Tuesday, October 11, 2011

Nýja argentínska lífið

Góðan og blessaðan daginn kæra fólk. Langt síðan síðast.
Ég hef ákveðið að skrifa blogg núna því það hefur margt á daga mína drifið síðan ég kom til nýju fjölskyldu minnar. Ég hef gert margt og mikið með þeim.
Ég er afspyrnu lélegur í því að muna eftir myndavélinni minni hvert sem ég fer svo þetta verður enn eitt myndalaust bloggið. Sem er reyndar betra fyrir mig því að seinasta blogg tók mig 2 daga að búa til.

Ég ætla ekki að skrifa þetta eins og ég gerði fyrst, því ég er ekki lengur með þessa þvílíka skipulagningu og dagbók og læti eins og ég ætlaði mér. Því að nú er ég að venjast öllu rosalega mikið hérna, allt mjög venjulegt fyrir mér.

Fyrstu dagana eftir að ég kom heim frá San Juan var ég mjög veikur, með hita, hálsbólgu og kvef. Það hefur verið vegna þess að í San Juan fór ég upp á eitthvað berg þar sem var fáránlega mikill vindur og er kallað “windsurfing”. Það var kannski ekki það sniðugasta sem ég hef gert. En ég fékk eitthvað lyf sem ég átti að drekka þrisvar-fjórum sinnum á dag, ekkert bragð til þess að hrópa húrra fyrir.

En á mánudeginum, 3. október byrjaði ég í nýja kaþólska einkaskólanum mínum sem ber nafnið Colegio San Luis Rey. Þessi skóli skiptist í tvennt, strákaskóla og stelpuskólann Santa María. Ég verð í 5B með snilldar bekkjarfélögum. Ég kann mjög vel við þá og þeir koma vel fram við mig, spurja mig spurninga og bara mjög fínir. Ég fer oft með þeim út í fótbolta og svona skemmtilegt. Eina sem ég á ótrúlega erfitt með er að fara snemma að sofa því ég þarf að vakna klukkan 6 á hverjum einasta morgni. Not my cup of tea. Klæða sig í einhverja skyrtu, bindi og fínar buxur á miðri nóttu.
Það var alveg erfitt að skipta um skóla og yfirgefa Condarco. Í Condarco á ég ótrúlega góða vini sem ég hefði ekki viljað fara frá.

Skólinn minn byrjar alltaf á því að allir safnast saman inn í forrými skólans og þar er beðið bænir og sungið Ave María, argentínska þjóðsöngin og fleira skemmtilegt. Í hverjum tíma er alltaf staðið upp fyrir kennaranum og síðan gefur hann okkur leyfi þegar við megum setjast. Sumir kennarar biðja bænir í byrjun hvers tíma. Ég þarf til dæmis nú að fara að læra ,,Faðir Vorið” á ensku, spænsku og latínu (já, ég er í latínutímum) og Ave María á spænsku.


Input: Ég mætti 4 mínútum of seint einn daginn og þurfti að fara í skammarröðina þar sem var lesið yfir okkur bad ass-ana hvernig við dirfumst að mæta svona seint í skólann. Ó, ég þarf að fara að læra mína lexíu! Borgó hefur ekki kennt mér neitt!


Ég prófaði svo einn salsatíma, gekk ágætlega. Frekar erfitt samt. Síðan ætlaði ég að prófa tangótíma en ekkert varð úr því. Ég hef fundið mér annan leiklistarhóp hérna sem mér lýst ótrúlega vel á. Þetta eru allt krakkar mun eldri en ég og eru að undirbúa Shakespeare-leikritið Othello. Mjög áhugavert og þau leika öll ótrúlega vel! Ég er líka að hugsa um að fara að kaupa mér gítar og byrja í gítartímum. Er einnig kominn með söngkennara sem mér lýst frekar vel á.

