Frá Íslandi til Argentínu
Úlfar í Argentínu sem skiptinemi á vegum AFS
Sunday, July 29, 2012
Seinustu dagarnir í Argentínu og heimkoman til Íslands
Ég er ekki með þessa bloggþörf eins og í byrjun enda hafa liðið 2 og hálfur mánuður núna síðan ég bloggaði seinast. Mér fannst ég endilega þurfa að búa til eitt svona lokablogg, en annars er ég kominn heim til Íslands. Þann 15. júlí var síðasti dagurinn minn í San Luis. Ég var ennþá að pakka ofan í tösku og það á seinustu mínútu. Mig langaði ekkert að fara. Ég var eiginlega ekki í góðri meðvitund um það að ég væri í alvörunni að fara eftir allan þennan tíma. Mér leið smá eins og ég væri að fara í smá ferðalag og ég kæmi bara aftur eftir viku. En nei.
Það kom að því, þau skutluðu mér upp á rútustöðina og þar var fáránlega mikið af fólki sem biðu eftir okkur skiptinemunum til að kveðja okkur. Margir grétu. Ég faðmaði besta vin minn og hann gaf mér trefilinn sinn sem er úr litum Bancouver (promocion-ið mitt í skólanum). Ég grét. Hágrét. Ég var eins og lítið barn með ekka. Ég kvaddi fjölskylduna mína og þau grétu öll og ég með þeim, þetta var skrýtin stund. Ég var alveg búinn að ákveða það að ég myndi ekki grenja þegar ég færi. Ég kom hingað brosandi og ég fer með fullt af frábærum minningum, fjölskyldu og mörgum vinum ríkari burt. Ég ætlaði að fara með bros á vör. En ég gat það ekki. Rútan var alveg að fara og ég var ennþá að faðma alla bekkjarfélaga mína. Ég gaf Pablo, vini mínum úr bekknum, hvítu solid peysuna mína sem honum fannst svo flott. Hann var sáttur með það. Ég var nánast dreginn inn í rútuna því hún var í alvörunni að fara af stað. Ég var síðan kominn inn í rútuna, svo fannst mér að ég væri ekki búinn að kveðja nóg. Svo ég ákvað að fara aftur inn í rútuna, þá var öskrað á mig að ég mætti ekki fara út aftur. Allir fyrir utan hlógu.
Ég steig upp í rútu með grátbólgin augu með Söru mér við hlið, mögulega í verra ástandi. Við föðmuðum hvort annað í rútunni. Sara var alltaf til staðar fyrir mig og ég var alltaf til staðar fyrir hana. Ég þakka Guði fyrir það að ég kynntist henni. Við hlustuðum á argentíska cumbiu og reggaeton á leiðinni og sváfum eins og ungabörn. Eftir 12 tíma vorum við komin að rútustöðinni í Buenos Aires. Við fórum inn og hittum aðra skiptinema, það var þrungið loft þarna inni. Allir skiptinemarnir saman komnir, nýbúnir að kveðja alla. Allir voru í rusli. Það var samt þæginlegt að hitta þau öll aftur.
Ég þurfti að kveðja Söru þarna, þar brustum við í grát aftur en ég veit samt að ég mun pottþétt koma til með að hitta hana aftur svo þetta var léttara en ég hélt. Ég sakna hennar samt á hverjum degi. Hún fór á annað campament heldur en ég með hinum ítölunum og öðrum þjóðverjum.
Ég hitti svo alla íslendingana, og sem betur fer vorum við saman í campamenti. Við töluðum saman á spænsku fyrstu dagana, það var skrýtið að tala íslensku allt í einu - það var eiginlega frekar erfitt. Síðan byrjuðum við smátt og smátt að tala íslenskuna bráðum.
Á þessu campamenti vildi ég alls ekki vera. Mér leið hálfföstum inni á milli tveggja heima. Nýbúinn að kveðja San Luis, á leið til Íslands. Mig langaði annað hvort að vera bara hjá mínu fólki í San Luis eða þá bara fara beint til Íslands. Þetta lokacamp hjálpaði mér ekki neitt og var eiginlega bara alveg tilgangslaust. Við fórum samt í eitthvað "city tour" um Buenos Aires sem var ágætt.
Loksins rann upp lokadagurinn og okkur var skutlað upp á flugvöll. Við Íslendingarnir vorum eina þjóðin sem allir voru með tvær stútfullar töskur af farangri. Við máttum hafa 23kgx2 og margir voru í mikilli yfirvigt. Við lentum samt hjá konu sem að hjálpaði okkur og var mjög kammó og næs og hleypti öllum töskunum inn án gjalds. Síðan kom upp fyrsta vesenið. AFS hafði klikkað eitthvað með að samþykkja flugið og við vorum ekki skráð inn í þessi flug. Að sjálfsögðu. Ekki bjóst ég við að þetta myndi verða áfallalaust ferðalag. Ég var samt mjög rólegur og notaði íslenska mjög svo notaða orðháttinn ,,Þetta reddast!".
