átt hátt í hundruði vettlingapara, hanska, sundskýlna, handklæðna, húfna og fleira í óskilum. Öll þessi föt hafa því farið beinustu leið í Rauða Krossinn og aðrar mannúðarhreyfingar (mínus öll þau föt sem mamma plokkaði upp af óskilamunaborðinu á foreldraviðtaladögum). Svo að mér, reyndar frekar ómeðvitað, hef heldur betur styrkt góðgerðarsamtök frá því á barnsaldri. (...you're welcome!)

Nú, aftur að aðalatriðunum. Svo ég komi nú að því sem þetta blogg er nú ætlað til, að þá fór ég til Mendoza með fjölskyldunni (helgina 4.-5. nóv). Mendoza er fjórða stærsta borg Argentínu og með mikinn fólksfjölda. Þar fékk ég ágætis útrás fyrir borgarbarninu sem býr inn í mér. Ég labbaði um bæinn og þar speglaðist í augunum mínum McDonalds og Subway merkin ásamt öllum helstu fatamerkjunum. Loksins eitthvað fyrir mig!
Ég ákvað samt að fá mér ekki burger, því ég er að reyna að koma í veg fyrir það að þurfa þrjú flugsæti í First Class farrými þegar ég sný aftur til Íslands. Í staðinn hugsaði ég bara um tvöfalda BigMac-inn með fljótandi majóneshrúgu, eins og ég fékk mér í Atlanta fyrir þremur mánuðum síðan. Ekki það að mér finnist McDonalds ostborgari einhvað sérstakur.

Í Mendoza fór ég einnig í Zoologico eða dýragarð sem innihélt öll þessi helstu suðrænu stóru dýr, fíla, flóðhesta, ísbirni, gíraffa, tígrisdýr, pardusa, górillur, skógarbirni, sebrahesta, apa, svo eitthvað sé nefnt. Það var alveg nett. Ég gerðist að sjálfsögðu svo djarfur að taka allt upp á myndband og tala inn á þau þar að auki, eins sérstakt og það má hljóma.

Um kvöldið sátumst við svo fyrir utan einn veitingastað á miðri göngugötunni og drukkum ávaxtamjólkurdrykk með klökum - hættulega gott!
Þar hlustaði ég á Ástrala tala saman á sinni "bloody hell" ensku og naut þess frekar vel, enda getur orðið ansi þreytandi að hlusta á þessa spænsku, daginn út og daginn inn. Þótt hún sé nú komin ágætlega á leið. Ég get alveg vel orðið skilið allt og talað ágætlega, en oft með þó nokkur mistök í hverri setningu. Stundum líður mér eins og kínverskum nýbúa að reyna að tjá sig á íslensku. Þetta er samt ekki ennþá svo slæmt.. vonandi!

Nú, svo helgina eftir Mendoza fór ég í afmæli til besta vinar míns hérna á laugardaginn og Guð einn fær ekki einu sinni að vita hvað gerðist þar. Það toppaði allar djammsögurnar mínar á Íslandi og hér í Argentínu til samans.

(innskot: Ég skrifaði þetta blogg í kennslustund á blað með nýja fína pennanum mínum, skrepp frá í smá stund, kem aftur og penninn farinn. Takk fyrir þetta bekkjarbróðir! Ég skrifa þá bara með þessum rauða, fjandinn hafi það!)

Þessa helgi (18.-20. nóv) fór ég til San Juan og Jachál. Aðallega vegna þess að í Jachál var haldin mjög stór hátíð sem heitir Fiesta de la Tradición. Það var alveg nett hátíð, fullt af einhverju fólki í Folklore drögtum með sombreros að sveifla einhverjum klútum í loftið. Sound-ar smá strange en þetta var alveg töff sko. Þar var líka milljón og einn hestur og "gauchos" sem eru einskonar bóndar í gamladaga. Ég fýla alveg búninginn þeirra í tætlur og ætla að innleiða þetta til Íslands og búa til nýja tískubylgju. Gauchobylgjuna.

En annars segi ég bara allt frábært. Fínt að frétta hérna hinum megin. Ég er kominn með loftkælingu inn í herbergið mitt svo ég andast nú ekki úr uppþornun á meðan ég reyni að festa svefn í þessum hita. Jólastemningin í mér er ekki ennþá komin, þó ótrúlegt sé satt, enda erfitt í 30-40 stiga hitanum hérna.

Næsta helgi er mjög stór helgi hérna í skólanum, þá er Fiesta del Promoción hjá krökkunum sem eru að útskrifast úr colegio og eru að fara upp í university. Allt gott að frétta.
Og já, ég vil að fjölgað verði helgidögunum í þrjá - föstudag, laugardag og sunnudag!



Sendi hlýjar kveðjur til ykkar allra á Íslandi.

Þangað til næst!

Thursday, November 3, 2011

Argentíska afmælið mitt, kosningar, Naschel, dagblaðaviðtal & martröð San Luis-borgar

Jæja. Sæl veriði öll sem eitt.
Eftir fjölmargar eftirspurnir, væl og vol um að gera nýtt blogg ætla ég að láta verða af því. Það er búið að líða ágætlega langur tími síðan ég bloggaði síðast og aðalástæðan fyrir því að ég hef ekki haft tíma til að nenna því... ef það meikar einhvern sense.
Ég fresta því alltaf þegar ég ætla að byrja því að ég veit að það getur tekið metlangan tíma. En ég hef nú gert þó nokkurn slatta síðan ég bloggaði en ég ætla að sjálfsögðu ekki að skrifa um hvern einasta dag. Aðeins það helsta sem hefur gerst. Btw, ég hef verið að pæla í að byrja á video bloggi frekar. Hvernig lýst ykkur á það?

Dagarnir hérna líða alveg með eindæmum hratt, ég er búinn að vera hérna nú í 2 mánuði og 2 vikur en ég á mikið eftir. Venjulegasti dagurinn hjá mér er að vakna rúmlega 6 um morguninn og fara í skólann klukkan 7. Láta mér leiðast í skólanum, hlusta á iPod (sem er stranglega bannað) og/eða horfa á bekkjarbræður mína kasta krítum og stólum um alla kennslustofuna. Þeir eru samt allir mjög fínir strákar.

Þann 17. október fagnaði ég átján ára afmælisdeginum mínum hér í Argentínu. Fyrsta skiptið í lífi mínu sem ég fæ sól og 27 stiga hita í afmælisveðursgjöf. Mjög fínt það. Dagurinn minn byrjaði reyndar á því að vakna klukkan 6 og klæða mig í þessi hel***** spariföt sem ég þarf að vera í dagsdaglega (kv bitri gæinn) og fara í messu í kirkjunni við hliðiná skólanum mínum. Eftir það fór ég inn í stofuna og þar beið mín þessi fína dulce de leche kaka á borðinu, einum of girnileg. Graciella (enskukennarinn minn og einnig AFS sjálfboðaliði) sagði mér að nú ætla ég að fagna deginum mínum með strákunum í bekknum mínum. Rosa krúttlegt. Þeir voru líka ekkert að hata það að ég ætti afmæli að fá þessa köku og talca-gos og þar með missa af heilum sögutíma.
Eftir skóladaginn fór ég með fjölskyldunni minni á veitingastað sem heitir Buddha Longue og er eins og nafnið gefur til kynna með fullt af Buddha styttum og ótrúlega flottur staður. Þar fékk ég mjög góðan mat og gjöf frá foreldrum mínum, þennan fína Kevingston bol sem er merki í Argentínu fyrir íþróttina Polo, sem er íþrótt þar sem leikmenn spila einskonar golf á hestbaki. Betri útskýringu kann ég ekki. En þetta er víst ein sú dýrasta íþrótt sem hægt er að iðka. Aðallega vegna þess að þú þarft að burðast með helvítis hrossið hvert sem þú ferð um heiminn.
Eftir matinn fór ég heim í hús og við borðuðum ísköku og ótrúlega góðan jarðarberjavodkadrykk. Var ekkert að hata það. Um kvöldið eftir að hafa svarað milljón og fimmtíu afmæliskveðjum á Facebook (takk elsku fólk!) fór ég í bæinn og hafði það notalegt.

