Sunday, September 11, 2011

Condarco vs. Borgó og helgin mín í stuttu máli







Vs.



Condarco; Hér í skólanum er það talið hinn argasti dónaskapur að sjúga upp í nefið og flestir ganga um með vasaklút til þess að snýta sér í.
Borgó; Í Borgó væri það talið frekar ósmekklegt að láta vaða í miðri kennslustund. Öllum er slétt þótt þú sjúgir upp í nefið.


Condarco; Hér reykir stór hluti skólans. Það er eiginlega talið frekar spes að reykja ekki.
Borgó; Miðað við Condarco þá eru reykingamenn i Borgó í miklum minnihluta


Condarco; Hér eru mjög sjaldan fullir skóladagar og öllum er slétt þótt þú komir of seint í tíma, og í kennslustundum er fólk lítið að pæla í að læra eitthvað.
Borgó; Í Borgó færðu seint ef liðin er ein sekúnta eftir að kennarinn lokaði hurðinni. Maður er “heppinn” ef einhver forföll eru á skjánum.


Condarco; Argentínumenn elska að búa til frídaga fyrir allt, þ.e. dagur barnanna, dagur nemendanna, dagur dýranna, dagur, kennarana, dagur ömmunar, dagur afans o.s.frv.
Borgó; Þú ert heppinn að fá að vera heima hjá þér á aðfangadegi.

Condarco; Hér heilsast krakkarnir með koss á kinn, og það þykir ekkert tiltökumál ef karlkynið gerir það líka.
Borgó; Í Borgó yrði heldur betur efast um kynhneigð þína ef þú myndir heilsa sama kyninu með þeim hætti!


Condarco; Hér ferðu ekki í sturtu eftir íþróttir. Það er ekki boðið upp á það.
Borgó; Í Borgó værirðu talinn ógeðslegur ef þú færir ekki í sturtu eftir ræktina/íþróttir.


Condarco; Í þessum skóla er maður stundum frá 8 – hálf níu á kvöldin, jafnvel þótt maður hafi byrjað kl 8 um morguninn í skólanum.
Borgó; Skóladagur frá 8-4 er talinn fulllangur.


Condarco; Ekkert félagslíf
Borgó; Þau reyndu þó.


Condarco; Hér þarftu nánast að fá skriflegt leyfi frá skólameistaranum og kennara til þess að fá að fara á klósettið í miðri kennslustund.
Borgó; Í Borgó er minnsta mál að fara á klósettið í tíma, og í fæstum tilvikum fer nemandinn á klósettið.

Condarco; Hér er skylda að vera í skónnum innandyra. Ef þú ert ekki í skóm ertu fluttur til skólastjóra og rekinn heim.
Borgó; Ef þú sést ganga inn í skófatnadi þá hleypur Danelíus á eftir þér og tæklar þig og þú fluttur á spítala i framhaldi.

Condarco; Í hverjum frímínútum og hvenær sem þau hafa tækifæri á, fara krakkar út í fótbolta hér eða spila blak.
Borgó; Í frímínútum hanga krakkar í salnum, drekka kók og éta alla óhollustuna sem sjoppan býður upp á. Stundum ef maður er svakalega duglegur fórnar maður sykurleðjunni og fer í ræktina til þess að safna upp íþróttaeiningum.





Vikurnar mínar eru að verða svolítið allar alveg eins og ekkert mikið að gerast.

Þessi helgi skar sig samt svolítið mikið útúr öðrum dögum. Ég var með Germán vini mínum og hans í bænum, fórum út að borða. Töluðum saman og höfðum ótrúlega gaman. Við ráfuðum um bæinn og þar var margt um manninn. Allt troðið. Eftir á fór ég og Ger í taxa heim til hans og þar var matarboð og vinafólk þeirra í heimsókn. Við átum pizzu og svo var sjúklega góð kaka í eftirrétt. Síðan fórum við og spiluðum GTA: Vice City, ég er fáránlega góður í honum, nei ég kann meirisegja svindl og allt! Eftir að hafa spilað í smá tíma fórum við og horfðum á mynd. Ég var byrjaður að sofna í sófanum svo ég fór inn í herbergi og svaf svo vært og eins og ég hafði aldrei fengið að sofa áður.
Morguninn eftir vaknaði ég frekar seint. Fékk mér morgunmat, heita mjólk og brauð með dulce de leche. Klikkar ekki. Síðan fórum við með mömmu Germáns og keyptum empanadas til að hafa í hádegismat. Empanadas er ótrúlega gott, ekta argentískt.. svona hálfmáni í einskonar smjördeigsbrauði fyllt með kjöti og osti.
Eftir að hafa borðað mig fullsaddan stungu þau upp á að fara í ísbúð, nú... auðvitað til þess að við myndum nú ekki alveg deyja úr hungri. Við settumst síðan niður á Plaza Pringles í hitanum og löptum á ísnum.
Síðan fórum við heim og skiptum um föt því við vorum að fara í sveitina að spila paddle, sem er einskonar tennis en samt ekki. Það var mjög gaman, fáránlega heitt og maður varð þreyttur og þyrstur frekar fljótt.
Ótrúlega falleg sveit, með cherry trees, fjöllum og náttúrufegurð. Eftir þetta fórum við og létum þrífa bílinn og leigðum síðan myndir. Höfðum kósý og horfðum á þær með einn ískaldann Coronu við hönd. Síðan fórum við og hittum frændfólk þeirra því Elias (bróðir Germans) var þar.
Eftir þetta fór ég heim til minnar fjölskyldu því gamanið var búið og ég fór að sofa.

P.S. Ég er að undirbúa hungurverkfall.

7 comments:

  1. Alltaf gaman að lesa bloggin þín :D
    Var samt alveg búin að undirbúa mig undir lengra blogg haha, hin voru svo löng!

    Kveðja,
    Bíra

    ReplyDelete
  2. Sama segi ég hungurverkall, sama hvað þú étur aldrei munt þú fitna elsku vinur.. en já svona er þetta öðruvísi :D en bara njóttu þess að vera þarna og duglegur að blogga, gaman að lesa bloggin þín... er farin að sakna þín !!

    kv rakel

    ReplyDelete
  3. skemmtilegt blogg:D passaðu þig að vera alltaf í skóm svo þú verðir nú ekki rekinn heim hahaha!
    hlakka til að lesa næsta blogg :)
    missjú

    ReplyDelete
  4. Íslendingar líta vasaklúta hornauga en sjúga látlaust upp í nefið en víðast hvar er því öfugt farið. Þetta er svona menningarþekking sem maður hefur fattað á ferðalögum en ég hef aldrei séð standa í ferðabók. :)

    Þú ert vonandi farinn að æfa fyrir Iron Man ef þú ætlar ekki að koma hnöttóttur heim, miðað við allar sögurnar af áti þarna úti.

    Góða skemmtun í Argentínunni og gaman að heyra frá þér.

    Kveðja,

    Siggi frændi

    ReplyDelete
  5. HAHA plaza pringles:') kv indi

    ReplyDelete
  6. Er að elska samanburðinn á skólunum ! jesús hvað þetta getur verið mismunandi ! En hlakka til að fara fá að sjá smettið þitt hér á göngum borgarholtsskóla ! sem verður nú samt ekki alveg á næstunni... En njóttu tímans þarna elskan og vonandi fer allt vel ! <3
    -begga :D

    ReplyDelete

Ég yrði rosa glaður ef þú myndir commenta!