Sem það gerði. Þetta reddaðist á endanum og við fórum sátt inn í flugvélina á leið til Atlanta, pakksödd eftir að hafa slátrað í okkur McDonalds á methraða. Með okkur í flugi kom fimmþúsund manna her þ.e. litlar 15 ára stelpur að fara í ferð til Disney lands. Þetta umkringdi mig með tísti og skrækjum alla þessa tólf tíma. Mig langaði að deyja. En samt bara fyndið þegar ég lít til baka.
Þetta leið samt óvenjuhratt þetta flug, ég svaf líka með headphone á mér allan tímann. Bjóst við því að vera útkrotaður í framan, svona "surprise" hjá þessum píum. En nei, ég slapp með það. Á Atlanta flugvellinum þurftum við að bíða í langri röð til þess að fara í check-inið, og svo loksins þegar við náðum því þurftum við bókstaflega að hlaupa með farangurinn í næsta færiband og þaðan í tollinn og koma okkur svo inn í flugvél. Við máttum engan tíma missa, enda fengum við 1 og hálfan tíma á þessum flugvelli. Sem er enginn tími, miðað við það hversu mikinn tíma fer í bið og raðir. Síðan tók við flug frá Atlanta til New York og það var frekar lengi að líða, þótt það var bara rúmlega 2-3 tímar. Ég var ennþá að tala spænskuna við flugfreyjurnar sem skildu auðvitað ekki orð í spænsku. Í New York áttum við nægan tíma eftir að hafa farið í gegnum strangan toll sem að gekk þó eins og í sögu. Við fengum okkur McDonalds og ég fékk mér minn langþráða caramel frappuccino á Starbucks og súkkulaðimuffins. Síðan tók við flugið frá New York til Íslands! Rúmlega 6 tíma flug. Í þeirri flugvél fengum við íslenskt vatn og skyr. Við vorum hæstánægð með það. Allt íslenskt var eins og gull í okkar augum núna.
Íslenski tollurinn og allt það gekk náttúrlega bara drulluauðveldlega eins og alltaf. Eftir allt þetta vesenisbrölt í Ameríku var þetta varla tollur á Íslandi. Við vorum smá að drífa okkur að hitta fjölskyldurnar okkar sem biðu við hliðið. Fyrst fórum við smá í fríhöfnina að kaupa eitthvað gúmmelaði. Við kvöddumst svo áður en við hittum fjölskyldurnar, og "semiskáluðum" fyrir að hafa lifað af þetta ár og komið sterkari til baka. Við föðmuðumst. Það var komið að því. Stóra stundin var runnin upp. Þegar við komum út var okkur fagnað innilega og þar beið mín mamma, pabbi, Tóta og Rakel. Ég knúsaði þau vel og svo fórum við í bílinn. Þetta var skrýtin tilfinning. Ég var actually á Íslandi. Mér leið eins og að ég hafi haldið til Argentínu og kvatt þau "í gær". Þessi tími leið fáránlega hratt. Og til aðra skiptinema sem er að fara út, plís, njótið þess að vera þarna og geriði allt sem ykkur langar til að gera. Því þessi tími líður hraðar en vindurinn. Þið takið eftir því þegar þið eruð komin heim aftur hversu fljótt þetta leið.
Þegar ég kom heim til mín beið Perla litla eftir mér og ég knúsaði hana. Ég fór svo upp í herbergið mitt því að þar var afmælisjólagjöfin mín. Ég opnaði hurðina og fékk öskur í andlitið. Mér dauðbrá. Þar beið mín Alexa, Bára og Begga. Ég knúsaði þær. Í herberginu beið mín risastórt og þæginlegt nýtt rúm. Herbergið mitt var breytt með römmum og fullt af myndum af vinum mínum í Argentínu og fl. Ótrúlega flott herbergið mitt núna.
Við borðuðum mexíkóska kjúklingasúpu saman með doritos og osti, sem ég elska. Svo var kaka í eftirrétt sem að þau voru búin að baka fyrir mig.
Ég sakna Argentínu en er samt feginn að vera kominn heim. Hlakka til að byrja aftur í skólanum. Markmið mitt er að heimsækja Argentínu eða jafnvel flytja þangað eftir skólann.
Þetta var besta ár lífs míns og ég mun aldrei sjá eftir þessu. Ég er svo miklu ríkari eftir þetta. Ég kann spænskuna mjög vel, ég á tvær fjölskyldur, vini allsstaðar að í heiminum. Þótt að ég líti út auðvitað alveg eins þá veit ég að ég hef þroskast mikið af þessari reynslu, ég er sterkari manneskja fyrir vikið og ég tek ekki öllu sem sjálfsögðum hlut eins og ég hálfgerði áður en ég fór út.
Núna veit ég hvað raunveruleikinn býður upp á, ég hef séð það með eigin augum.
Ég lít björtum augum á framtíð mína.
Núna veit ég hvað ég vil.
Lífið er fallegt.
Kveðja..... frá Íslandi,
Úlfar Viktor
Tuesday, May 15, 2012
Allt er brátt á enda - og það særir og gleður á sama tíma
Sæl... og já, ég er á lífi.
