Þetta verður langt blogg.
Vikan eins og hún lagði sig:
Sunnudagur 28. ágúst
Vaknaði mjög seint, eða eitthvað rúmlega 2, hálf 3. Vegna þess að ég hafði komið heim klukkan rúmlega 8 um nóttina af djamminu. Fór á skemmtistaðinn Flay hérna með öllum krökkunum. Þar var fullt af fólki. Fólk reykti inni á staðnum. Dansaði villt og með neonljós. Sérstakir dansar (quarteto, cumbia, folklore og fl). Frábært kvöld.
Í hádegismat fékk ég canellones sem er einkonar pönnukökur fylltar með grænmeti og kjöti með salsasósu yfir. Mjög gott. Síðan át ég kex með dulce de leche sem er nýja dópið mitt, það er einskonar karamellusúkkulaðismjör hérna. Hættulega gott.
Síðan talaði ég við Kristínu Helgu frænku í örugglega rúman 2 og hálfan tíma á skype. Fjölskyldan mín hérna og vinir bræðra minna eru að fýla hana mjög. Muahah.
Klukkan 9 fór ég út að borða á pizzustað með Santi og vinum hans. Einn þeirra var í UBA (Universidad de Buenos Aires) og kunni góða ensku. Mér finnst alltaf jafn gaman að geta loksins tjáð mig á auðveldan hátt hérna, þó það sé kannski ekki gott fyrir mig að tala ensku hér. Það var mjög gaman að tala við þá. Ég hef samt ekki farið í neinn spænskutíma hérna. :)
Eftir þetta fór ég mjög seint að sofa.
Mánudagurinn 29. ágúst
Þessi dagur var rosalega venjulegur hérna, hafði lítið að gera. Fór í skólann, bjó til plan af húsinu mínu á Íslandi. Ég mun koma heim sem arkitektúr. Vú hú! Þetta er samt ekkert fyrir mig, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En svo fórum við heim fyrr því pabbi eins kennarans hafði nýlega látist. Það er eitt hérna sem ég er orðinn ástfanginn af, það er smákaka með dulce de leche inní, það er svo gott!
Síðan fórum við heim og þau keyptu heit brauð, sjúklega góð og við átum þau með dulce de leche líka. Eftir það fóru þær og kvöldið var mjög rólegt. Bara heima í tjilli, horft á sjónvarpið og hangið í tölvunni.
Þriðjudagurinn 30. ágúst
Vaknaði frekar snemma við vini bræðra minna inni í herberginu. Reyndi að sofa aðeins meira. Fór framúr og fékk skólatölvuna í hendurnar. Þessi dagur var mjög venjulegur í skólanum, ég fór í fyrsta spænskutímann minn þar sem var verið að kenna okkur allt það venjulega eins og vikudagana, mánuðina, árstíðirnar, persónufornöfn, ábendingarfornöfn og þannig stuff. Ég og Sara löbbuðum svo í fyrsta skiptið ein heim úr skólanum. Það er rúmlega 20 mínútna labb héðan, ekkert sérstaklega erfitt svosem. Síðan fengum við fórum við í Grido ísbúðina sem er frekar nálægt húsinu mínu, í göngufæri. Þessi ís (3 kúlur af allskonar brögðum í vöffluformi og í gourm súkkulaðidýfu) kostaði 8 pesóa eða rúmlega 1,50-2 dollara. Mjög ódýrt! Síðan fórum við heim, drukkum kók og skoðuðum húsið hennar Söru og hverfið í heild sinni í Google maps.
Kvöldin hérna eru vanalega mjög róleg, sérstaklega á virkum dögum. Ekkert mikið að gera. Ég verð samt að fara að gera eitthvað í því.
Miðvikudagur 31. ágúst
Vaknaði rúmlega eitt leytið, fékk pasta con hamburgesa í hádegismat. Rosa gott. Síðan fór ég í skólann að gera ekki neitt. Ég reyndar undirbjó powerpoint sýninguna mína um Ísland fyrir bekkinn. Kennarinn minn vill að ég búi til eitthvað svaka show fyrir bekkinn og komi þeim super mikið á óvart, með myndum, lögum og öðrum klikkuðum effect-um. Ég tel mig ágætlega skapandi manneskju, en ég veit ekki alveg hvað hún ætlast til af mér konan. Hún er samt voða fín, hún má eiga það.
