Halló allir á Íslandi og allsstaðar annarsstaðar í heiminum!
Hér er ég, hinum megin á hnettinum og bíð eftir að spikfitna í öllum þessum mat hérna. Ég sver það, ég hef sjaldan étið jafnmikið!
Ég ætla að segja frá öllu því sem hefur komið fyrir mig uppá síðkastið, síðan ég lagði af stað frá Vallarhúsum 40 og frá deginum í dag. Þetta verður drullulangt blogg og ég nenni eiginlega ekki að byrja á því. Ég ætla að reyna að hafa þetta eins stutt og ég get.
Á fimmtudeginum klukkan hálf 7 vaknaði ég, beið eftir Tótu og keyrði uppá flugvöll. Horfði í seinasta skiptið á fallegu Reykjavíkina mína. Þegar ég kom upp á flugvöll beið ég eftir hinum og svo fórum við í check-inið og fengum miðann. Þá var komið að kveðjustundinni, og þar var fellt nokkur tár. Síðan tók við tæplega 2 og hálfur tími í bið eftir fluginu. Á meðan hélt Elínborg að hún hafði týnt flugmiðanum sínum og vegabréfinu, sem hefði verið bad. Hún ákvað að rekja alla slóð sína sem hún hafði farið á flugvellinum og við vorum öll mjög stressuð um að hún væri búin að týna honum því þá væri hún fucked. En svo kom í ljós að Natalía hafði vegabréfið og flugmiðann í töskunni sinni. Frekar svekkjandi fyrir Ellý greyið en... já svona er lífið.
Svo fórum við inn í flugvélina og þá var ekkert aftur snúið. Ég var að flytja til Argentínu í eitt ár, mesta óvissa sem ég hef upplifað!
Mín beið rúmlega 30 tíma ferðalag. Í fluginu reyndi ég mest að sofa, en við fengum ekkert sérstaklega góða vél til New York en það var allt í lagi. Þegar við lentum á JFK flugvellinum í New York fékk ég næstum því flog yfir stærðinni. Eins gott að ég væri ekki einn á leiðinni á vit ævintýranna því mitt ævintýri hefði mjög líklega endað í New York. Ég rataði 0. Í New York var rosalega þungt loft, rakt og heitt. Við þurftum að taka flugvallarlest að okkar gate-i. Á meðan við vorum í lestinni kom maður inn, byrjaði á því að koma með einhverja brandara. Fór að einhverri súlu og byrjaði að láta eins og súludansari. Hann sagðist vera mjög hrifinn af Íslandi og hafði planað ferð fyrir mánuði síðan en ferðinni hafi verið aflýst. Síðan lýsti hann yfir hrifningu sinni af íslenskum stelpum, no wonder... með mér í för voru 8 stelpur. Síðan fórum við útúr lestinni og fengum einhvern krúttlegan svertingja til að vísa okkur að check-ininu og hann reddaði flugmiðum til að sitja hlið við hlið. Síðan biðum við í mjög langri röð til að check-a okkur inn. Þar var ein kona sem var að vinna við að skoða flugmiðann og vegabréfið og hún var sko alls ekki að nenna því greyið. Síðan fórum við í tollinn og ég þurfti að gera eitthvað svaka dæmi. Sjitt hvað ég var stressaður! Allir voru svo bitrir og pirraðir sem voru að vinna þarna. Ég þurfti að fara inn í eitthvað skynjunardæmi og fara upp með hendur og búa til einhverskonar tígul með puttunum. Spes. Jóhanna ákvað svo að kaupa sér iPod úr sjálfsala á flugvellinum, það var mjög skrýtið. Þar var hægt að kaupa hluti eins og iPhone, ipod touch, heyrnartól og fullt fleira. Síðan fórum við og fengum okkur að borða Sbarro pizzu, ég fékk mér einhvernveginn fyllta með nautakjöti og osti og hún var sjúk! Síðan fékk ég mér Starbucks íste lemonade svona til tilbreytingar frá caramel frappuccino.