Talandi um Polo íþróttina, þá fór ég einmitt um daginn að horfa á heimsmeistaramót í Polo sem var að einhverjum ástæðum haldið hér í sveitum San Luis fylkisins. Þar var Argentína að keppa á móti Indlandi og að sjálfsögðu vann mitt land. Þar var fólk allsstaðar að, frá bretlandi, ástralíu, bandaríkjunum og fl. Var ótrúlega gott að heyra loksins einhvern tala proper ensku.

Hér er búið að vera þvílíkar kosningar á fullu og er það alveg frekar heilagt í Argentínu. Þú mátt til dæmis ekki fara út að skemmta þér á meðan og það er stranglega bannað að selja áfengi eftir klukkan 2. Í bænum var fullt af fólki með kosningarblöð og óþolandi bíll sem keyrði hring eftir hring og spilaði sama leiðinlega lagið aftur og aftur. En vegna þessa var lítið um djamm á mér.

Mánudaginn 24. október fór ég síðan í ferðalag með 3 öðrum skiptinemum hér í San Luis (Edoardo frá Ítalíu, Elisabeth frá Belgíu og Martina frá Austurríki) til bæjarins Naschel sem er mjög lítill og rólegur bær í 1,5-2 klst fjarlægð frá San Luis borgarinnar. Þar eyddum við viku í öðrum skóla (agricultural) og er hálfgerður sveitaskóli blandaður producción (vinna með mold, og allt sem tengist bóndastörfum) og economía (hagfræði obviously, stærðfræði og fl). Við vorum rosalega lítið samt í skólanum þessa viku því það var allir á fullu að skipuleggja hátíð sem var föstudag-laugardag og sunnudag. Ég gisti þarna á einskonar heimavist með fjórum öðrum strákum, síðan bættust við 3 aðrir. Mér leist ekkert svakalega vel á þessa heimavist, sérstaklega þar sem létt var að ræna hlutum frá öðrum og lenti ég heldur betur í því. Fínu dýru heyrnartólin mín sem ég keypti í Atlanta hurfu.
Sendi kveðju til þann sem stal þeim, hijo de puta!

Í Naschel eignaðist ég yndislega vini sem ég réttast sagt hefði ekki viljað yfirgefa. Mér leið rosalega vel þarna. Þessi bær er alveg beyond rólegur, ekkert slæmt gerist þarna og allir þekkja hvorn annan. Þetta er rúmlega 6000 manna bær, en samt heilsa allir hvor öðrum þegar það labbar framhjá.
Fyrsta daginn minn vann ég í drullunni og með milljón egg til að sjá hvort að unginn inní sé dauður eða ekki. Það gerði maður með einskonar lampa sem sýndi manni hvort væri. Mjög áhugavert.
Með vinum mínum í Naschel fór ég út að borða, heim til Cynthiu og borðuðum gnocchi, spiluðum monopoly og sungum I'm Yours með Gian Franco vini mínum. Á föstudeginum fórum við svo á feitt djamm, þar gerðist margt skrautlegt og eins óviðeigandi og þar er ætla ég ekki að láta það eftir mér að skrifa það á þessu bloggi. Þið megið spurja mig á Facebook eða einhvernveginn ef þið eruð alveg að deyja úr forvitni.
Það var alveg frekar spes að vera þarna í þessum litla bæ. Fyrsta skiptið sem mér leið virkilega eins og ég væri frægur. Mjög óraunveruleg tilfinning. Þarna hljóp fólk á eftir mér, kallaði nafnið mitt og heimtaði að fá mynd af sér með mér, tosaði í mig og beið í röðum eftir að fá að taka í hendina mína. Þetta er vegna þess að í svona litlum bæ koma aldrei manneskjur annarsstaðar að frá heiminum og það er mjög skrýtið að sjá allt í einu nýtt andlit.
Seinasta daginn minn fór ég svo með Gonzalez, vini mínum heim til hans og borðaði asado með fjölskyldunni hans. Það var mjög sorglegt að kveðja vinina eftir aðeins vikudvöl og er ég staðráðinn í því að heimsækja þau nokkrum sinnum áður en ég fer til Íslands. Í svona litlum bæjum er fólk með rosalega hlýtt hjarta og taka þig nákvæmlega eins og þú ert. Og það elska ég.

Á þriðjudaginn 1. nóvember fór ég og skiptinemarnir (Edoardo, Martina, Elisabeth og Martina) í viðtal hjá einhverju dagblaði hér í Argentínu sem er eitthvað rosa mikilvægt blað hérna. Þar var spurt okkur ýmislegt um jólahefðir okkar. Þemað var semsagt “Navidad lejos de casa” eða “Jól burtu frá heimilinu”. Eftir þetta ákváðum við, fyrst við vorum nú öll saman, að fara í bæinn og fá okkur eitthvað kalt að drekka – því það er byrjað að hitna allsvaðalega hér og hitnar alltaf meira og meira. Við töluðum saman í frekar langan tíma þangað til að við ákváðum öll að fara heim til okkar. Ég og Germán hittum síðan Ivönu sem er besta vinkona Germans og við fórum í Grido og ég fékk mér ís. Alveg besti ís sem ég hef smakkað, hef sagt það áður og mun segja það oftar.

Í gær, miðvikudaginn, 2. nóvember fór ég með pabba mín í útlendingastofnunina hérna í San Luis því að túristarvisað mitt er að renna út. Það er semsagt eitthvað vesen með visa-áritunina sem ég bjóst mjög vel við þegar AFS í Argentínu á í hlut. Ekki það skipulegasta í heimi, svo langt frá því. Þennan dag átti sér stað hræðilegur atburður hér í San Luis. 7 litlar stúlkur létu lífið í hörmulegu slysi þar sem strætisvagn keyrði í veg fyrir lest þegar hann var á leiðinni til Mendoza. 2 stúlkur slösuðust alvarlega. Þessar stúlkur voru allar í skólanum Santa María sem er semsagt í sama skólasystemi og ég nema bara stúlkuskólinn. San Luis borgarar allir sem einn eiga nú um mjög sárt að binda og ríkir mikil sorg hérna. Ég fór í messu í stærstu kirkjunni hérna í San Luis og hún var full upp að dyrum.

Í dag fór ég einnig í messu og þar var mun meira fólk, alveg troðið og leiddi það alveg út á götu. Fjölskyldur fórnarlambanna voru einnig á staðnum og Guð minn góður hvað þetta er sorglegt. Að sjá allan þennan sársauka og sorg sem fólkið er nú að ganga í gegnum. Hræðilegt. Eftir kirkjuna fór ég í kistulagningu hjá einni stúlkunni sem vinafólk okkar er skylt. Get ekki lýst þessu með orðum hversu sorglegt þetta er. En það verður ekki skóli hjá mér þangað til einhverntíman í þar næstu viku útaf þessu.

Innskot: Í dag var 35 gráður og sól, ég var við það að þorna upp.

Þessa helgi er ég mjög mögulega að fara til Mendoza svo ég hef mögulega eitthvað til að skrifa um í næsta bloggi.


Þangað til næst,
hafiði það gott á Íslandinu góða! :)


ps. ég vil komment! <3

Tuesday, October 11, 2011

Nýja argentínska lífið

Góðan og blessaðan daginn kæra fólk. Langt síðan síðast.
Ég hef ákveðið að skrifa blogg núna því það hefur margt á daga mína drifið síðan ég kom til nýju fjölskyldu minnar. Ég hef gert margt og mikið með þeim.
Ég er afspyrnu lélegur í því að muna eftir myndavélinni minni hvert sem ég fer svo þetta verður enn eitt myndalaust bloggið. Sem er reyndar betra fyrir mig því að seinasta blogg tók mig 2 daga að búa til.

Ég ætla ekki að skrifa þetta eins og ég gerði fyrst, því ég er ekki lengur með þessa þvílíka skipulagningu og dagbók og læti eins og ég ætlaði mér. Því að nú er ég að venjast öllu rosalega mikið hérna, allt mjög venjulegt fyrir mér.

Fyrstu dagana eftir að ég kom heim frá San Juan var ég mjög veikur, með hita, hálsbólgu og kvef. Það hefur verið vegna þess að í San Juan fór ég upp á eitthvað berg þar sem var fáránlega mikill vindur og er kallað “windsurfing”. Það var kannski ekki það sniðugasta sem ég hef gert. En ég fékk eitthvað lyf sem ég átti að drekka þrisvar-fjórum sinnum á dag, ekkert bragð til þess að hrópa húrra fyrir.