ATH. allar uppástungur eru vel þegnar takk!
Síðan um 7-8 leytið gekk ég heim á leið með bekkjarfélögum mínum, þeir eru alveg mjög fínir. Verst að ég get ekki farið einn með þeim að ráfa um bæinn. Verð að bíða smá með það. Ég væri alveg til í að fara eitthvert aðeins meira og gera eitthvað. Um kvöldið var ég bara inni að tjilla eins og flest önnur kvöld.
Veðrið hér er alltaf að verða betra og betra og er byrjað að spá 28 stiga hita núna þessa dagana og sól. Ég kvarta ekki, þetta er rosa fínt. Það er ekki einu sinni komið sumar.
Fimmtudagur 1. september
Í dag átti að vera langur skóladagur, og þá meina ég frá 8 um morguninn til 8 um kvöldið. Já, það er fáránlegt! Ég vaknaði semsagt klukkan rúmlega 7 leytið, reif mig framúr og klæddi mig. Tók colectivo í skólann, það er einskonar strætisvagn sem kemur bara þegar honum hentar, það eru engin strætóskýli hér né neitt, fólk veit bara einhvernveginn hvar hann kemur. Spes. Alltaf í þessum vögnum bíð ég eftir að lenda í bílslysi. Það er erfitt að finna góðan bílstjóra hér, allir keyra eins og bandítar. Hér eru heldur fá umferðarljós og bílarnir fara bara áfram þegar þeir eiga tök á. Það er líka eins gott að labba ekki út á götu þegar bíll er á leiðinni, það er ekki séns að hann muni stoppa fyrir manni. Umferðin hérna er vægast sagt hættuleg. Í skólanum fór ég í íþróttir í fyrsta tíma, í blak og þrek. Fín byrjun á deginum svosem. Eftir það fór ég í fleiri tilgangslausa tíma þar sem ég gerði ekkert. Um 11 leytið fórum við, Sara, Gaston og Paula heim í siestunni. Ég og Sara keyptum okkur dulce de leche kökur og kók (surprise), við erum hooked á því núna. Konan í sjoppunni er tilbúin með þetta combo þegar hún sér okkur þarna, svo slæmt er þetta orðið!
Ég pæli oft í því hvernig ég verð þegar ég kem heim. Ég hló líka þegar ég hugsaði hvernig “before and after” myndirnar yrðu eftir Argentínu. Þótt þetta sé ekkert fyndið lengur – þetta er orðið grafalvarlegt mál! Ég geri ekkert annað en að éta hér. Við pældum í því að beila á skólanum eftir siestuna og fara niðrí bæ, en saklausu skiptinemarnir vildu ekki lenda í vandræðum svona fyrstu dagana – svo við fórum í skólann. Leim, ég veit! Þá byrjuðu fleiri tilgangslausir tímar. Síðan ákváðum við að beila á síðustu tímana og fara um hálf 5 leytið heim. Það var fínt. Þegar við komum heim lögðum við Sara okkur og fórum svo og fengum okkur enn og aftur góða ódýra ísinn hérna nálægt.
Stundum væri ég til í að geta lært á allt hérna til þess að geta farið einn og hjálparlaus og skoðað San Luis. Mig langar að geta gert eitthvað hérna án þess að þurfa alltaf að vera með einhverjum sem vísar mér leiðir. En svona er þetta, ég hef nú bara verið hérna í 2 vikur.
Ég horfi ekki mikið á sjónvarpið hérna, aðeins útaf þeirri ástæðu að það er bara sjúklega hallærislegt. Hið allra eðlilegasta sjónvarpsefni hérna í Argentínu er hommar í leðurbúning að dansa súludans, fáklæddar gellur að halda á skilti (já, það er fjölskylduefni) eða einfaldlega enskar myndir með spænsku tali yfir. Ég horfði t.d. á Legally Blonde á spænsku. Það var funny.
