Wednesday, September 14, 2011
Væmnisþakkarkveðjur til ykkar og smá upplýsingar
Mig langaði að búa til annað blogg tileinkað ykkur öllum sem eru að styðja mig á meðan ég dvel hinum megin á hnettinum. Takk fyrir alla hjálpina. Það hjálpar mér að sjá commentin ykkar, að tala við ykkur um hluti sem skipta mig máli. Mig langar líka að segja ykkur að mér líður vel hérna, ég er í fallegum skóla með yndislegum krökkum. Ég elska Argentínu og ég elska San Luis. Ég elska skólann minn sem ég geng í og krakkana í honum. Ég hef eignast frábæra vini hérna í skólanum sem ég vonast til að koma til með að halda sambandi við sem lengst. Kennararnir í skólanum eru líka flestir ótrúlega opnir og skilningsríkir fyrir okkur skiptinemunum.
Skólinn minn er ótrúlega áhugaverður og hver veit nema ég komi heim sem arkitektúr.
Hlutir hér hafa verið sjokkerandi fyrir mig, ég sé hluti á hverjum degi sem ég er ekki vanur og mun taka mig langan tíma að venjast. En það er raunveruleikinn. Ég er að sjá heiminn í nýju ljósi og þetta er ómetanleg lífsreynsla sem mun styrkja mig sem manneskju. Mér hefur liðið vel hér og mér hefur liðið illa, en það er hluti af allri þessari reynslu. Ég hef verið í miklu menningarsjokki, enda er þetta allt öðruvísi en ég er vanur. En engu að síður fallegt. Argentína, er eins og flestir lesendur gera sér grein fyrir, ótrúlega fallegt land. Það er rosalega stórt, eða áttunda stærsta land í heimi. Þess vegna hefur það svo margt upp á að bjóða og sjá.
Ég vil gera það að markmiði allra að koma hingað einhverntíman og sjá hvað Argentína hefur virkilega upp á að bjóða (nú sound-a ég eins og glötuð ferðaþjónustaauglýsing). Argentína er þróaðasta landið S-Ameríku og hefur þar með marga möguleika hvað varðar nám. Hér er til dæmis frítt Wi-fi í allri Argentínu, hvar sem þú ert. Ríkisstjórnin hefur skaffað hverjum einasta "secondary student" sína eigin skólatölvu, að því markmiði að kunna að nota tæknina.
Fyrir Íslendinga er rosalega ódýrt að búa í Argentínu. Að ferðast á milli staða í leigubíl kostar mjög lítið og hvað þá með "colectivos". Ein ferð með strætó hér kostar 1 pesó og 50 centavo. Sem er rúmar 20 krónur íslenskar. Matur hér er fáránlega ódýr fyrir mig, svo ég verð eiginlega smá að passa mig... þar sem margt smátt gerir eitt stórt. Líka bara upp á look-ið að gera. Maturinn hérna er ótrúlega góður. Mamma mín hérna er svaka góður kokkur. Ég elska matinn sem hún gerir!
Eins og þið sjáið nú er ég að reyna að vera skapandi og búa til einhver önnur blogg heldur en að segja frá vikudögunum mínum, því nú eru vikudagarnir mínir komnir svolítið í sama horf. Svolítið eins allir dagar, svo það er lítið að segja. Lífið gengur sinn vanagang, eins og margur skiptineminn hefur bloggað mjög oft. Ég skil þessa setningu mjög vel núna. Ég mun held ég ekki koma til með að blogga svona oft og hvað þá svona löng blogg eins og ég gerði fyrst. Ég mun segja frá aðalatriðunum hér.
Það hefur samt ekki allt verið dans á rósum hérna og nokkur vandamál hafa komið upp á. Ekkert sem ég vil mikið ræða um hér á blogginu mínu því gúggúl transleit er orðinn dágóður vinur flestra hér í Argentínunni. Ekki það að það sé eitthvað slæmt neitt. Eða jú svolítið. Þið fáið að vita meira um það mögulega í næsta bloggi. Því það er svolítið óvænt að fara að gerast, sem er svolítið að rugla mig í ríminu. En no worries, ég er að læra svo mikið á öllu hérna.
Þangað til næst...
Eigiði góðar stundir þarna á Íslandi. Ég er farinn að tana. :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Flott Blogg Úlfar!!
ReplyDeleteEn ég er forvitin núna hvað er að fara að gerast !!! :o
Kv. Ingibjörg :D
Ert sætastur og sakna þin mest!
ReplyDeleteennnnnn vá hvað ég vil fá að vita!!! :*
loveyou!
Hæ frændi...Það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt og eðlilegt er að þú komist í rútínu eins og við hin...en njóttu þín til þess er ferðin...Kveðja uppáhalds....
ReplyDeleteHæ hæ. Gaman að lesa bloggið hjá þér. Hitti Kristínu í dag og hún sagði mér svona það mesta. Ég styð hiklaust breytinguna ;) Heilt ár framundan og þér á örugglega eftir að líða betur :) En annars segi ég bara gangi þér vel með þetta, hvernig sem fer.
ReplyDeleteKveðja, Edda og co.
Ok, nú á ég eftir að lesa bloggið þitt daglega, kannski tvisvar á dag! Það er svo sjúklega gaman að lesa bloggin þín, hvað þá þegar þú gerir þau svona spennandi !:) Það er svo gott að þú ert ánægður þarna, en eins og ég segi.. ég verð fastur gestur á blogginu þínu, þú ert svo svakalega góður penni :p
ReplyDeleteKv.
Irena Sylva:)
Þú verður ekki arkitekt heldur rithöfundur lol .. en gaman að lesa bloggið og er MJÖG ánægð með frétina og farðu að tana booj
ReplyDeleteGott að heyra að hlutirnir að ganga vel! nú er ég orðin mjögmjög forvitin og ég vil fá annað blogg fljótlega! :o
ReplyDelete-Erna Björk
Gaman að lesa bloggið þitt Úlfar ,hlakka til að lesa næsta blogg ..???
ReplyDeleteKveðja Alda (Mamma)
sættsættsættt blogg!
ReplyDeletegott og gaman að vita að þú sért að njóta þín þarna, hlakka til þegar þu kemur heim og fá að heyra ævintýrasögur í persónu :D
Eva Brá