En á mánudeginum, 3. október byrjaði ég í nýja kaþólska einkaskólanum mínum sem ber nafnið Colegio San Luis Rey. Þessi skóli skiptist í tvennt, strákaskóla og stelpuskólann Santa María. Ég verð í 5B með snilldar bekkjarfélögum. Ég kann mjög vel við þá og þeir koma vel fram við mig, spurja mig spurninga og bara mjög fínir. Ég fer oft með þeim út í fótbolta og svona skemmtilegt. Eina sem ég á ótrúlega erfitt með er að fara snemma að sofa því ég þarf að vakna klukkan 6 á hverjum einasta morgni. Not my cup of tea. Klæða sig í einhverja skyrtu, bindi og fínar buxur á miðri nóttu.
Það var alveg erfitt að skipta um skóla og yfirgefa Condarco. Í Condarco á ég ótrúlega góða vini sem ég hefði ekki viljað fara frá.

Skólinn minn byrjar alltaf á því að allir safnast saman inn í forrými skólans og þar er beðið bænir og sungið Ave María, argentínska þjóðsöngin og fleira skemmtilegt. Í hverjum tíma er alltaf staðið upp fyrir kennaranum og síðan gefur hann okkur leyfi þegar við megum setjast. Sumir kennarar biðja bænir í byrjun hvers tíma. Ég þarf til dæmis nú að fara að læra ,,Faðir Vorið” á ensku, spænsku og latínu (já, ég er í latínutímum) og Ave María á spænsku.


Input: Ég mætti 4 mínútum of seint einn daginn og þurfti að fara í skammarröðina þar sem var lesið yfir okkur bad ass-ana hvernig við dirfumst að mæta svona seint í skólann. Ó, ég þarf að fara að læra mína lexíu! Borgó hefur ekki kennt mér neitt!


Ég prófaði svo einn salsatíma, gekk ágætlega. Frekar erfitt samt. Síðan ætlaði ég að prófa tangótíma en ekkert varð úr því. Ég hef fundið mér annan leiklistarhóp hérna sem mér lýst ótrúlega vel á. Þetta eru allt krakkar mun eldri en ég og eru að undirbúa Shakespeare-leikritið Othello. Mjög áhugavert og þau leika öll ótrúlega vel! Ég er líka að hugsa um að fara að kaupa mér gítar og byrja í gítartímum. Er einnig kominn með söngkennara sem mér lýst frekar vel á.

Fjölskyldan mín er ótrúlega yndisleg, ég er búinn að gera fullt með þeim síðan ég kom til þeirra. Við horfum á myndir á kvöldin, förum og kaupum ís. Um daginn fórum við í sveit hérna sem heitir Asociacion Bioquimica og er staður þar sem þau fara mjög oft og grilla asado og spila fótbolta. Sem betur fere hef ég nú þegar fjárfest í derhúfu svo ég er góður, þó svo að það er oft mjög heitt hérna.
Ég verð samt að viðurkenna það að ég er byrjaður að sakna Íslands smá. Ég sakna ykkar allra mjög mikið. Ég sakna að geta tjáð mig auðveldlega og geta gert það sem ég vill án þess að gera mistök eða einhvað sem er ekki viðeigandi hér. Því ég er ennþá að aðlagast argentínska lífinu, þó svo að mest allt á yfirborðinu er orðið venjulegt fyrir mér.

Spænskan er alltaf að vera aðeins betri og betri með hverjum deginum finnst mér. Miðað við að hafa farið út með engan basic held ég að ég sé á ágætum stað hvað varðar tungumálið. Ég skil mjög mikið en þó er mun erfiðara að tala hana. Ég veit að á endanum mun ég ná henni mjög vel. Ég finn samt fyrir mikilli pressu hvað varðar að læra spænskuna hratt. Það eru miklar væntingar gerðar til manns að maður tali bara spænsku. Þar sem nánast enginn hér í San Luis getur hvorki talað né skilið enskuna verð ég bara að læra spænskuna eins hratt og ég get. Það getur samt orðið svolítið þreytandi til lengdar. Ég er til dæmis ekkert í einhverju hörku samræðum. En ég er að reyna mitt besta.

Ég er líka kominn með miklar cravingar í íslenskan mat, lambakjötið, íslenska vatnið, íslenska nammið (við Íslendingar erum btw. blessed hvar varðar gott nammi), íslenskt ísköld kók í dós.
En það er allt í lagi því elsku mamma mín sendi mér sendingu með 2 og hálfu kílói af íslensku nammi, hún mun koma innan skamms. Sendingarþjónustan hér í Argentínu hefur samt aldrei verið mikið upp á marga fiska svo ég verð að öllum líkindum að bíða a.m.k. í mánuð eftir þessari sendingu.

Á laugardaginn fór ég út á djammið í afmælisveislu til Cris, vinar míns úr Condarco. Skemmti mér ótrúlega vel! Eiginlega einum of vel, meiri segja. Skrifa ekkert nánar um það.
Á sunnudeginum var mér boðið í asadogrill til Santiago og vinar hans. Fyrir það fór ég í kirkju, fyrsta skiptið mitt hér í Argentínu. Við átum saman choripan sem er mjög gott, brauð með kjöti og allskonar inn í.

Í gær fór ég til staðs sem er rúmlega 20 mín – hálftíma að keyra og heitir Potrero de los Funes og er rosalega flottur staður. Kemur myndir af því bráðum. Þar kemur fólk saman á sumrin til þess að kæla sig niður og eyða dögunum saman.
Þennan mánudag var ekki skóli (suuurpriise!) því það var dagur Christopher Columbus. Hef ekki hugmynd afhverju. Síðan var líka frí þriðjudaginn á eftir aðeins í mínum skóla, og þau vita heldur ekki hvers vegna. Fínt samt. Rosa notalegt!

Þessa helgi fer ég aftur til San Juan því á sunnudeginum er dagur mömmunnar og þau ætla að heiðra þann dag með að bjóða gömlu út að borða og eitthvað svoleiðis. Krúttlegt. Ég á svo afmæli á mánudaginn, woo hoo! Að sjálfsögðu skemmtilegasti dagurinn til þess að eiga afmæli. Monday is the new friday, right?

 

Eigiði góðar stundir.
Þangað til næst,
ÚVB

ps. comment!

Monday, September 26, 2011

Fjölskylduskipti og ferðalagið til San Juan




Einhverjir hafa beðið eftir að fá að vita hvað þetta “óvænta” er sem ég talaði um í síðasta bloggi, en fleiri hafa komist að því. Þannig liggja málin að ég hef nú skipt um fjölskyldu. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar, aðallega vegna þess að ég átti erfitt með að aðlagast. En þar sem Gúggúltransleit er að hjálpa mörgum hér að til að lesa bloggið mitt mun það gera þetta blogg ekki eins persónulegt, því miður.
Nýja fjölskyldan ber nafnið Codorniu-Ale og henni tilheyra mamma (Andrea), pabbi (Mario), 2 bræður (Germán '94 og Elias '96) og systir (Guadalupe (Leila)).
Ég þekkti þessa fjölskyldu fyrir og hef áður bloggað um hana, Germán hefur verið góður vinur minn síðan ég kom hingað til San Luis. Ég mun einnig þurfa að skipta um skóla og fara í sama skóla og bræður mínir, San Luis Rey. Það eru kostir og gallar við skólaskiptin. Gallarnir eru að sjálfsögðu þeir að ég hef kynnst frábærum krökkum í Condarco og eignast frekar nána vini í honum. Kostirnir myndi ég segja að ég mun upplifa miklar breytingar því að nýji skólinn minn er kaþólskur einkaskóli og leggur miklar kröfur til nemenda. Eitthvað sem mig hefur líka alltaf langað til þess að upplifa er að vera í skólabúning.
Þegar ég kom til fjölskyldunnar fór ég mjög fljótt að sofa því við þurftum að vakna snemma morguninn eftir því við vorum að fara í  ferðalag til San Juan, sem er mun stærri borg við hliðin á San Luis.





