Monday, December 26, 2011

Jólin í Argentínu

Þorláksmessan hefur mér alltaf fundist svo yndislega notarlegur dagur. Þá eru flestir búnir að skipuleggja jólin og seinasta “level-ið” í gjafainnkaupum af lokið. Fnykurinn af kæstu skötunni, sem að mér hefur hreinlega boðið við og kúgast yfir, finnst mér núna svo ótrúlega ómissandi vegna þess að það er hluti af hinum fullkomnu íslenskum jólum. Ég er svo sannarlega að kunna að meta Ísland alltaf betur og betur með hverjum deginum sem líður. Mér var sagt að maður gerði sér grein fyrir því þegar maður kæmi heim, en ég er meðvitaður um það hvað þessi reynsla er að gera fyrir mig á meðan hún stendur yfir. Þess vegna reyni ég alltaf að snúa neikvæðum hugsunum yfir í þær jákvæðu alltaf þegar þær vilja poppa upp. Hugsa um hversu heppinn ég er að fá að upplifa jól í öðru landi, á mínum eigin vegum.


Við fjölskyldan á leið í messu


Á Þorláksmessumorgni fór ég einn í bæinn til þess að kaupa jólagjöf fyrir hostmömmu. Ég hafði áður, fyrir nokkrum dögum, farið í bæinn með henni og lúmskast við að fylgjast með því hvað henni fannst flott og lagt það síðan á minnið. Þess vegna fór ég í hennar uppáhaldsbúð og keypti tösku sem henni fannst mjög flott, í hennar uppáhaldslit, túrkísbláum. Ég fór svo í sjoppu í bænum og bað um inneign á símann minn og afgreiðslustúlkan þykist gera eitthvað í því, ég borga og labba sáttur út. Síðan beið ég eftir skilaboðinu sem á alltaf að koma þegar áfyllingin hefur komist til skila, en ekkert kom. Þannig Úlli litli labbar aftur í sömu sjoppuna og lætur stúlkuna heyra það, að hann láti ekki bjóða sér upp á svona og vilji fá inneignina sína sem hann borgaði fyrir. Staðreyndin er nefnilega sú, að Argentínubúar geta verið svolítið falskir og ótraustir þegar kemur að útlendingum.

Ég sagði ykkur í seinasta bloggi að ég muni eyða jólunum og áramótunum í San Juan hjá ömmu og afa eins og hefðin er á jólunum. Það breyttist síðan fljótt eftir bloggið þegar hostpabbi lenti í árekstri á bílnum og þurfti hann að fara í viðgerð. Þess vegna þurftum við að eyða jólunum hér í San Luis. Það er allt í lagi með pabbann samt, no worries.
Við erum þó með aðra pínulitla og eldgamla druslu sem fellur vel inn í argentíska bílamenningu (hér sjást engir fínir Range Roverar á götunni neitt eins og á Íslandi). Málið er samt að ég er svolítið hræddur í þessum bíl, þar sem ekki er boðið upp á bílbelti. Ég treysti engum í umferðinni hérna. Það er eins og að vera í rússíbana án öryggisbúnað að fara í eina strætóferð hérna, maður verður bara að halda sér fast í það sem er næst manni og vona að maður komist heill á leiðarenda.

Ég datt svo í spjall við hostmúttu og hún sagði mér að hún vilji helst ekki gefa neinar jólagjafir, en gefi samt vegna þess að hún vilji heldur ekki að börnin hennar séu þau einu sem ekki fá gjöf. Venjan er nefnilega sú að gjafir eru vanalega ekkert alltaf gefnar, en ef svo er þá erum við ekki að tala um flatskjá, snertiskjásíma, nýjasta iPadinn, tvöhundruðþúsund krónna gjafabréf eða Ameríkuferð í 2 vikur eins og margur Íslendingurinn er vanur.

Á aðfangadagsmorgni byrjaði ég daginn á því að búa til þetta frábærlega vel heppnaða ávaxtabland sem vakti mikla lukku. Það innihélt epli, appelsínur, kiwi, perur, durazno(ferskjur), banana og kirsuber. Ensalada de frutas (ávaxtasalat) er ómissandi partur af argentínskum jólum hjá hverri einustu fjölskyldu, eins ferskt og það nú er í þessum steikjandi hita. Síðan baslaðist pabbi við að troða fyllingu í kalkúninn og henti honum svo í ofninn. Fyrst átti ég að fá fisk í jólamatinn... FISK...er það nú jólamatur! En þau sáu síðan kalkún á tilboði og ákváðu að taka af skarið og prófa þannig einu sinni... mér til mikillar ánægju. Mamma bjó til rúmlega 200 kaldar samlokur með majónes, skinku, osti, grænmeti og fleiru. Samlokur hérna eru oftast með þreföldu brauði. Ég hef ekki enn þá komist að þeirri leynikenningu hvernig Argentínubúar geta étið stanslaust án þess að fitna. Fyrir jólamatinn fórum við í messu í kapellu sem var á annarri hæð á spítalanum hér í San Luis. Af hverju fórum við þangað? Ég veit það ekki.
Kaþólskar messur eru alveg not my cup of tea.