Föstudagur 2. september
Vaknaði um 12 leytið og talaði við Matias, bekkjarbróðir minn. Hann sagði að bekkurinn minn færi ekki í skólann útaf einhverju lokaverkefni sem þeir eru að fara að gera og þeir ætluðu allir að beila, skildist mér. Frekar spilltur bekkur, en það er allt í lagi. Ég var mjög ánægður með það að sleppa skóla á föstudegi, frekar næs! Ég var búinn að plana að hitta vin minn Germán og vinkonu hans á La Plaza... var svo spenntur! En þá fékk ég sms frá Gaston (bróður mínum) um að ég ætti spænskutíma kl 15:20 þannig ég þyrfti að koma í skólann. Sælan farin.
Þannig Joni (hinn bróðir minn) skutlaði mér í skólann á mótorhjólinu sínu, alveg fínt. Hann keyrði samt fáránlega hratt og ég var við það að fleygja mér af hjólinu á miðri ferð, svo hræddur var ég.
Í spænskutíma lærði ég frekar einfalda hluti eins og kveðjur og þannig stuff. Síðan fékk ég loksins að vita svona mas o menos hvaða tíma ég fer í í vikunni. Þetta er allt frekar óskipulagt hérna og ég er ekki að fýla það. Skólinn hér er ekki eins áhugaverður og ég hélt hann væri. En allt í lagi svosem. Eftir spænskutímann þurftum við Sara að bíða eftir Paulu og Gaston í rúmlega 2 og hálfan tíma. Ekkert mál, nema okkur leiddist bara fuck mikið. Þá loks, rúmlega 8 leytið fórum við heim. Hefði viljað hitta vini í kvöld en ekkert varð úr því. Bókað á morgun!
Þetta kvöld varð mjög hættulegt slys fyrir utan gluggann minn. Mótorhjól og bíll klesstust á. Slæmt! En ég má alveg fara að venjast því hérna því það er bara daglegt brauð hér. Eins og ég hef sagt áður, þá er enginn sem virðir umferðarlög hér og öllum er skítsama um allt og alla nema sjálfa sig.
Laugardagur 3. september
Ég elska laugardaga hérna í Argentínu! Þessi laugardagur var sá besti hingað til.
Ég semsagt vaknaði við að Jeremias, sonur systur minnar hérna kom í heimsókn. Hann kemur mjög oft og gistir eina, tvær nætur hér. Þetta er alveg það krúttlegasta barn sem ég hef séð. En hann á þessum aldri að hann þarf að spyrja ótrúlega margar spurningar. Svo mikið af pælingum.
Ég hef valið mér mitt uppáhalds hérna og það er “pollo milanesa” og er mílanenskur kjúklingur með salsa ofan á. Það besta sem ég veit... fyrir utan asado!
Síðan eftir matinn fór ég í sturtu og gerði mig til því ég var að fara í leigubíl til vinar míns, Germán. Hann býr í öðru hverfi, ekki svo langt frá hverfinu mínu. Hann býr í rosa fallegu húsi og þau eru meiri segja að byggja við það. Við fórum síðan inn í bílinn hans (flottasti bíll sem ég hef farið inn í í Argentínu). Þau meiri segja spenntu beltinn, sem þekkist varla hér í þessu landi. Leigubílar bjóða ekki einu sinni upp á sætisbelti. Svo slæmt er þetta.
Fyrst fórum við og fjölskyldan hans sýndi mér sveitina í San Luis, sem er ótrúlega falleg. Hann sýndi mér staðinn þar sem fólk fer oft á sumrin til þess að kæla sig því það verður mjög heitt hérna. Germán sýndi mér fullt af fleiri áhugaverðum stöðum hérna, eins og lögregluskólann, dýrasta hótelið í San Luis, ótrúlega falleg landslög. Á leiðinni sáum við allt í einu eld útum allt, það var kviknað í og þarna voru heilu viðarhúsin að brenna til kalda kola. Við sáum greyið húsbóndann að reyna að slökkva eldinn með trjágreinum. Það var ótrúlega skrýtin og sorgleg upplifun. En slökkviliðið kom síðan eftir að eldurinn var búinn að breiðast mjög hratt út.