Á leiðinni um morguninn sá ég allskonar gerðir af trjám, furðuhlutum og dauða rotnandi beljubeinagrind á hliðargötunum. Einnig sá ég mikla fátækt, fjölskyldur sem hafa ekki efni á nauðþurftum og búa í moldarkofum búnir til úr trjágreinum. Við stoppuðum við eyðimörk og löbbuðum um hana í smá stund.


Eftir rúma fjóra klukkutíma vorum við komin til San Juan og liðu þessir tímar bara frekar hratt. Pabbi, þú getur farið með mig til Hveragerðis á hverjum degi þegar ég kem heim... bara eins og að skreppa í bæinn fyrir mig. Við gistum á heimili ömmu þeirra og afa, þau reka sjoppu sem er hluti af íbúðinni þeirra. Í San Juan á til með að koma vel kröftugir jarðskjálftar af og til og seinasti var fyrir rúmum 30 árum síðan og eyðilagði hann algjörlega húsið. Þau hafa byggt það upp að nýju en það er mun minna en það var, sem er í lagi því þau búa bara tvö þarna krúttin.
Ég fór síðan með Germán og Mario niðrí bæ á aðal square-ið hérna sem er huges. Þar var ótrúlega mikið af fólki því það var dagur nemenda og sá dagur er alltaf haldinn hátíðlegur. En önnur ástæða fyrir Argentínubúa til að taka sér frí og detta í það!

Um kvöldið var svo matarboð hjá Javier frænda krakkanna. Nánast öll fjölskylda þeirra búa hérna í San Juan þannig ég mun koma til með að vera mjög mikið hérna, stundum nokkrum sinnum í mánuði. Sem er ekkert nema gott! San Juan er snilld!







Þetta kvöld var ótrúlega fallegt, húsið hans Javiers er rosa flott með sundlaug í bakgarðinum og að sjálfsögðu asado-grill (stórt útigrill til þess að grilla nautakjöt og fleira). Á meðan við biðum eftir matnum spiluðum við við krakkanna. Himininn var spectacular, hafði aldrei séð svona áður. Javier ákvað að byrja að kalla mig "Pepe" því að einhverja hluta vegna er erfitt að bera fram nafnið mitt, eins auðvelt og það nú er. Kjötið var að sjálfsögðu grillað með fullkomnum argentínskum hætti og brá mér heldur 
betur í brún þegar ég sá það áður en það fór í eldinn.

Svínalíkaminn eins og hann lagði sig.
Hef samt aldrei smakkað jafn gott svínakjöt! Borðaði allt of mikið... eins og alla aðra daga hérna.







Morguninn eftir fór ég og Germán með mömmu að versla á verslunargötunni og ég fjárfesti í sokkum, því allir sokkarnir mínir virðast hafa tekið sér sumarfrí fyrsta mánuðinn hér í Argentínunni, bara horfnir. 

Sama dag pökkuðum við öllu niður í tösku og héldum til Jáchal, sem er bærinn þar sem Mario fæddist og var uppalinn, rúmlega klukkutíma frá San Juan. Þessi bær er rosalega rólegur en mjög undarlegur. Bræðurnir sögðu mér að hér væri margskonar furðuhlutir á ferli og sagt er að nornir komi frá þessum bæ. Fólk hefur séð ýmsa hluti hérna. Ég átti bágt með að halda inn í mér hlátrinum því ég er ekki svo auðtrúa. En það er samt satt að þessi bær er mjög undarlegur.

Í þessum bæ búa margir fjölskyldumeðlimir þeirra. Við vorum mikið hjá frændfólki þeirra. Þar búa þau tvö með fjórar litlar stelpur. Yngsta stelpan var hrædd við mig allan tíman sem ég var þarna. Ég er greinilega eitthvað ógnvekjanlegur.
Við gistum á hóteli þennan tíma, og að sjálfsögðu fékk ég að sofa í hjónarúminu. Það þýðir ekkert annað. Ég gat allavega rúllað mér í fjóra hringi í þessu rúmi án þess að klessa á vegginn.
Við þurftum að vakna fyrir allar aldir, eða klukkan rúmlega 9 um morguninn til þess að missa ekki af morgunmatnum. Hér drekka allir kaffi með mjólk. Meirisegja litlu börnin. Það er eiginlega bara strange að gera það ekki. En aumingja Pepe drekkur ekki kaffi og mun ekki koma til með að gera það... vonandi. Þannig ég fékk mér mjólk. Heita mjólk. Eins slæmt og það hljómar.

Við ákváðum um kvöldið að fara í lítinn tívolígarð sem er þarna í Jachál, ótrúlegt en satt. Rosa spes að í svona litlum bæ sé skemmtigarður. En það var þó nokkuð mikið af fólki þarna. Við löbbuðum um og skoðuðum tækin, sem voru alls ekkert til þess að kitla adrenalínstaugarnar neitt. Leila og Brenda (frænka hennar) fóru á teygjutrampólín og hoppuðu þar einhverja stund. Að sjálfsögðu ákvað ég að skella mér líka með Elias. Það fór frekar illa með Elias greyið því að teygjan hans strekktist á meðan hann var að hoppa og festist þannig. Ekki gott fyrir kúlurnar, þið karlmenn ættuð að þekkja þá tilfinningu. Það þurfti að kalla á hjálparmann til þess að losa hann úr teygjunni.
Ég skemmti mér samt konunglega.

Á laugardaginn fór ég í sveitina þeirra í Jachál, þar voru hestar, svín, kindur og einn hundur. Á þessum degi gleymdi ég myndavélinni minni á hótelinu og tók því myndir á myndavél fjölskyldunnar. Þær koma inn seinna. Við löbbuðum um sveitina og landslagið var rosalega fallegt. Mario ákvað svo að hlaupa á eftir kindunum og reyna að króa þær af. Svo drap hann eina kind, hengdi blóðuga ullina upp á band og hélt á skrokkinum. Ekki fögur sjón.

Eftir að hafa verið í sveitinni í þó nokkurn tíma vildi Mario ólmur sýna mér fjöll Argentínu. Við keyrðum upp fjall og vorum í mörg þúsund kílómetra fjarlægð. Þar var fáránlega fallegt. Ég var orðlaus af undrun yfir allri þessari fegurð. Fjöll, strendur, lækir, dalir. Þið fáið að sjá myndir bráðum!  Ég gæti skrifað svo mikið um þetta en ég ætla að reyna að stytta þetta blogg eins mikið og ég get.

Seinasta daginn fórum við aftur til San Juan og fórum í stærstu verslunarmiðstöðina þar. Þar keypti ég mér tösku fyrir tölvuna mína og fjólubláa DC derhúfu til þess að fá ekki sólsting aftur. Ég orðinn vel rauður eftir alla þessa sól og allan þennan hita. Síðan fórum við út og horfðum á kappakstur, sem var frekar nett. Eins og í Fast and the Furious.
Við keyrðum útum allt til að reyna að finna góðan veitingastað og fundum loksins stað. Amman og afinn komu líka, dúllurnar.

Klukkan var að ganga í hálf þrjú um nóttina þegar við fórum heim. Argentínubúar borða kvöldmat alltaf mjög seint, eða um rúmlega 12-1 leytið. Við sváfum eina nótt í viðbót og vöknuðum svo um morguninn og lögðum af stað um 2-3 til San Luis. Ég hefði getað skrifað miklu lengra blogg um þessa ferð en ég bara hreint út sagt nenni því ekki.

Elska ykkur samt alveg jafn mikið á Íslandi!

Þennan morgun hefði ég átt að byrja minn fyrsta skóladag í kaþólska einkaskólanum San Luis Rey hefði ég ekki verið veikur með hita, hálsbólgu og kvef eins og seinustu tvær vikurnar. Vel gert Rebbi... vel gert!



Chau!
ps. ég vil komment ;)



Wednesday, September 14, 2011

Væmnisþakkarkveðjur til ykkar og smá upplýsingar



Mig langaði að búa til annað blogg tileinkað ykkur öllum sem eru að styðja mig á meðan ég dvel hinum megin á hnettinum. Takk fyrir alla hjálpina. Það hjálpar mér að sjá commentin ykkar, að tala við ykkur um hluti sem skipta mig máli. Mig langar líka að segja ykkur að mér líður vel hérna, ég er í fallegum skóla með yndislegum krökkum. Ég elska Argentínu og ég elska San Luis. Ég elska skólann minn sem ég geng í og krakkana í honum. Ég hef eignast frábæra vini hérna í skólanum sem ég vonast til að koma til með að halda sambandi við sem lengst. Kennararnir í skólanum eru líka flestir ótrúlega opnir og skilningsríkir fyrir okkur skiptinemunum.
Skólinn minn er ótrúlega áhugaverður og hver veit nema ég komi heim sem arkitektúr.

