Helgar hjá mér eru oftast jafn viðburðarríkar og virkir dagar eru innihaldslitlir hérna í Argentínunni. Það er ekkert svakalega langt síðan ég bloggaði seinast vil ég meina, en ástæðan fyrir því að ég blogga núna er smávegis til þess að hlífa ykkur fyrir bunu frá morðlöngu og þ.a.l. drepleiðinlegu bloggi sem ég myndi þá gera ef ég myndi fresta því að skrifa og draga þetta á langinn.
Ég er nefnilega hættur að vera jafn sniðugur og ég var fyrsta mánuðinn að skrifa í dagbók dagsdaglega. En það er í lagi með þetta þrusuminni sem ég nú hef! (lesist að sjálfsögðu í kaldhæðni)
Til að byrja bloggið á skuggahliðunum hef ég þær fréttir að færa að nú hef ég verið hér í heila 3 mánuði. Sem hafa liðið líkt og 3 vikur. En samt ekki. Þetta er bæði fljótt og lengi að líða í bland. Já, það meikar alveg sense. Á erfiðu tímunum líður tíminn alveg fáránlega hægt, sem eru t.d. þegar ég þarf að vakna á morgnanna (eða um hánótt að mínu mati) klukkan sex og klæði mig í djöfullegu sparifötin sem ég þarf að klæðast í skólanum. Byrja svo daginn á hálftíma bænastund og fánasöngli við anddyri skólans. Eftir það sit ég svo í skólastofunni - fæ krít, tennisbolta eða jafnvel stól í grímuna ef bekkjarbræður mínir hafa ekki tekið inn rítalínin sín þann morguninn. Annað dæmi er þegar ég sit heima, læt mér leiðast og hugsa um að stökkva í næstu rútu í nágrenninu og fara í óvissuferð hringinn í kringum Argentínu (Argentína er btw áttunda stærsta land í heimi) með forvitnina og ævintýraþorstann í fyrsta farteski. En mega það að sjálfsögðu ekki.
Eins mikla sjálfstæðishvöt og ég nú hef (ásamt flest öllum öðrum Íslendingum) kroppar það alveg heldur betur í þolinmæðina þegar mér er bannað að gera hitt og þetta vegna þess að það er "tan peligroso" eða "of hættulegt". En auðvitað er það bara vegna þess að ég þekki það ekki að vera rændur öllu, laminn í klessu eða jafnvel skotinn þegar ég labba um sakleysislegu Reykjavíkina mína. Í Argentínu er ég super ljóshærður, með blá augu og útlendingur og þar af leiðandi hlægilega létt að ræna mér og taka mig í þrældóm. (pabbi, ekki panikka.. það gerist ekkert!)
Ég hef t.d. mjög íslenskt hjarta þegar kemur að því að leggja hluti frá sér á glámbekk fyrir framan öll augu. Ég hendi frá mér öllu sem ég get þegar ég hef tækifæri til þess og er því frekar undrandi á því að hafa ekki orðið fyrir neinu hérna (Ég hef reyndar ekki gleymt þér heyrnartólsþjófur í Naschel! Þú mátt ennþá skemmta þér í helvíti!) eins kærulaus og ég er (hæ mamma, þú þekkir þetta!)
Ég tel það samt alls ekki slæmt að vera bæði super kærulaus og með minni á við býflugu. Og ég skal segja ykkur af hverju:
Alla mína grunnskólagöngu hef ég ábyggilega átt hátt í hundruði vettlingapara, hanska, sundskýlna, handklæðna, húfna og fleira í óskilum. Öll þessi föt hafa því farið beinustu leið í Rauða Krossinn og aðrar mannúðarhreyfingar (mínus öll þau föt sem mamma plokkaði upp af óskilamunaborðinu á foreldraviðtaladögum). Svo að mér, reyndar frekar ómeðvitað, hef heldur betur styrkt góðgerðarsamtök frá því á barnsaldri. (...you're welcome!)
Nú, aftur að aðalatriðunum. Svo ég komi nú að því sem þetta blogg er nú ætlað til, að þá fór ég til Mendoza með fjölskyldunni (helgina 4.-5. nóv). Mendoza er fjórða stærsta borg Argentínu og með mikinn fólksfjölda. Þar fékk ég ágætis útrás fyrir borgarbarninu sem býr inn í mér. Ég labbaði um bæinn og þar speglaðist í augunum mínum McDonalds og Subway merkin ásamt öllum helstu fatamerkjunum. Loksins eitthvað fyrir mig!