Eftir 4 klukkutíma á flugvellinum (sem leið eins og rúmur klukkutími) fórum við í flugvélina. Þessi flugvél var með 2-4-2 sætaröð og var alveg fín. Ég sat við hliðin á einhverri konu sem fannst mjög áhugavert að ég væri að fara til Argentínu sem skiptinemi. Gaman að segja frá því að fyrir framan mig var ein feitasta kona sem ég hef á ævi minni séð. Andlitið á henni fyllti út í allt sætið og síðan tók hún hálft annað sætið af greyið konunni sem var við hliðiná henni. Ég vorkenndi henni. Hún át heldur ekkert lítið í þessu flugi. Ég var allavega feginn að þurfa ekki að setjast við hliðiná henni.
Síðan eftir rúmlega 2 klukkutíma lentum við á Atlanta flugvellinum og þar var 36 gráður og fáránlega heitt. Við erum að tala um það að ég gat varla andað. Atlanta flugvöllurinn var stútfullur af amerískum hermönnum að bíða eftir flugi. Það var mjög spes upplifun! Þegar við komum að okkar gate-i og ætluðum að fá miðann okkar var eitthvað vesen. Kellingin á flugvellinum í Keflavík hafði skráð allar töskurnar á mitt nafn og það stóð á öllum farangursmiðunum. Þannig það leit út eins og ég hafði tekið með mér 14 töskur af farangri. Ég stóð bara og hló en þarna hjálpuðu einhvað fólk okkur útúr þessu. Einhver maður og kona sem voru sjúklega fyndin. Konan þarna tók okkur nánast í fóstur og bjó til nýja miða fyrir okkur og það tók smá tíma. Bandaríkjamenn eru yndislegir! Þetta reddaðist og við fórum og fengum okkur að éta. Ég keypti mér eyrnartól til þess að hafa í flugvélinni, eitthvað svaka flott. Síðan fékk ég McDonalds og ætlaði að panta mér supersize en sagði óvart double BigMac og fékk hamborgara með fjórum buffum í. Það var bara sjúklega gott! Þetta var allavega alvöru hamborgari!
Síðan fórum við og ég og Bryndís fórum að kaupa blöð til þess að hafa í flugvélinni. Ég var búinn að velja mér tvö blöð og lyklakippu sem stóð Atlanta á. Á meðan ég var á kassanum að fara að borga kom Ellý hlaupandi eldmóð og sagði okkur að við þyrftum að DRULLA okkur útí flugvél því flugvélin færi eftir 5 mínútur! Þannig ég fleygði tímaritunum og lyklakippunni í greyið konuna og sagði "I CAN'T BUY THIS" og ég sver það, ég held ég hafi aldrei hlupið jafn hratt á ævi minni. Atlanta flugvöllurinn er leiðinlegasti og stærsti flugvöllur sem ég hef séð! Síðan komum við að okkar gate-i og flugvélin var ennþá. Fólkið sem hafði reddað okkur farangursmiðunum spurðu okkur afhverju við værum að hafa svona miklar áhyggjur. Svo fórum við inn í flugvélina og biðum í rúmlega hálftíma. Þannig ég hafði alveg getað keypt þessi blöð og labbað sultuslakur inn í flugvél. Þar beið okkar 10 klukkustunda flug í ágætri flugvél. Við hliðin á mér sat gæi frá Úrúgvæ. Hann sagði mér að heimsækja Punta del Este því það væri mjög gaman þar á sumrin. Í flugvélinni voru einnig aðrir skiptinemar frá Rotary, einn frá bandaríkjunum og einn frá canada. Ég reyndi að sofa eins mikið og ég gæti í þessu flugi enda lítið annað hægt. Ég stillti iPodinn minn á hæsta og hallaði aftur sætinu og stillti höfuðpúðann svo ég gæti pottþétt sofnað. Í flugvélinni fengum við einn versta flugvélamat sem ég hef fengið. Við fengum eitthvað hitað brauð með einhverri ógeðslegri fyllingu inn í, appelsínudjús í kokteilsósuboxi sem við þurftum að sötra úr og einn banana sem ekki var hægt að opna, ég beit samt bara í hann og opnaði hann þannig.