Hlutir hér hafa verið sjokkerandi fyrir mig, ég sé hluti á hverjum degi sem ég er ekki vanur og mun taka mig langan tíma að venjast. En það er raunveruleikinn. Ég er að sjá heiminn í nýju ljósi og þetta er ómetanleg lífsreynsla sem mun styrkja mig sem manneskju. Mér hefur liðið vel hér og mér hefur liðið illa, en það er hluti af allri þessari reynslu. Ég hef verið í miklu menningarsjokki, enda er þetta allt öðruvísi en ég er vanur. En engu að síður fallegt. Argentína, er eins og flestir lesendur gera sér grein fyrir, ótrúlega fallegt land. Það er rosalega stórt, eða áttunda stærsta land í heimi. Þess vegna hefur það svo margt upp á að bjóða og sjá.

Ég vil gera það að markmiði allra að koma hingað einhverntíman og sjá hvað Argentína hefur virkilega upp á að bjóða (nú sound-a ég eins og glötuð ferðaþjónustaauglýsing). Argentína er þróaðasta landið S-Ameríku og hefur þar með marga möguleika hvað varðar nám. Hér er til dæmis frítt Wi-fi í allri Argentínu, hvar sem þú ert.  Ríkisstjórnin hefur skaffað hverjum einasta "secondary student" sína eigin skólatölvu, að því markmiði að kunna að nota tæknina.

Fyrir Íslendinga er rosalega ódýrt að búa í Argentínu. Að ferðast á milli staða í leigubíl kostar mjög lítið og hvað þá með "colectivos". Ein ferð með strætó hér kostar 1 pesó og 50 centavo. Sem er rúmar 20 krónur íslenskar. Matur hér er fáránlega ódýr fyrir mig, svo ég verð eiginlega smá að passa mig... þar sem margt smátt gerir eitt stórt. Líka bara upp á look-ið að gera. Maturinn hérna er ótrúlega góður. Mamma mín hérna er svaka góður kokkur. Ég elska matinn sem hún gerir!

Eins og þið sjáið nú er ég að reyna að vera skapandi og búa til einhver önnur blogg heldur en að segja frá vikudögunum mínum, því nú eru vikudagarnir mínir komnir svolítið í sama horf. Svolítið eins allir dagar, svo það er lítið að segja. Lífið gengur sinn vanagang, eins og margur skiptineminn hefur bloggað mjög oft. Ég skil þessa setningu mjög vel núna. Ég mun held ég ekki koma til með að blogga svona oft og hvað þá svona löng blogg eins og ég gerði fyrst. Ég mun segja frá aðalatriðunum hér.

Það hefur samt ekki allt verið dans á rósum hérna og nokkur vandamál hafa komið upp á. Ekkert sem ég vil mikið ræða um hér á blogginu mínu því gúggúl transleit er orðinn dágóður vinur flestra hér í Argentínunni. Ekki það að það sé eitthvað slæmt neitt. Eða jú svolítið. Þið fáið að vita meira um það mögulega í næsta bloggi. Því það er svolítið óvænt að fara að gerast, sem er svolítið að rugla mig í ríminu. En no worries, ég er að læra svo mikið á öllu hérna.

Þangað til næst...

Eigiði góðar stundir þarna á Íslandi. Ég er farinn að tana. :)

Sunday, September 11, 2011

Condarco vs. Borgó og helgin mín í stuttu máli







Vs.



Condarco; Hér í skólanum er það talið hinn argasti dónaskapur að sjúga upp í nefið og flestir ganga um með vasaklút til þess að snýta sér í.
Borgó; Í Borgó væri það talið frekar ósmekklegt að láta vaða í miðri kennslustund. Öllum er slétt þótt þú sjúgir upp í nefið.


Condarco; Hér reykir stór hluti skólans. Það er eiginlega talið frekar spes að reykja ekki.
Borgó; Miðað við Condarco þá eru reykingamenn i Borgó í miklum minnihluta


Condarco; Hér eru mjög sjaldan fullir skóladagar og öllum er slétt þótt þú komir of seint í tíma, og í kennslustundum er fólk lítið að pæla í að læra eitthvað.
Borgó; Í Borgó færðu seint ef liðin er ein sekúnta eftir að kennarinn lokaði hurðinni. Maður er “heppinn” ef einhver forföll eru á skjánum.


Condarco; Argentínumenn elska að búa til frídaga fyrir allt, þ.e. dagur barnanna, dagur nemendanna, dagur dýranna, dagur, kennarana, dagur ömmunar, dagur afans o.s.frv.
Borgó; Þú ert heppinn að fá að vera heima hjá þér á aðfangadegi.

Condarco; Hér heilsast krakkarnir með koss á kinn, og það þykir ekkert tiltökumál ef karlkynið gerir það líka.
Borgó; Í Borgó yrði heldur betur efast um kynhneigð þína ef þú myndir heilsa sama kyninu með þeim hætti!


Condarco; Hér ferðu ekki í sturtu eftir íþróttir. Það er ekki boðið upp á það.
Borgó; Í Borgó værirðu talinn ógeðslegur ef þú færir ekki í sturtu eftir ræktina/íþróttir.


Condarco; Í þessum skóla er maður stundum frá 8 – hálf níu á kvöldin, jafnvel þótt maður hafi byrjað kl 8 um morguninn í skólanum.
Borgó; Skóladagur frá 8-4 er talinn fulllangur.


Condarco; Ekkert félagslíf
Borgó; Þau reyndu þó.


Condarco; Hér þarftu nánast að fá skriflegt leyfi frá skólameistaranum og kennara til þess að fá að fara á klósettið í miðri kennslustund.
Borgó; Í Borgó er minnsta mál að fara á klósettið í tíma, og í fæstum tilvikum fer nemandinn á klósettið.

Condarco; Hér er skylda að vera í skónnum innandyra. Ef þú ert ekki í skóm ertu fluttur til skólastjóra og rekinn heim.
Borgó; Ef þú sést ganga inn í skófatnadi þá hleypur Danelíus á eftir þér og tæklar þig og þú fluttur á spítala i framhaldi.

Condarco; Í hverjum frímínútum og hvenær sem þau hafa tækifæri á, fara krakkar út í fótbolta hér eða spila blak.
Borgó; Í frímínútum hanga krakkar í salnum, drekka kók og éta alla óhollustuna sem sjoppan býður upp á. Stundum ef maður er svakalega duglegur fórnar maður sykurleðjunni og fer í ræktina til þess að safna upp íþróttaeiningum.





Vikurnar mínar eru að verða svolítið allar alveg eins og ekkert mikið að gerast.

Þessi helgi skar sig samt svolítið mikið útúr öðrum dögum. Ég var með Germán vini mínum og hans í bænum, fórum út að borða. Töluðum saman og höfðum ótrúlega gaman. Við ráfuðum um bæinn og þar var margt um manninn. Allt troðið. Eftir á fór ég og Ger í taxa heim til hans og þar var matarboð og vinafólk þeirra í heimsókn. Við átum pizzu og svo var sjúklega góð kaka í eftirrétt. Síðan fórum við og spiluðum GTA: Vice City, ég er fáránlega góður í honum, nei ég kann meirisegja svindl og allt! Eftir að hafa spilað í smá tíma fórum við og horfðum á mynd. Ég var byrjaður að sofna í sófanum svo ég fór inn í herbergi og svaf svo vært og eins og ég hafði aldrei fengið að sofa áður.
Morguninn eftir vaknaði ég frekar seint. Fékk mér morgunmat, heita mjólk og brauð með dulce de leche. Klikkar ekki. Síðan fórum við með mömmu Germáns og keyptum empanadas til að hafa í hádegismat. Empanadas er ótrúlega gott, ekta argentískt.. svona hálfmáni í einskonar smjördeigsbrauði fyllt með kjöti og osti.
Eftir að hafa borðað mig fullsaddan stungu þau upp á að fara í ísbúð, nú... auðvitað til þess að við myndum nú ekki alveg deyja úr hungri. Við settumst síðan niður á Plaza Pringles í hitanum og löptum á ísnum.
Síðan fórum við heim og skiptum um föt því við vorum að fara í sveitina að spila paddle, sem er einskonar tennis en samt ekki. Það var mjög gaman, fáránlega heitt og maður varð þreyttur og þyrstur frekar fljótt.
Ótrúlega falleg sveit, með cherry trees, fjöllum og náttúrufegurð. Eftir þetta fórum við og létum þrífa bílinn og leigðum síðan myndir. Höfðum kósý og horfðum á þær með einn ískaldann Coronu við hönd. Síðan fórum við og hittum frændfólk þeirra því Elias (bróðir Germans) var þar.
Eftir þetta fór ég heim til minnar fjölskyldu því gamanið var búið og ég fór að sofa.