Ég ákvað samt að fá mér ekki burger, því ég er að reyna að koma í veg fyrir það að þurfa þrjú flugsæti í First Class farrými þegar ég sný aftur til Íslands. Í staðinn hugsaði ég bara um tvöfalda BigMac-inn með fljótandi majóneshrúgu, eins og ég fékk mér í Atlanta fyrir þremur mánuðum síðan. Ekki það að mér finnist McDonalds ostborgari einhvað sérstakur.
Í Mendoza fór ég einnig í Zoologico eða dýragarð sem innihélt öll þessi helstu suðrænu stóru dýr, fíla, flóðhesta, ísbirni, gíraffa, tígrisdýr, pardusa, górillur, skógarbirni, sebrahesta, apa, svo eitthvað sé nefnt. Það var alveg nett. Ég gerðist að sjálfsögðu svo djarfur að taka allt upp á myndband og tala inn á þau þar að auki, eins sérstakt og það má hljóma.
Um kvöldið sátumst við svo fyrir utan einn veitingastað á miðri göngugötunni og drukkum ávaxtamjólkurdrykk með klökum - hættulega gott!
Þar hlustaði ég á Ástrala tala saman á sinni "bloody hell" ensku og naut þess frekar vel, enda getur orðið ansi þreytandi að hlusta á þessa spænsku, daginn út og daginn inn. Þótt hún sé nú komin ágætlega á leið. Ég get alveg vel orðið skilið allt og talað ágætlega, en oft með þó nokkur mistök í hverri setningu. Stundum líður mér eins og kínverskum nýbúa að reyna að tjá sig á íslensku. Þetta er samt ekki ennþá svo slæmt.. vonandi!
Nú, svo helgina eftir Mendoza fór ég í afmæli til besta vinar míns hérna á laugardaginn og Guð einn fær ekki einu sinni að vita hvað gerðist þar. Það toppaði allar djammsögurnar mínar á Íslandi og hér í Argentínu til samans.
(innskot: Ég skrifaði þetta blogg í kennslustund á blað með nýja fína pennanum mínum, skrepp frá í smá stund, kem aftur og penninn farinn. Takk fyrir þetta bekkjarbróðir! Ég skrifa þá bara með þessum rauða, fjandinn hafi það!)
Þessa helgi (18.-20. nóv) fór ég til San Juan og Jachál. Aðallega vegna þess að í Jachál var haldin mjög stór hátíð sem heitir Fiesta de la Tradición. Það var alveg nett hátíð, fullt af einhverju fólki í Folklore drögtum með sombreros að sveifla einhverjum klútum í loftið. Sound-ar smá strange en þetta var alveg töff sko. Þar var líka milljón og einn hestur og "gauchos" sem eru einskonar bóndar í gamladaga. Ég fýla alveg búninginn þeirra í tætlur og ætla að innleiða þetta til Íslands og búa til nýja tískubylgju. Gauchobylgjuna.
En annars segi ég bara allt frábært. Fínt að frétta hérna hinum megin. Ég er kominn með loftkælingu inn í herbergið mitt svo ég andast nú ekki úr uppþornun á meðan ég reyni að festa svefn í þessum hita. Jólastemningin í mér er ekki ennþá komin, þó ótrúlegt sé satt, enda erfitt í 30-40 stiga hitanum hérna.
Næsta helgi er mjög stór helgi hérna í skólanum, þá er Fiesta del Promoción hjá krökkunum sem eru að útskrifast úr colegio og eru að fara upp í university. Allt gott að frétta.
Og já, ég vil að fjölgað verði helgidögunum í þrjá - föstudag, laugardag og sunnudag!
Sendi hlýjar kveðjur til ykkar allra á Íslandi.
Þangað til næst!
Ekkert nema öfund með hitann jesús! .. Gott þú sért að hafa það gott elsku Úlfar!
ReplyDeleteKveðja Annna Sellllla
hahahah óskilamunirnir í húsaskóla fengu sko daglega heimsókn frá þér hahah ! vá hvað ég var búin að gleyma því :)
ReplyDeleteEn bara njóttu þess að geta farið í sólbað yfir jólin og okkur hérna veitir ekki að hlýjum kveðjum ! Miss u !
-begga :D
skemmtó blogg og þu ert greinlega að skemmta þér þarna!! :D farðubara varlega i drykkjönnih miss you :*
ReplyDelete!