Þetta var mjög kósý flug, slökkt ljósin, teppi og mjög þæginlegt. Síðan lentum við og klukkan var rúmlega 8 um morguninn. Við biðum á flugvellinum og það var mjög strange að vera kominn allt í einu kominn til Argentínu. Við fórum svo í check-inið og þar þurftum við að bíða í lengstu röð sem ég hef þurft að upplifa. En það komu fleiri starfsmenn að vinna og þá var klappað! Þetta gekk frekar hratt. Eftir að hafa þurft að sýna vegabréfið mitt tæplega 20 sinnum vorum við komin á leiðarenda, sem þýddi ekkert meira vesen! Það var léttir. En við þurftum að bíða mjög lengi á flugvellinum því öllum skiptinemunum var skipt niður á stað í Buenos Aires. Síðan fór ég í rútu með Bryndísi, Jóhönnu og fleiri skiptinemum allsstaðar að á heiminum. Við fórum á stað sem ég man ekki hvað heitir en hann var mjög fallegur. Þar voru hótelin okkar sem við gistum í og "orientation camp"-ið. Við fengum síðan mjög einfaldan mat í hádegismat. Tvö buff og kartöflumús. Ég smakkaði og fannst þetta ekki gott en kunni ekki við að skilja eftir, þannig ég át þetta allt og þurfti að drekka með til þess að geta kyngt, annars hefði þetta bara farið inn og aftur út. Við fengum líka einhver lítil niðurskorin brauð og einn daninn þarna hélt að majónesið væri smjör og smurði því á brauðið. Þau borða mjög mikið majónes hérna!
Síðan var fullt af einhverju stöffi sem við þurftum að gera, einhver session. Við þurftum að segja frá okkur sjálf. Um kvöldið var svo hæfileikakeppnin á milli liða og líka á milli landa. Ég, Bryndís og Jóhanna ákváðum að syngja Argentína með Ingó. Það var fyndið. Eftir hæfileikakeppnina var dansað á argentínskan hátt.
Á þessu námskeiði kynntist ég fullt af öðrum skiptinemum og það var mjög gaman. Ég nenni ekki að tala meira um það. Á laugardeginum klukkan 17:30 fór ég upp á rútustöð. Þar var mér varað við að passa upp á allan farangurinn minn og vera mjög varkár því þetta væri hættulegt svæði. En svo fengum við að fara á VIP svæðið og þar var ekki hættulegt. Svo fór ég í rútuna klukkan rúmlega 8 um kvöldið og var kominn til San Luis um 7-8 leytið um morguninn. Rútan sem ég fór í var mjööög þæginleg og mjög góð þjónusta í henni. Á leiðinni sá ég fyrst alvöru fátækt. Það er mikil fátækt hér í Argentínu.
Þegar ég kom tók á móti mér fullt af fólki og fór ég með konu frá AFS og Germán í bakarí og hitti þar fjölskyldur allra skiptinemanna í San Luis og þar á meðal mína! Það var skrýtin stund. Allir tala mjög hraða spænsku hérna og það er erfitt að skilja hana.
Þegar við komum heim tóku afinn og amman á móti mér. Þau "kind of" búa hérna. Ég sá alla hundana og köttinn. Tveir hundanna eru hvítir með krullur og hinn er minnsti hundur sem ég hef séð og heitir Cookie - algjört krútt! Hér eru allir inni á skónnum og gólfið mjög skítugt. Það er mjög algengt hérna í Argentínu. Mér finnst það frekar óþæginlegt því ég er bara með mína converse skó. Ég þarf bara að fara að kaupa einhverja inniskó. Hér er sko alls ekkert lífsgæðakapphlaup og flestir láta allar nauðsþurftir nægja.
Um hádegið fór ég heim til Ro kærustu Joni bróður míns og hitti þar fjölskyldu hennar og Santiago sem kann smá ensku. Ég fékk þar að smakka empanadas sem er hálfmáni með kjöti og osti. Svo um hádegið var grillað "asado" sem er mjög vinsælt hérna og er grillað nautakjöt. Það er mjög gott. Eftir hádegismatinn fór ég með strákunum í fótbolta og hitti þar vini þeirra. Þeir eru mjög skemmtilegir. Allir hér eru ótrúlega vingjarnlegir og vilja vita allt um mann. Því miður er ég ekki mjög fúlgufær í spænskunni en ég hef lært hana mjög hratt á þessum stutta tíma sem ég hef verið hér. Ég get allavega nokkurnveginn tjáð mig og þau skilið mig.
Eftir fótboltann fengum við okkur, allir strákarnir að drekka eitthvað sítrónugos sem ég man ekki hvað heitir. Hér deila allir öllu. Það er dónaskapur að drekka gos eða borða eitthvað og bjóða ekki með sér. Allir skipta öllu á milli sín. Síðan fórum við í bæinn og þar sá ég ótrúlega fallegar byggingar og skemmtilega fatamarkaði.