P.S. Ég er að undirbúa hungurverkfall.

Sunday, September 4, 2011

Saturday, August 27, 2011

Fyrsta vikan í Argentínu

Í tilefni þess margt er búið að gerast þessa daga frá því ég bloggaði seinast (fyrir mjög stuttu) ætla ég að blogga aftur núna. Fyrir mig til þess að muna og nota eins og einskonar dagbók, og ykkur sem nennið að lesa til þess að vita hvað ég er að gera hérna hinum megin á hnettinum.

Á þriðjudeginum fór ég og skoðaði skólann minn, það var mjög skrýtin tilfinning. Allir störðu á mig eins og ég væri geimvera frá plánetunni Krypton. Þegar búið var að sýna mér allan skólann og alla kennarana hringdi skólastýran á bjöllunni, og allur skólinn safnaðist saman inn á sal í bekkjarröð. Þegar allt var orðið hljótt löbbuðum við Sara (ítalskur skiptinemi sem er með mér í skólanum) inn í salinn fyrir framan allar raðirnar og öll augu voru á okkur. Það mátti heyra saumnál detta... án gríns!
Síðan byrjaði spænskukennarinn minn að halda ræðu fyrir krakkana um okkur, hvaðan við erum og að þau eigi að tala hægt við okkur svo við skiljum (fyrsta skiptið sem mér leið eins og alvöru hálfvita).
Eftir það fór ég í smástund inn í bekkinn minn þar sem ég fékk milljónir spurninga á spænsku, og allt á methraða. Hausinn minn var við það springa. Þegar við Sara löbbuðum um gangana var kallað nöfnin okkar, tosað í okkur og kysst okkur og knúsað. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að haga mér. Þessi athygli var eiginlega too much fyrir mig, þó að ég sé nú vel athyglissjúkur!
Vinir Gastons sögðu svo við mig á asnalegri google translate ensku "you are breaking many hearts in San Luis". Ég vissi ekki hvort það væri good or bad.

Á þessum degi dó myndavélin mín og ég hef ekki getað tekið neinar myndir svo þetta verður myndalaust blogg. Sorry með mig!

Á miðvikudeginum vaknaði ég og fékk mér mate. Mate er þjóðardrykkurinn hér í Argentínu, sem ég er ennþá að reyna að venjast. Maður býr ekki í Argentínu og drekkur ekki mate. Klukkan 2 um daginn byrjaði skólinn. Ég veit ekki hvort ég kunni vel við það. Ég er alls ekki early bird, en mig langar samt frekar að vakna snemma á morgnanna og vera búinn í skólanum snemma og eiga þá daginn eftir. En í skólanum lærði ég núll! Matias Solis, bekkjarbróðir minn bjó til powerpoint show fyrir mig til þess að bjóða mig velkominn í bekkinn. Que bonito! Muchas gracias amigo!
Ég er í bekk með 19 ára gaurum og eldri, sem er alveg fínt. Þeir eru samt alveg svolítið barnalegir. Ég veit ekki alveg en ég held að ég sé of háður íslenskum stelpum. Flottar argentínskar stelpur eru hard to find hérna, verð ég að segja. Svo eru þær svolítið erfiðar hérna. T.d. er stelpa sem hefur stalkerað mig frá því ég kom hingað, og mér líkar hún ekki. Hún er allsstaðar, hvert sem ég fer, þá birtist hún brosandi og veifandi fyrir framan mig! Ég var mjög mikið þreyttur þegar ég var búinn í skólanum eftir allar spurningarnar.

Á fimmtudeginum var enginn skóli. Enn einn hátíðardagurinn sem San Luis gat fundið uppá. Ég tel hann samt alveg gildan. San Luis átti "afmæli" og fjögurhundruðogeitthvað ára. Daginn eftir að ég kom til San Luis var dagur barnanna. Ekki spurja mig afhverju, en þá safnaðist allur bærinn saman, börnin fengu gjafir frá mjög stórum upphæðum. En já, þá fór ég með Gaston í bæinn og þar var fullt fullt af fólki að fagna þessu mjög svo mikilvæga afmæli. Þarna voru hestvagnar, fólk að dansa tangó í gaucho fötum. Ég elska gaucho föt.
Ég sá líka einhverja hljómsveit sem var mjög góð. Gaurinn í henni söng mjög vel, ég hugsaði til mömmu þá. Andskotinn að ég hefði ekki getað tekið myndband af honum, þú hefðir líkað hann vel mamma!
Eftir þetta fór ég, Gaston, Paula og Sara og fengum okkur ís í Grido. Besti ís sem ég hef smakkað. Vesturbæjarís hvað!? Svo fórum við heim og ég borðaði meira. Ég er á leiðinni að joina another fat student (AFS).

Á föstudeginum var skóli frá 8 um morguninn til 8 um kvöldið með smá pásu á milli. Já, getið rétt ímyndað ykkur hversu þreyttur ég var eftir það. Skólatíminn hér í Argentínu er ekkert alveg upp á marga fiska, því miður. Við vorum búin að plana að fara út að borða með Germán, Boris og afs krökkunum hérna en Sara var að leka niður úr þreytu svo það beilaðist og við fórum heim.
Lífið hér í Argentinu er að falla svolítið í daily basis. Mjög hversdagslegt allt hérna núna. Bræður mínir og vinir þeirra finnast gaman að spila tölvuleiki svo ég er meira í tölvunni en ég ætlaði mér, en það er svosem allt í lagi. Ég á líka fullt af vinum hérna í San Luis, suma sem ég man ekki einu sinni nafnið á... haha! Það er erfitt að muna öll nöfnin hérna. Skólinn á föstudeginum var mjög skemmtilegur! Bekkjarbræður mínir eru drullu fyndnir!
Um kvöldið fór ég með Santi og Pame að taka út pening í hraðbanka og skoða bæinn. Santi er frábær gaur! Ég kann mjög vel við hann. Hann hjálpar mér mjög mikið hérna. Hann t.d. lánaði mér bók af San Luis með myndum og enskum texta. Síðan skoðaði ég handgerða hluti á einskonar útimarkaði úr steinum sem er sér argentínskir og mate könnur. Ég hlakka til að kaupa eitthvað til þess að gefa á Íslandi. Og það er líka eitt sem ég verð að kaupa mér hérna áður en ég fer, það er gaucho föt! Þau eru svöl!

Ég er líka kominn með argentínskt símanúmer hérna og það er: +549 2652-236721 bara svona ef þið viljið hringja í mig.

Á laugardeginum vaknaði ég mjög seint því ég fór mjög seint að sofa. Borðaði yndislegan bakarísmat, svo gott hérna!! Svo fór ég í skólann og beið eftir leiklistartíma. Á meðan spilaði ég volleyball. Í leiklistartímanum fórum við yfir handrit, gekk bara helvíti vel. Nú er ég heima, nýbúinn að kaupa mér kók og koma mér vel fyrir í stólnum að skrifa þetta blogg með nokkrum pásum og þar á meðal sturtupásu.
Ég er að fara út á lífið á eftir á aðalstaðinn hérna sem heitir Flay. Þetta verður ágæt nótt held ég. :)

Eigiði góðar stundir þarna á klakanum og annarsstaðar í heiminum.

Kveðja frá Argentínu.