Hæ.Hæ. Alltaf jafn gaman að lesa hér....og hissa er ég á þessu með að vera ekki kominn í jólagírinn....hér er hiti og rigning svona venjulega...smá haglhret síðustu tvo daga reyndar og systir þín dottin í jólalögin fyrir löngu, hefur greinilega ekki með veðrið að gera hjá henni...en þetta er víst alveg að skella á...og skreytingarpælingarnar að gera vart við sig..enda fyrsti sunnudagur í aðventu næsta sunnudag...ég bið bara að heilsa þér og endilega haltu bara áfram að skemmta þér... þessi tími kemur ekki aftur...bæó...
ReplyDeleteÞú ert frábær penni, hló allan tíman sem ég las! Skil vel pennaþjófnaði (love you litla systir). Snilld að allt gangi vel! Öfunda þig alveg smá með hitann! Ps. væri alveg til i allavega 2 helgidaga, kv. skóli á laugardögum! Buona fortuna amore mio! Ciaaaao!
ReplyDeleteNei hættu nú alveg, mér leið eins og ég væri að lesa bloggin hennar Láru ég hló svo mikið!
ReplyDelete(hæ mamma, þú þekkir þetta!) ... þarna hló ég mjög og hugsaði líka hvað ég kannast við þetta frá þer, ósköp sem ég vorkenni mömmu þinni (kv. einn sem hefur gleymt húslyklunum milljón og einu sinni ;))
Og líka með dótið í Húsaskóla....þetta hlýtur samt að vera eðlilegt hjá strákum sem eru Vog þar sem Gunnar er nákvæmlega eins (og fer oft mjög svo í taugarnar á okkur mömmu, þarf einmitt að fara að leita að sunddótinu með nýju sundbuxunum og merkta handklæðinu frá ömmu frá kærulausa krakkanum)
En eins og ég segi....alltaf gaman að heyra frá þér! :D
-Bára
haha bloggin þín lífga alltaf uppá tilveruna :) hefði ekkert á móti því að vera í argentínu með þer í hitanum og engu jólaskapi heldur en í kuldanum og íslenska veðrinu með þessu blessuðu jólalög og jólaskreytingar !!
ReplyDeleteog halló vinur, spurning um að fara aðeins að slaka á i drykkjunni !!
hlakka til að lesa næsta blogg :)
-Sæunn
er að deyja úr forvitni.. kv you now who
ReplyDeleteHahah .. þú rifjar upp fyrir mér hvað þú ert mikil steik með þessu bloggi hahah !!!
ReplyDeleteEn vorum að senda þér pakka í dag .. hlakka til að eiga skype-date með þér bráðum :)
Luuv - Kría Sys
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Úlfar ,og voða gaman að ryfja upp gamla kæruleisið hjá þér ,vona að þú farir að passa dótið þitt.Það er nú ekkert skrítið að þú skulir ekki vera kominn í jólaskap í þessum steikar hita ..það koma jól efir þessi jól..Hafðu það gott og góða skemmtun í sumarfríinu þínu .Bið að heilsa öllum hlakka til að heyra hvenær pakkinn þinn kemur..Bæ Bæ :)
ReplyDeleteGuð minn góður ég get ekki ýmindað mér krakka í Íslenskum skólum klædd í skólabúninga og syngjandi í andyrri skólans hvern eiasta morgun ! haha.. En alltaf svo gamaan að lesa hvað þú ert buin að vera að gera :D algjört ævintýri hjá þér ! knússs til þín :*
ReplyDeleteHló og hló á meðan ég las um óskilamunina (eigum þetta sameiginlegt) En Úlfar..þú ert einfaldlega bara of sætur til að láta ræna þér, ræningjinn myndi bara klappa þér á kollinn og skipta um lífsstíl. Ég er viss um það.
ReplyDeleteGet ekki beðið eftir að sjá þig Wolfman. LOVE!
- Rosie Sosie:*
Eigum það sameiginlegt að gefa hjálparstofnunum og mikið af okkar dóti með þessari aðferð.
ReplyDeleteÞetta blogg var í lesanlegri lengd meiga ekki vera lengri :P
Skemmtu þér geðveikt vel þarna og svo heldur þú JF partý þegar þú kemur heim.
Kveðja Natan :)
P.S.
Takk fyrir öll skype símtölin :(
P.S.S
ég var búinn að kommenta en það kom aldrei :(
Oooog loksins næ ég að lesa blogg frá þér Úlfar! langt síðan ég gerði það síðast!! :-) Elska þessi blogg þín, allt svo spennandi :-) Ég myndi drepa fyrir þennan hita... samt ekki brenna eins og þú gerðir! en já syngja alltaf á morgnanna fyrir skólann! Þú ert sætatur og sakna þin messsst:*
ReplyDelete