Það sem ég hef tekið hvað mest eftir er umferðin hérna, ég skil hana ekki. Allir keyra bara eins og þeim sýnist og hér eru lögreglubílar útum allt og þeim er slétt sama um allt hérna. Löggan tekur framúr öðrum bílum á heilli línu og gefur aldrei stefnuljós rétt eins og allir aðrir borgarbúar.
Í Argentínu eru líka ótrúlega mikið af random hundum gangandi um öll stræti. Það finnst mér mjög skrýtið. Allir hundar hérna gelta mjög mikið og ekkert gert í því, þeim er alveg sama. Um kvöldið fór ég í mall-ið hérna sem er mjög lítið og inniheldur nokkrar búðir, veitingastaði og bíó á einni hæð. Þar hitti ég systur mína sem býr ekki heima og heitir Vanessa og er gift. Hún á krúttlegustu börn sem ég hef séð. Krullhærðan brúneygðan strák sem er 2 eða 3 ára og er alltaf að reyna að tala við mig en ég skil mjög sjaldan. Ég var ótrúlega þreyttur eftir allt þetta ferðalag og þegar klukkan var orðin um 11 hérna í Argentínu (2 um nótt á Íslandi) gat ég ekki meir! Ég var orðinn of þreyttur til þess að hugsa. Mér var síðan boðið út að dansa og í eitthvað partý en ég bara varð að neita. Ég varð að fá svefn. Ég get farið út að dansa allt þetta ár! Það er allt sem bíður mín.
Þegar ég hélt að bráðum kæmi að svefni byrjaði pabbi að elda pizzur. Kvöldmaturinn hér er vanalega um 12-1 á kvöldin. Ég var svo saddur eftir allt þetta át í fluginu, rútunni og svo þarna í Argentínu að ég gat ekki étið meir! Hér ét ég örugglega 5 sinnum meira en á Íslandi. Sem þýðir að ég verð 5 sinnum feitari þegar ég kem aftur heim til Íslands. Holy crap! Eftir matinn fór ég að sofa, loksins.
Um morguninn vaknaði ég og fór í sturtu, mamma hitaði mate (ekta argentískt sem allir drekka, líkt og te) og muffins. Síðan um 2-3 leytið fórum við í Parque og hittum Söru frá Ítalíu, Lolu, Germán, Boris og fleira fólk. Hér heita mjög margir Gaston og það er frekar erfitt að muna hvor er hver. Allir heita svo erfiðum nöfnum til að muna. Svo finnst þeim Úlfar Viktor erfitt að bera fram. Sérstaklega "Björnsson", það finnst þeim mjög erfitt.
Það var mjög gaman að hitta þau öll, Sara, Germán og Boris geta talað fína ensku og það var mjög þæginlegt að geta loksins talað á auðveldan hátt. Síðan fórum við heim til eins stráksins, sem ég man ekki hvað heitir, og fengum okkur eitthvað að éta. Ég ákvað að borða ekki því ég var viss um að eiga mikið eftir að borða út daginn. Ég kann ekki að borða svona mikið eins og þau gera hérna í Argentínu! Svo labbaði ég heim með Gaston, sá skólann minn í leiðinni. Ég bý frekar langt frá honum og Gaston labbar alltaf í skólann.
Ég fer í skólann á morgun klukkan 2 um daginn og hitti alla krakkana. Þetta mun eflaust verða mjög erfiður dagur, allar spurningarnar og allt áreitið. Þetta er búið að vera mjög skrýtið hérna, ég er með smá heimþrá en ekki mikla. Ég vil upplifa meira hérna, það er svo margt hægt að gera. Fólkið hér er yndislegt, lífið er yndislegt.
Ég elska Argentínu. Ég elska San Luis.
Ég las Allt bloggiððð :D Eðlilegt að fá smá heimþrá en hún fer :)
ReplyDeleteÆtla líka biðja þig um, fyrst þú ertað éta svona mikið að borða baralítið í einu hahaha :D Svo þú verðir ekki 90 kg! Gamanað lesabloggið þitt og heyra allt :) Koddu svo með meira!
kv. Ingibjörg !
Snilld! Frábært að það gangi svona vel, þú verður fljótur að ná spænskunni. Hasta pronto! - Alma
ReplyDeleteMetnaðarfullt blogg hjá þér Úlfar, gaman að þessu, keep it up!