Monday, August 22, 2011

Ferðalagið til og í Argentínu og fyrstu dagarnir

Halló allir á Íslandi og allsstaðar annarsstaðar í heiminum!
Hér er ég, hinum megin á hnettinum og bíð eftir að spikfitna í öllum þessum mat hérna. Ég sver það, ég hef sjaldan étið jafnmikið!

Ég ætla að segja frá öllu því sem hefur komið fyrir mig uppá síðkastið, síðan ég lagði af stað frá Vallarhúsum 40 og frá deginum í dag. Þetta verður drullulangt blogg og ég nenni eiginlega ekki að byrja á því. Ég ætla að reyna að hafa þetta eins stutt og ég get.



Á fimmtudeginum klukkan hálf 7 vaknaði ég, beið eftir Tótu og keyrði uppá flugvöll. Horfði í seinasta skiptið á fallegu Reykjavíkina mína. Þegar ég kom upp á flugvöll beið ég eftir hinum og svo fórum við í check-inið og fengum miðann. Þá var komið að kveðjustundinni, og þar var fellt nokkur tár. Síðan tók við tæplega 2 og hálfur tími í bið eftir fluginu. Á meðan hélt Elínborg að hún hafði týnt flugmiðanum sínum og vegabréfinu, sem hefði verið bad. Hún ákvað að rekja alla slóð sína sem hún hafði farið á flugvellinum og við vorum öll mjög stressuð um að hún væri búin að týna honum því þá væri hún fucked. En svo kom í ljós að Natalía hafði vegabréfið og flugmiðann í töskunni sinni. Frekar svekkjandi fyrir Ellý greyið en... já svona er lífið.
Svo fórum við inn í flugvélina og þá var ekkert aftur snúið. Ég var að flytja til Argentínu í eitt ár, mesta óvissa sem ég hef upplifað!



Mín beið rúmlega 30 tíma ferðalag. Í fluginu reyndi ég mest að sofa, en við fengum ekkert sérstaklega góða vél til New York en það var allt í lagi. Þegar við lentum á JFK flugvellinum í New York fékk ég næstum því flog yfir stærðinni. Eins gott að ég væri ekki einn á leiðinni á vit ævintýranna því mitt ævintýri hefði mjög líklega endað í New York. Ég rataði 0. Í New York var rosalega þungt loft, rakt og heitt. Við þurftum að taka flugvallarlest að okkar gate-i. Á meðan við vorum í lestinni kom maður inn, byrjaði á því að koma með einhverja brandara. Fór að einhverri súlu og byrjaði að láta eins og súludansari. Hann sagðist vera mjög hrifinn af Íslandi og hafði planað ferð fyrir mánuði síðan en ferðinni hafi verið aflýst. Síðan lýsti hann yfir hrifningu sinni af íslenskum stelpum, no wonder... með mér í för voru 8 stelpur. Síðan fórum við útúr lestinni og fengum einhvern krúttlegan svertingja til að vísa okkur að check-ininu og hann reddaði flugmiðum til að sitja hlið við hlið. Síðan biðum við í mjög langri röð til að check-a okkur inn. Þar var ein kona sem var að vinna við að skoða flugmiðann og vegabréfið og hún var sko alls ekki að nenna því greyið. Síðan fórum við í tollinn og ég þurfti að gera eitthvað svaka dæmi. Sjitt hvað ég var stressaður! Allir voru svo bitrir og pirraðir sem voru að vinna þarna. Ég þurfti að fara inn í eitthvað skynjunardæmi og fara upp með hendur og búa til einhverskonar tígul með puttunum. Spes. Jóhanna ákvað svo að kaupa sér iPod úr sjálfsala á flugvellinum, það var mjög skrýtið. Þar var hægt að kaupa hluti eins og iPhone, ipod touch, heyrnartól og fullt fleira. Síðan fórum við og fengum okkur að borða Sbarro pizzu, ég fékk mér einhvernveginn fyllta með nautakjöti og osti og hún var sjúk! Síðan fékk ég mér Starbucks íste lemonade svona til tilbreytingar frá caramel frappuccino.



Eftir 4 klukkutíma á flugvellinum (sem leið eins og rúmur klukkutími) fórum við í flugvélina. Þessi flugvél var með 2-4-2 sætaröð og var alveg fín. Ég sat við hliðin á einhverri konu sem fannst mjög áhugavert að ég væri að fara til Argentínu sem skiptinemi. Gaman að segja frá því að fyrir framan mig var ein feitasta kona sem ég hef á ævi minni séð. Andlitið á henni fyllti út í allt sætið og síðan tók hún hálft annað sætið af greyið konunni sem var við hliðiná henni. Ég vorkenndi henni. Hún át heldur ekkert lítið í þessu flugi. Ég var allavega feginn að þurfa ekki að setjast við hliðiná henni.


Síðan eftir rúmlega 2 klukkutíma lentum við á Atlanta flugvellinum og þar var 36 gráður og fáránlega heitt. Við erum að tala um það að ég gat varla andað. Atlanta flugvöllurinn var stútfullur af amerískum hermönnum að bíða eftir flugi. Það var mjög spes upplifun! Þegar við komum að okkar gate-i og ætluðum að fá miðann okkar var eitthvað vesen. Kellingin á flugvellinum í Keflavík hafði skráð allar töskurnar á mitt nafn og það stóð á öllum farangursmiðunum. Þannig það leit út eins og ég hafði tekið með mér 14 töskur af farangri. Ég stóð bara og hló en þarna hjálpuðu einhvað fólk okkur útúr þessu. Einhver maður og kona sem voru sjúklega fyndin. Konan þarna tók okkur nánast í fóstur og bjó til nýja miða fyrir okkur og það tók smá tíma. Bandaríkjamenn eru yndislegir! Þetta reddaðist og við fórum og fengum okkur að éta. Ég keypti mér eyrnartól til þess að hafa í flugvélinni, eitthvað svaka flott. Síðan fékk ég McDonalds og ætlaði að panta mér supersize en sagði óvart double BigMac og fékk hamborgara með fjórum buffum í. Það var bara sjúklega gott! Þetta var allavega alvöru hamborgari!



Síðan fórum við og ég og Bryndís fórum að kaupa blöð til þess að hafa í flugvélinni. Ég var búinn að velja mér tvö blöð og lyklakippu sem stóð Atlanta á. Á meðan ég var á kassanum að fara að borga kom Ellý hlaupandi eldmóð og sagði okkur að við þyrftum að DRULLA okkur útí flugvél því flugvélin færi eftir 5 mínútur! Þannig ég fleygði tímaritunum og lyklakippunni í greyið konuna og sagði "I CAN'T BUY THIS" og ég sver það, ég held ég hafi aldrei hlupið jafn hratt á ævi minni. Atlanta flugvöllurinn er leiðinlegasti og stærsti flugvöllur sem ég hef séð! Síðan komum við að okkar gate-i og flugvélin var ennþá. Fólkið sem hafði reddað okkur farangursmiðunum spurðu okkur afhverju við værum að hafa svona miklar áhyggjur. Svo fórum við inn í flugvélina og biðum í rúmlega hálftíma. Þannig ég hafði alveg getað keypt þessi blöð og labbað sultuslakur inn í flugvél. Þar beið okkar 10 klukkustunda flug í ágætri flugvél. Við hliðin á mér sat gæi frá Úrúgvæ. Hann sagði mér að heimsækja Punta del Este því það væri mjög gaman þar á sumrin. Í flugvélinni voru einnig aðrir skiptinemar frá Rotary, einn frá bandaríkjunum og einn frá canada. Ég reyndi að sofa eins mikið og ég gæti í þessu flugi enda lítið annað hægt. Ég stillti iPodinn minn á hæsta og hallaði aftur sætinu og stillti höfuðpúðann svo ég gæti pottþétt sofnað. Í flugvélinni fengum við einn versta flugvélamat sem ég hef fengið. Við fengum eitthvað hitað brauð með einhverri ógeðslegri fyllingu inn í, appelsínudjús í kokteilsósuboxi sem við þurftum að sötra úr og einn banana sem ekki var hægt að opna, ég beit samt bara í hann og opnaði hann þannig.