Eftir þetta skutluðu foreldrar hans okkur í bæinn. Við kíktum í búðir og ég keypti mér inniskó, loksins! Get ekki vanist því að vera alltaf í Converse skónnum mínum inni í húsinu. Síðan fórum við á eitthvað mjög kósý kaffihús þar sem við töluðum saman um allt og fengum okkur croissants og cappuccino. Eftir það röltuðum við bara um bæinn og það var mjög þæginlegt og róandi. Við sáum kaþólskt brúðkaup og máttum fara inn í kirkjuna á meðan giftingunni stóð. Þetta var rosa fallegt. Ég er að pæla í að taka upp kaþólska trú, hún er svo heillandi!
Eftir þetta komu foreldrar hans og sóttu okkur.
Ég fór með honum og fjölskyldunni hans í búð að kaupa í matinn. Þar mátti ég velja áfengið með matnum, melónuvodka og pina colada varð fyrir valinu. Hér í Argentínu er það í menningunni að drekka 1-2 glös af áfengi með fínum mat. Áfengið hérna kostar líka ekki neitt neitt og það er sjúklega gott. Eftir að hafa keypt allt í matinn fórum við aftur heim til hans og hann sýndi mér fullt af myndum af öllu það sem fjölskyldan hans hefur gert saman. Án gríns, þá hefur hann farið til næstum allra fylkjanna hérna í Argentínu. Argentína er svo yndislega fallegt land. Ég veit að ég á ekki eftir að geta ferðast um alla Argentínu á einu ári, en það er pottþétt planið að koma hingað aftur og skoða alla náttúrufegurðina. Argentína hefur allt! Hún hefur regnskógana, ströndina, fjöllin, snjóinn, vötnin... allt!
Fjölskyldan fer oft til San Juan sem er mun stærra fylki ekki svo langt frá San Luis. Þar búa amma Germáns og annað frændfólk. Þau buðu mér að koma með þeim í sumar. Hversu yndislegt!!
Maturinn þeirra var ótrúlega góður, asado er það besta sem ég fæ hérna. Argentískt nautakjöt. Síðan var skálað fyrir komu minni til Argentínu, og boðið mér velkominn. Eftir matinn fórum við og spiluðum Wii og hlustuðum á góða tónlist. Pabbi hans var mjög áhugaverður um Ísland og íslenskan kúltúr. Spurði mig mjög mikið um t.d. íslenskar erfðir, mikið af spurningum sem ég átti erfitt með að svara, en ég gerði mitt besta. Ég sýndi honum allt það helsta sem Ísland hefur upp á að bjóða og þeim fannst það ótrúlega flott. Klukkan rúmlega eitt – hálf tvö skutluðu þau mér heim. Ég átti frábært kvöld með þeim, svo gaman að eignast svona frábæran vin og kynnast þessari yndislegu fjölskyldu. Ég elska Argentínu.
P.S. Það gæti verið að ég sé að fara til Mar Del Plata með skólanum mínum í sumarfri (Mar Del Plata er talinn sólstrandarbær Argentínu og fólk fer þangað í sumarfríunum sínum). Ég mun ekki hata það.
P.S. Það eru fullt af artistum að koma að spila hérna og ég verð að fara á eina tónleika. Artistar á borð við The Strokes, Aerosmith, Katy Perry, Britney Spears, Lady Gaga og fullt fleiri.
P.S. Ég vil comment!
Gaman að sjá að þér líður vel, Það er fyrir öllu kv afbrýðisami gaurinn heheh þú ert flottastur. - Kristmundur
ReplyDeleteÉg las þetta allt !! .. En gaman að heyra að þú sért að skemmta þér úti .. slepptu þessu motorhjóla veseni fjósti .. stórhættulegt!! hah :)
ReplyDeleteKv.Kría
Ég öfunda þig !! Njóttu tímans vel og vertu duglegur að tala spænsku... og halda áfram að blogga
ReplyDeleteKveðja Anna
SKEMMTILEGT BLGOG & frábært að sjá að þú sért að hafa það gaman þarna!! :D
ReplyDeletesammála kristínu með mótorhjólið hahah !