ReplyDelete-kv. Gísli Viðar
heyrðu hér er ég (begga) og alexa í skólanum að lesa þetta án djóks las allt þetta helv blogg upphátt fyrir alexu hahaha :D geggjað að þetta gangi svona vel bíðum svo bara eftir næsta bloggi :D!
ReplyDeleteMér fannst eins og ég var að lesa bók,ævisögu eða eitthvað ahha ... en já þeta er nátturlega allt örðuvísi þarfa og það er það skemmtilega við það að upllifa allt aðra menningu :D en éttu bara þú fitnar aldrei..njóttu þín þarna og vertu duglegur blogginu og hlakka til að sjá myndir .. have fun litli !!
ReplyDeleteKV RAKEL
Gaman að heyra hvernig þér gengur ,Mér heyrist þú hafa nóg að gera þarna,það verður gaman að heyra frá fyrsta skóladeginum hjá þér.Haltu bara áfram að leyfa okkur að fylgjast með bið að heilsa öllum.p.s.Hvernig fannst þeim teppið ?
ReplyDeleteKvaðja Mamma.
Þau voru mjög ángæð með teppið mamma! Mamman elskar lakkrísinn en hinir finnast hann mjög vondur, það var alveg það sem ég bjóst við haha :)
ReplyDeleteVá mér leið eiginlega bara svolítið eins og ég væri að lesa gamla bloggið mitt um fyrstu dagana, þetta er bara allt nákvæmlega eins!
ReplyDeleteSkil þig með umferðina, hundana, lögguna og matinn. Maður venst þessu vel, sérstaklega matnum :) En þú átt eftir að ganga svo mikið um að þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af því að vera að fitna.
Gangi þér vel í skólanum, það á örugglega eftir að verða ótrúlega gaman :)
Ég fæ að fylgjast með þér og öfunda þig, væri alveg til í að vera ennþá úti.
Hæ Hæ...frábærlega skemmtileg lesning og er ég alveg til í svona alltaf af og til...Þetta er örugglega ótrúlega skrítið, ný upplifun á hverjum degi.....og hlakka ég til að lesa meira...Bestu kveðjur elskan. Bid.....
ReplyDeleteFjúffífjúú .. ég byrjaði á blogginu og fór svo og fékk mér að borða og hélt svo áfram með það haha .. ekkert smá langt !!
ReplyDeleteEn gaman að sjá að þú sért að skemmta þér þarna úti Fjósti :) .. Vertu svo duglegur að blogga og láta vita af þér !!
Kveðja
Krid
Mikið er gott að heyra loksins í þér Úlli minn. Passaðu nú að borða ekki of mikið þá verður þú eins og pabbi gamli í laginu. Sakna þín.
ReplyDeleteKveðja pabbi gamli.
víjj gaman að lesa bloggið mjög svo laangt en það er bara gaman !! :D hlakka til að lesa næsta blogg. Hafðu það bara gott og gangi þér vel í skúlen og éttu eins og þú getur hehehe
ReplyDeletekv. Tia
Heyrðu ég bara talaði við þig á facebook í gær svo ég hef voða lítið að segja nema haltu áfram að blogga reglulega :) veit þú verður duglegri en Alexa sem bloggaði 2svar... skemmtu þér vel barnið mitt
ReplyDeletekveðja Anna
Mikið var gaman að lesa bloggið þitt Úlfar minn. Gott að þér líkar vel þarna, gaman að heyra um alla þessa ólíku siði. Gangi þér vel með skólann, vona að þér líki vel. Hlakka til að lesa meira blogg.
ReplyDeleteKveðja
Rakel í Ameríku
datt óvænt hingað en þetta virðist vera mjög merkilegt allt saman :) :)
ReplyDeleteMarta ungmennaráð samfés :):)
Frábært að heyra frá þér og gaman að lesa bloggið þitt. Þetta verður frábært ár! Bíð spenntur eftir næsta bloggi.
ReplyDeleteOHH! Þú kannt svo að blogga Úlfar!!!:* Var semsagt ekki búin að lesa þetta blogg! en frábært og líka skrítið samt sem áður :-) Þú ert yndislegastur!!!:*
ReplyDeleteNÚNA OFAR AÐ SKOÐA SÍÐASTA BLOGG SEM ÞÚ GERÐIR:-D