Hér er dágóður listi yfir það sem að borðað og drukkið var á aðfangadagskvöldi: turron, hnetur, pan dulce, ávaxtasalat, samlokur, súkkulaðirúlluterta, kókoskökur með dulce de leche inn í, fylltur kalkúnn, fylltur kjúklingur, bjór, kampavín, hvítvín, eplacider svo eitthvað sé nefnt.
Kalkúninn borðuðum við svo kaldann, því að á þeim máta er alltaf borðað jólasteikina hér, af sökum hitans.

Við matarborðið


Eftir matinn fórum við út og fleygðum nokkrum ragettum, eitthvað líkt kínverja og froska en samt mun minna. Hér er alveg jafn mikið sprengt upp flugelda á jólunum eins og á áramótum. En í San Luis er mjög lítið sprengt. Einnig vorum við með þessar blöðrur sem að kveiktar eru að innan og látnar fjúka upp í himininn. Þið sem lásuð viðtalið við mig á mbl.is (sjá hér) vitið hvað ég er að tala um. Nema það að ég kveikti ekki bara á þráðinum innan í, heldur kveikti ég bara í helvítis blöðrunni, þannig mín náði ekki að fjúka upp í loft en fuðraði upp í staðinn og myndaði bál á túninu fyrir utan húsið mitt. Vel gert maaar... gengur bara betur næst!


Þegar ég var búinn að fail-a nóg fórum við til frændfólk þeirra í smá heimsókn þar sem ég drakk eplacider og hlustaði á einn fellann spila á píanó. Ég var orðinn vel þreyttur þegar við snerum síðan heim á leið og ég fékk minn svefn þangað til klukkan 2 um jóladagsmorgun. Þennan dag gerði ég nákvæmlega ekki neitt.
Þannig ég skálaði við sjálfan mig og drakk allt freyðivínið sem til var. Djók.

Ég fer snemma í næstu viku til San Juan og eyði þar áramótunum í faðmi fjölskyldunnar. Í San Juan eru mun fleiri flugeldar, og að vonum meiri stemning - enda stórborg. Þar er hinsvegar mun heitara og rakara loft, sjáum til hvernig ég tækla það. Ég mun síðan koma til með að blogga um áramótin þegar ég kem heim til San Luis.



Þangað til, hafiði það yndislegt yfir hátíðarnar.
Með jólakveðju,
Úlfar Viktor


PS. ÉG VIL COMMENT

11 comments:

  1. Þín var sárt saknað í jólaboðinu á Skúlagötunni í gær :) ...en engar áhyggjur ég borðaði þinn skammt líka ! ..muwahahaha... ;)

    Gaman að lesa bloggið þitt - frábært að geta fylgst svona með, ...og maður lærir eitthvað nýtt í leiðinni :)

    Knús,
    Sunna.

    ReplyDelete
  2. Hahaha þú ert snillingur !! .. En jólin hérna heima eru mjöög skrítin án þín :/ .. En hlakka til næstu jól (nema pétur er að reyna að fá ma og pa til útlanda þá) hahah :)

    Kv. Kristín

    ReplyDelete
  3. Alltaf skemmtileg lesning Úlli minn...þetta er greinlega ekki alveg eins og hér....og átt þú nú sennilega eftir að rifja þetta allt upp á næstu jólum hér heima.....Bið að heilsa og hafðu það gott...Besta frænka

    ReplyDelete
  4. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Úlli minn :)

    ReplyDelete
  5. Gaman að fá að fylgjast með jólunum þínum í Argentínu frændi. Vona að þú hafir það gott um áramótin, mér á eftir að sakna að geta ekki komið í heimsókn í grafarvoginn til að horfa á skautið og labba upp á hólinn..
    -Kristín Helga

    ReplyDelete
  6. æðislega skemmtilegt blogg!
    lov from icela
    < 3

    ReplyDelete
  7. læk á þetta úlli ! :)

    -Sæjapæja

    ReplyDelete
  8. hey hey þetta er samaskyrta og þú varst í 2009 á borgarstjórnarfundinum vááá hvað þú ert ekkert búinn að stækka.

    Mér finnst ávaxtasalöt ekki góð því ávextir eru vondir á bragðið hérna á Íslandi og líka í DK og Frakklandi veit ekki með Argentínu hef ekki smakkað þar en held það sama gildi alstaðar í heiminum.

    skemmtu þér mjög vel og mundu að messur eru töff.

    kv.Natan Kolbeinsson
    Formaður Hallveigar UJR (ég elska að vera með titil við nafnið mitt)

    p.s. ég get ekki ákveðið mig hvort gaurinn á móti þér sé heitur eða ekki, erfitt líf.

    ReplyDelete
  9. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt.

    ReplyDelete
  10. HAHAHA NATAN!!!

    en hvaa, bara blogg með reglulegu millibili, líst vel á það! :D
    alltaf gaman að heyra frá þér og hvernig siðirnir eru úti!
    heyrumst, xx
    -Bára

    ReplyDelete

Ég yrði rosa glaður ef þú myndir commenta!