Fjölskyldan mín er ótrúlega yndisleg, ég er búinn að gera fullt með þeim síðan ég kom til þeirra. Við horfum á myndir á kvöldin, förum og kaupum ís. Um daginn fórum við í sveit hérna sem heitir Asociacion Bioquimica og er staður þar sem þau fara mjög oft og grilla asado og spila fótbolta. Sem betur fere hef ég nú þegar fjárfest í derhúfu svo ég er góður, þó svo að það er oft mjög heitt hérna.
Ég verð samt að viðurkenna það að ég er byrjaður að sakna Íslands smá. Ég sakna ykkar allra mjög mikið. Ég sakna að geta tjáð mig auðveldlega og geta gert það sem ég vill án þess að gera mistök eða einhvað sem er ekki viðeigandi hér. Því ég er ennþá að aðlagast argentínska lífinu, þó svo að mest allt á yfirborðinu er orðið venjulegt fyrir mér.

Spænskan er alltaf að vera aðeins betri og betri með hverjum deginum finnst mér. Miðað við að hafa farið út með engan basic held ég að ég sé á ágætum stað hvað varðar tungumálið. Ég skil mjög mikið en þó er mun erfiðara að tala hana. Ég veit að á endanum mun ég ná henni mjög vel. Ég finn samt fyrir mikilli pressu hvað varðar að læra spænskuna hratt. Það eru miklar væntingar gerðar til manns að maður tali bara spænsku. Þar sem nánast enginn hér í San Luis getur hvorki talað né skilið enskuna verð ég bara að læra spænskuna eins hratt og ég get. Það getur samt orðið svolítið þreytandi til lengdar. Ég er til dæmis ekkert í einhverju hörku samræðum. En ég er að reyna mitt besta.

Ég er líka kominn með miklar cravingar í íslenskan mat, lambakjötið, íslenska vatnið, íslenska nammið (við Íslendingar erum btw. blessed hvar varðar gott nammi), íslenskt ísköld kók í dós.
En það er allt í lagi því elsku mamma mín sendi mér sendingu með 2 og hálfu kílói af íslensku nammi, hún mun koma innan skamms. Sendingarþjónustan hér í Argentínu hefur samt aldrei verið mikið upp á marga fiska svo ég verð að öllum líkindum að bíða a.m.k. í mánuð eftir þessari sendingu.

Á laugardaginn fór ég út á djammið í afmælisveislu til Cris, vinar míns úr Condarco. Skemmti mér ótrúlega vel! Eiginlega einum of vel, meiri segja. Skrifa ekkert nánar um það.
Á sunnudeginum var mér boðið í asadogrill til Santiago og vinar hans. Fyrir það fór ég í kirkju, fyrsta skiptið mitt hér í Argentínu. Við átum saman choripan sem er mjög gott, brauð með kjöti og allskonar inn í.

Í gær fór ég til staðs sem er rúmlega 20 mín – hálftíma að keyra og heitir Potrero de los Funes og er rosalega flottur staður. Kemur myndir af því bráðum. Þar kemur fólk saman á sumrin til þess að kæla sig niður og eyða dögunum saman.
Þennan mánudag var ekki skóli (suuurpriise!) því það var dagur Christopher Columbus. Hef ekki hugmynd afhverju. Síðan var líka frí þriðjudaginn á eftir aðeins í mínum skóla, og þau vita heldur ekki hvers vegna. Fínt samt. Rosa notalegt!

Þessa helgi fer ég aftur til San Juan því á sunnudeginum er dagur mömmunnar og þau ætla að heiðra þann dag með að bjóða gömlu út að borða og eitthvað svoleiðis. Krúttlegt. Ég á svo afmæli á mánudaginn, woo hoo! Að sjálfsögðu skemmtilegasti dagurinn til þess að eiga afmæli. Monday is the new friday, right?

 

Eigiði góðar stundir.
Þangað til næst,
ÚVB

ps. comment!