Í tilefni þess margt er búið að gerast þessa daga frá því ég bloggaði seinast (fyrir mjög stuttu) ætla ég að blogga aftur núna. Fyrir mig til þess að muna og nota eins og einskonar dagbók, og ykkur sem nennið að lesa til þess að vita hvað ég er að gera hérna hinum megin á hnettinum.
Á þriðjudeginum fór ég og skoðaði skólann minn, það var mjög skrýtin tilfinning. Allir störðu á mig eins og ég væri geimvera frá plánetunni Krypton. Þegar búið var að sýna mér allan skólann og alla kennarana hringdi skólastýran á bjöllunni, og allur skólinn safnaðist saman inn á sal í bekkjarröð. Þegar allt var orðið hljótt löbbuðum við Sara (ítalskur skiptinemi sem er með mér í skólanum) inn í salinn fyrir framan allar raðirnar og öll augu voru á okkur. Það mátti heyra saumnál detta... án gríns!
Síðan byrjaði spænskukennarinn minn að halda ræðu fyrir krakkana um okkur, hvaðan við erum og að þau eigi að tala hægt við okkur svo við skiljum (fyrsta skiptið sem mér leið eins og alvöru hálfvita).
Eftir það fór ég í smástund inn í bekkinn minn þar sem ég fékk milljónir spurninga á spænsku, og allt á methraða. Hausinn minn var við það springa. Þegar við Sara löbbuðum um gangana var kallað nöfnin okkar, tosað í okkur og kysst okkur og knúsað. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að haga mér. Þessi athygli var eiginlega too much fyrir mig, þó að ég sé nú vel athyglissjúkur!
Vinir Gastons sögðu svo við mig á asnalegri google translate ensku "you are breaking many hearts in San Luis". Ég vissi ekki hvort það væri good or bad.
Á þessum degi dó myndavélin mín og ég hef ekki getað tekið neinar myndir svo þetta verður myndalaust blogg. Sorry með mig!
Á miðvikudeginum vaknaði ég og fékk mér mate. Mate er þjóðardrykkurinn hér í Argentínu, sem ég er ennþá að reyna að venjast. Maður býr ekki í Argentínu og drekkur ekki mate. Klukkan 2 um daginn byrjaði skólinn. Ég veit ekki hvort ég kunni vel við það. Ég er alls ekki early bird, en mig langar samt frekar að vakna snemma á morgnanna og vera búinn í skólanum snemma og eiga þá daginn eftir. En í skólanum lærði ég núll! Matias Solis, bekkjarbróðir minn bjó til powerpoint show fyrir mig til þess að bjóða mig velkominn í bekkinn. Que bonito! Muchas gracias amigo!
Ég er í bekk með 19 ára gaurum og eldri, sem er alveg fínt. Þeir eru samt alveg svolítið barnalegir. Ég veit ekki alveg en ég held að ég sé of háður íslenskum stelpum. Flottar argentínskar stelpur eru hard to find hérna, verð ég að segja. Svo eru þær svolítið erfiðar hérna. T.d. er stelpa sem hefur stalkerað mig frá því ég kom hingað, og mér líkar hún ekki. Hún er allsstaðar, hvert sem ég fer, þá birtist hún brosandi og veifandi fyrir framan mig! Ég var mjög mikið þreyttur þegar ég var búinn í skólanum eftir allar spurningarnar.
Á fimmtudeginum var enginn skóli. Enn einn hátíðardagurinn sem San Luis gat fundið uppá. Ég tel hann samt alveg gildan. San Luis átti "afmæli" og fjögurhundruðogeitthvað ára. Daginn eftir að ég kom til San Luis var dagur barnanna. Ekki spurja mig afhverju, en þá safnaðist allur bærinn saman, börnin fengu gjafir frá mjög stórum upphæðum. En já, þá fór ég með Gaston í bæinn og þar var fullt fullt af fólki að fagna þessu mjög svo mikilvæga afmæli. Þarna voru hestvagnar, fólk að dansa tangó í gaucho fötum. Ég elska gaucho föt.
Ég sá líka einhverja hljómsveit sem var mjög góð. Gaurinn í henni söng mjög vel, ég hugsaði til mömmu þá. Andskotinn að ég hefði ekki getað tekið myndband af honum, þú hefðir líkað hann vel mamma!
Eftir þetta fór ég, Gaston, Paula og Sara og fengum okkur ís í Grido. Besti ís sem ég hef smakkað. Vesturbæjarís hvað!? Svo fórum við heim og ég borðaði meira. Ég er á leiðinni að joina another fat student (AFS).
Á föstudeginum var skóli frá 8 um morguninn til 8 um kvöldið með smá pásu á milli. Já, getið rétt ímyndað ykkur hversu þreyttur ég var eftir það. Skólatíminn hér í Argentínu er ekkert alveg upp á marga fiska, því miður. Við vorum búin að plana að fara út að borða með Germán, Boris og afs krökkunum hérna en Sara var að leka niður úr þreytu svo það beilaðist og við fórum heim.