Lady Gaga :O
ReplyDeleteééég öfunda þig!!
haltu áfram að njóta þín í botn
- Erna
Flott bloggið hjá þér Úlfar minn, þú ert góður penni. Hafðu það gott:)
ReplyDeleteknús til þín
Frábært að lesa þetta hjá þér....og ég er ekkert smá abbý vegna Steven Tylor.... haltu svona áfram og færðu svo annað sumar...þegar haustar hér.....
ReplyDeleteBestu kveðjur
Bid frænka
ég var búin að plana ehv svaka komment á meðan ég var að lesa en um leið og ég var búin að lesa þá gleymdi ég því...
ReplyDeleteþannig ég segi bara öfund og njóttu þess að vera þarna :) hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim rúllandi inn í skólann :)
-Sæunn :)
Voðalega er ég sátt hversu duglegur þú ert að blogga ! Allavegana skemmtu þér þarna úti kall og ég sakna þín !!
ReplyDelete-begga
ÉG LAS ALLT BLOGGIÐ og er íllt í augunum eftir það ennnnn það lætur manni líða vel að þér líður vel :D og gaman að það sé tekið vel á móti þér :D njóttu þin þarna kjellin minn ... okey skan boooj
ReplyDeleteFrábært að heyra frá þér Úlfar og gott hvað þú ert að fíla þetta vel. Ég átti reyndar ekki von á öðru.
ReplyDeleteMelónuvodka með matnum!? Þegar fólk talar um "wine" er það yfirleitt að tala um léttvín, þ.e. hvítvín og rauðvín. Ertu viss um að þau hafi meint vodka þegar þau báðu til að kaupa eitthvað að drekka með matnum? :o)
Haltu áfram að gera góða hluti og vera áhugasamur um það sem þú ert að upplifa..!
Kveðja,
Siggi Úlfars.
Hahahah það var svona meira eftir matinn. Við drukkum hvítt og rautt með matnum. Síðan kom pabbinn með eitthvað fáránlega sterkt, líkt og Campari, bara sterkara. Ógeð!
ReplyDeleteskemmtu þér ofur vel og þú ferð á Lady Gaga tónleikana gengur ekkert annað. og svo má alveg fara gera þessi blogg stutt og góð svo ég sé ekki að lesa jafn lengi og þegar ég les þjóðhagfræði. annars skemmtu þér ofur vel og drefðu hugmyndafræði jafningjafræðslunar um alla Argentínu.
ReplyDeleteKv. Natan HBFF
YNDISLEGT! Vá, verður að ná myndum af þessari fallegu Argentínu. Langar svo að fara þangað eftir að hafa lesið um náttúrufegurðina og allt!:-) Gott að þú gast nú loksins skoðað þig um með vini þínum, eins gott að hann sé góður vinur! -þá er hann í lagi :) SÆTISÆTI ÚLFAR! Ef þú ert að fara sjá Britney Spears eða HVAÐA ARTIST ÞARNA SEM ER? Þá LÆTURU MIG STRAX VITA! og sendir myndir fyrir MIG!:* djöfulsins öfund hérna :) sakna þín nú svolítíð alltof mikið :-(
ReplyDeleteÖMURLEGT að hafa þig ekki, veit ekki hversu oft ég segi í leiklist "æjiii hvar er úlfaaaar :("! En ég meina.. eftir ár þá kemur þú hjemmee og við skoðum BRITISH SCHOOL LEIKLISTINAAA :-):*
skemmtu þer sem allra best og ég vil fá skypespjall soon! Sakna þín rosa rosa mikið en veit að þú kemur aftur eftir ár og að þú skemmtir þér þarna eendalaust vel! :D
PS. OG skítt með að þú komir nokkrum kílóum of þungur heim! þú ert alltaf SAMI Úlfar minn fyrir því :)