Þetta var mjög kósý flug, slökkt ljósin, teppi og mjög þæginlegt. Síðan lentum við og klukkan var rúmlega 8 um morguninn. Við biðum á flugvellinum og það var mjög strange að vera kominn allt í einu kominn til Argentínu. Við fórum svo í check-inið og þar þurftum við að bíða í lengstu röð sem ég hef þurft að upplifa. En það komu fleiri starfsmenn að vinna og þá var klappað! Þetta gekk frekar hratt. Eftir að hafa þurft að sýna vegabréfið mitt tæplega 20 sinnum vorum við komin á leiðarenda, sem þýddi ekkert meira vesen! Það var léttir. En við þurftum að bíða mjög lengi á flugvellinum því öllum skiptinemunum var skipt niður á stað í Buenos Aires. Síðan fór ég í rútu með Bryndísi, Jóhönnu og fleiri skiptinemum allsstaðar að á heiminum. Við fórum á stað sem ég man ekki hvað heitir en hann var mjög fallegur. Þar voru hótelin okkar sem við gistum í og "orientation camp"-ið. Við fengum síðan mjög einfaldan mat í hádegismat. Tvö buff og kartöflumús. Ég smakkaði og fannst þetta ekki gott en kunni ekki við að skilja eftir, þannig ég át þetta allt og þurfti að drekka með til þess að geta kyngt, annars hefði þetta bara farið inn og aftur út. Við fengum líka einhver lítil niðurskorin brauð og einn daninn þarna hélt að majónesið væri smjör og smurði því á brauðið. Þau borða mjög mikið majónes hérna!



Síðan var fullt af einhverju stöffi sem við þurftum að gera, einhver session. Við þurftum að segja frá okkur sjálf. Um kvöldið var svo hæfileikakeppnin á milli liða og líka á milli landa. Ég, Bryndís og Jóhanna ákváðum að syngja Argentína með Ingó. Það var fyndið. Eftir hæfileikakeppnina var dansað á argentínskan hátt.
Á þessu námskeiði kynntist ég fullt af öðrum skiptinemum og það var mjög gaman. Ég nenni ekki að tala meira um það. Á laugardeginum klukkan 17:30 fór ég upp á rútustöð. Þar var mér varað við að passa upp á allan farangurinn minn og vera mjög varkár því þetta væri hættulegt svæði. En svo fengum við að fara á VIP svæðið og þar var ekki hættulegt. Svo fór ég í rútuna klukkan rúmlega 8 um kvöldið og var kominn til San Luis um 7-8 leytið um morguninn. Rútan sem ég fór í var mjööög þæginleg og mjög góð þjónusta í henni. Á leiðinni sá ég fyrst alvöru fátækt. Það er mikil fátækt hér í Argentínu.


Þegar ég kom tók á móti mér fullt af fólki og fór ég með konu frá AFS og Germán í bakarí og hitti þar fjölskyldur allra skiptinemanna í San Luis og þar á meðal mína! Það var skrýtin stund. Allir tala mjög hraða spænsku hérna og það er erfitt að skilja hana.

Þegar við komum heim tóku afinn og amman á móti mér. Þau "kind of" búa hérna. Ég sá alla hundana og köttinn. Tveir hundanna eru hvítir með krullur og hinn er minnsti hundur sem ég hef séð og heitir Cookie - algjört krútt! Hér eru allir inni á skónnum og gólfið mjög skítugt. Það er mjög algengt hérna í Argentínu. Mér finnst það frekar óþæginlegt því ég er bara með mína converse skó. Ég þarf bara að fara að kaupa einhverja inniskó. Hér er sko alls ekkert lífsgæðakapphlaup og flestir láta allar nauðsþurftir nægja.

Um hádegið fór ég heim til Ro kærustu Joni bróður míns og hitti þar fjölskyldu hennar og Santiago sem kann smá ensku. Ég fékk þar að smakka empanadas sem er hálfmáni með kjöti og osti. Svo um hádegið var grillað "asado" sem er mjög vinsælt hérna og er grillað nautakjöt. Það er mjög gott. Eftir hádegismatinn fór ég með strákunum í fótbolta og hitti þar vini þeirra. Þeir eru mjög skemmtilegir. Allir hér eru ótrúlega vingjarnlegir og vilja vita allt um mann. Því miður er ég ekki mjög fúlgufær í spænskunni en ég hef lært hana mjög hratt á þessum stutta tíma sem ég hef verið hér. Ég get allavega nokkurnveginn tjáð mig og þau skilið mig.
Eftir fótboltann fengum við okkur, allir strákarnir að drekka eitthvað sítrónugos sem ég man ekki hvað heitir. Hér deila allir öllu. Það er dónaskapur að drekka gos eða borða eitthvað og bjóða ekki með sér. Allir skipta öllu á milli sín. Síðan fórum við í bæinn og þar sá ég ótrúlega fallegar byggingar og skemmtilega fatamarkaði.



Það sem ég hef tekið hvað mest eftir er umferðin hérna, ég skil hana ekki. Allir keyra bara eins og þeim sýnist og hér eru lögreglubílar útum allt og þeim er slétt sama um allt hérna. Löggan tekur framúr öðrum bílum á heilli línu og gefur aldrei stefnuljós rétt eins og allir aðrir borgarbúar.
Í Argentínu eru líka ótrúlega mikið af random hundum gangandi um öll stræti. Það finnst mér mjög skrýtið. Allir hundar hérna gelta mjög mikið og ekkert gert í því, þeim er alveg sama. Um kvöldið fór ég í mall-ið hérna sem er mjög lítið og inniheldur nokkrar búðir, veitingastaði og bíó á einni hæð. Þar hitti ég systur mína sem býr ekki heima og heitir Vanessa og er gift. Hún á krúttlegustu börn sem ég hef séð. Krullhærðan brúneygðan strák sem er 2 eða 3 ára og er alltaf að reyna að tala við mig en ég skil mjög sjaldan.  Ég var ótrúlega þreyttur eftir allt þetta ferðalag og þegar klukkan var orðin um 11 hérna í Argentínu (2 um nótt á Íslandi) gat ég ekki meir! Ég var orðinn of þreyttur til þess að hugsa. Mér var síðan boðið út að dansa og í eitthvað partý en ég bara varð að neita. Ég varð að fá svefn. Ég get farið út að dansa allt þetta ár! Það er allt sem bíður mín.

Þegar ég hélt að bráðum kæmi að svefni byrjaði pabbi að elda pizzur. Kvöldmaturinn hér er vanalega um 12-1 á kvöldin. Ég var svo saddur eftir allt þetta át í fluginu, rútunni og svo þarna í Argentínu að ég gat ekki étið meir! Hér ét ég örugglega 5 sinnum meira en á Íslandi. Sem þýðir að ég verð 5 sinnum feitari þegar ég kem aftur heim til Íslands. Holy crap! Eftir matinn fór ég að sofa, loksins.

Um morguninn vaknaði ég og fór í sturtu, mamma hitaði mate (ekta argentískt sem allir drekka, líkt og te) og muffins. Síðan um 2-3 leytið fórum við í Parque og hittum Söru frá Ítalíu, Lolu, Germán, Boris og fleira fólk. Hér heita mjög margir Gaston og það er frekar erfitt að muna hvor er hver. Allir heita svo erfiðum nöfnum til að muna. Svo finnst þeim Úlfar Viktor erfitt að bera fram. Sérstaklega "Björnsson", það finnst þeim mjög erfitt.
Það var mjög gaman að hitta þau öll, Sara, Germán og Boris geta talað fína ensku og það var mjög þæginlegt að geta loksins talað á auðveldan hátt. Síðan fórum við heim til eins stráksins, sem ég man ekki hvað heitir, og fengum okkur eitthvað að éta. Ég ákvað að borða ekki því ég var viss um að eiga mikið eftir að borða út daginn. Ég kann ekki að borða svona mikið eins og þau gera hérna í Argentínu! Svo labbaði ég heim með Gaston, sá skólann minn í leiðinni. Ég bý frekar langt frá honum og Gaston labbar alltaf í skólann.

Ég fer í skólann á morgun klukkan 2 um daginn og hitti alla krakkana. Þetta mun eflaust verða mjög erfiður dagur, allar spurningarnar og allt áreitið. Þetta er búið að vera mjög skrýtið hérna, ég er með smá heimþrá en ekki mikla. Ég vil upplifa meira hérna, það er svo margt hægt að gera. Fólkið hér er yndislegt, lífið er yndislegt.

Ég elska Argentínu. Ég elska San Luis.