Lífið hér í Argentinu er að falla svolítið í daily basis. Mjög hversdagslegt allt hérna núna. Bræður mínir og vinir þeirra finnast gaman að spila tölvuleiki svo ég er meira í tölvunni en ég ætlaði mér, en það er svosem allt í lagi. Ég á líka fullt af vinum hérna í San Luis, suma sem ég man ekki einu sinni nafnið á... haha! Það er erfitt að muna öll nöfnin hérna. Skólinn á föstudeginum var mjög skemmtilegur! Bekkjarbræður mínir eru drullu fyndnir!
Um kvöldið fór ég með Santi og Pame að taka út pening í hraðbanka og skoða bæinn. Santi er frábær gaur! Ég kann mjög vel við hann. Hann hjálpar mér mjög mikið hérna. Hann t.d. lánaði mér bók af San Luis með myndum og enskum texta. Síðan skoðaði ég handgerða hluti á einskonar útimarkaði úr steinum sem er sér argentínskir og mate könnur. Ég hlakka til að kaupa eitthvað til þess að gefa á Íslandi. Og það er líka eitt sem ég verð að kaupa mér hérna áður en ég fer, það er gaucho föt! Þau eru svöl!
Ég er líka kominn með argentínskt símanúmer hérna og það er: +549 2652-236721 bara svona ef þið viljið hringja í mig.
Á laugardeginum vaknaði ég mjög seint því ég fór mjög seint að sofa. Borðaði yndislegan bakarísmat, svo gott hérna!! Svo fór ég í skólann og beið eftir leiklistartíma. Á meðan spilaði ég volleyball. Í leiklistartímanum fórum við yfir handrit, gekk bara helvíti vel. Nú er ég heima, nýbúinn að kaupa mér kók og koma mér vel fyrir í stólnum að skrifa þetta blogg með nokkrum pásum og þar á meðal sturtupásu.
Ég er að fara út á lífið á eftir á aðalstaðinn hérna sem heitir Flay. Þetta verður ágæt nótt held ég. :)
Eigiði góðar stundir þarna á klakanum og annarsstaðar í heiminum.
Kveðja frá Argentínu.
hljómar eins og það sé svaka stuð hjá þér þarna ! öfunda þig ekkert smá ! :) vertu svo duglegur að blogga kall :)
ReplyDeletesakn
Sæunn :)
Gaman að sjá hvað allt gengur vel og rosalega ertu heppinn að maturinn smakkist vel!
ReplyDeleteHeppilegt fyrir þig að það er leiklist þarna, öfunda þig ekkert smá! það mun líka örugglega koma til með að hjálpa þér með að ná spænskunni betur.
-Kristín Helga
Skemmtilegt blogg og gjeggað að það sé leiklist þarna fyrir þig :D :D !!!! og vonandi var gaman á djamminu :D hlakka til að lesa næsta blogg !!
ReplyDeleteFrábært blogg að venju...þú ert skemmtilegur penni drengur.... ég gæti nú alveg hugsað mér að þú tækir saman argentískan matseðil og matbyggir í fjölsk. boði þegar að því kemur....
ReplyDeleteHlakka til næsta bloggs...góða skemmtun strákur....Kveðja Birna frænka
vá hvað það er gaman að lesa bloggin þín úlfar!
ReplyDeleteÞað er örugglega mjög gaman hjá þér,
og vonandi skemmtiru þér rooosa vel á djamminum :)
hlakka til að lesa næsta blogg!
-Erna Björk
Hahah .. fyndið að heyra með þessa stelpu og ennþá fyndnara að þú sért kominn með aðdáenda haha :') .. En ótrúlega skemmtilegt blogg Fjósti !! Hlakka til að lesa næsta :)
ReplyDeleteKveðja Kridd
Nettur Úlfar!
ReplyDeleteGaman að heyra frá þér Úlfar! Við bíðum spennt eftir næsta bloggi. :)
ReplyDeleteGaman að heyra að þú sért búinn að finna leiklistarnámskeið,eitthvað fyrir þig..Þú verður að koma með mynd af þér þegar þú ert búinn að fá þér gaucho föt.Líktist söngvarinn eitthvað Elvis sem þú sást syngja þarna ?ef svo er þá er ég á leiðinni til þín haha..Gaman að heyra að allt gangi vel.P.S.Gastu tekið út á Debetkortinu þínu ?
ReplyDeleteÉg hef ekki prófað debitkortið, þau virðast ekki vita hvað það er hérna.. en ég gat tekið útaf kreditkortinu mínu já :)
ReplyDeleteHljómar vel hjá þér! :D Hate to say it en þú finnur ekki betri stelpur en íslenskar haha ;]
ReplyDeleteKv. Erna jafnó :P