Ég biðst innilegrar afsökunar til allra þeirra sem eru orðin illa vonsvikin á bloggleysi mínu. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu miklar kröfur væru gerðar til manns áður en ég fór út að búa til blogg. En þær eru nú þó miklar. Ég var að fá nokkuð hundruð innlit á dag þegar ég actually bloggaði. Nú hef ég verið í bloggpásu í 2 og hálfan mánuð. Sem er þó nokkur slatti. Ég er ekki með neina dagbók eins og fyrst þegar ég ætlaði að vera fáránlega duglegur að láta ykkur vita hvað ég er að gera hér. En þessir undanfarnir mánuðir hafa verið bestu mánuðir lífs míns, það get ég sagt ykkur.
Nú hef ég verið hér í Argentínunni í tæplega 9 mánuði. Mér líður eins og ég hafi lent í seinasta mánuði.
Ég hef eignast yndislega vini hérna og ég fer út á djammið á hverri helgi með þeim.
Síðan í mars hafa verið "Fiesta de bienvenida" eða velkomnunarpartý með lélegri íslenskuþýðingu. Fyrir þau halda þau fyrirpartý í heimahúsum. Fiesta de bienvenida heldur hvert einasta promoción (seinasta árið í menntaskólunum hér) svona hátíð og auðvitað allir vel í því.
Ég væri svo mikið til þess að fá lengri tíma hérna, því ég get ekki hugsað út í það að þurfa að kveðja alla mína yndislegu vini og fjölskyldu án þess að detta í þunglyndi og byrja að hlusta á grenjulög með súkkulaði og ís. En ég veit að það er ekki rétta aðferðin, ég þarf bara að njóta þess eins vel og ég get. Hverrar einustu mínútu. Ég hef pælt í því að lengja tímann minn hér en það er víst ekki gott hvað varðar skólann minn á Íslandi. Ég hef einnig pælt í að flytja aftur út eftir menntaskólann og byrja í háskóla hér. Sjáum til hvað verður með það. Ég vil allavega meira en allt fá að búa hér aftur í nokkurn tíma.
Þið vitið ekki hversu erfitt það er fyrir mig að skrifa á íslensku því ég á það til að koma með spænsk orð inn í en fatta það svo eftir á að þið munuð ólíklega skilja þau orð. Spænskan er nefnilega alveg komin. Vantar smá orðaforða, en það kemur.
Hér er smá texti um skiptinemaárið okkar sem er á enda:
Eftir nokkrar vikur munum við skiptinemarnir treglega gefa faðmlög, berjast við tárin, við munum kveðja fólk sem áður voru bara nöfn á blaði til þess að snúa aftur til fólksins sem við börðumst við tárin þegar við kvöddum áður en við lögðum af stað.
Við skiljum eftir bestu vini okkar til þess að snúa til bestu vina okkar.
Við munum snúa til baka til staðanna sem við komum frá, til þess að gera sömu hluti sem við gerðum seinasta sumar og öll sumrin þar áður.
Við munum koma inn í bæinn á sama kunnulega veginum, og jafnvel þótt að það séu liðnir mánuðir, mun þér líða eins og þú hafir verið þar í gær.
Þegar þú labbar inn í gamla herbergið þitt, munu allar tilfinningarnar heltaka þig þegar þú hugsar um hvernig lífið þitt hefur breyst og hvernig manneskja þú ert orðin.
Þú gerir þér allt í einu grein fyrir að hlutirnir sem voru þér mikilvægastir fyrir ári síðan skipta ekki eins miklu máli lengur, og hlutirnir sem núna eru þér mikilvægastir eru þeir sem að engin heima getur skilið.
Í hvern ætlarðu að hringja fyrst?
Hvað muntu gera fyrstu helgina þína heima?
Hvar muntu vinna?
Hver mun koma í partýið á laugardagskvöldið?
Hvað hafa allir verið að gera síðastliðna mánuði?
Við hvern muntu halda samband við frá skólanum þínum?
Hvað mun líða langur tími þangað til að þú munt sakna þess að fólk kemur inn án þess að kalla eða banka?
Þá muntu sjá hversu mikið hlutirnir hafa breyst, og þú munt gera þér grein fyrir því að erfiðasti hlutinn við það að vera skiptinemi er að finna jafnvægið milli tveggja algjörlega ólíkra heima sem þú býrð í, reyna í örvæntingu að halda í allt á meðan þú ert að reyna að finna út hvað þú átt að skilja eftir.
Núna vitum við hvað er sönn vinátta.
Við vitum við hvern við héldum sambandið síðastliðið ár og hverjir eru okkur kærastir.
Við höfum skilið við heimanna okkar til þess að takast á við veruleikann.
Við höfum lent í ástarsorg, við höfum orðið ástfangin, við höfum hjálpað vinum að komast yfir átraskanir, þunglyndi, stress, og dauða.
Við höfum vakið alla nóttina í símanum talandi við vin í þörf.
Það hafa verið tímar sem okkur hefur liði svo hjálparvana þegar við erum klukkutíma í burtu frá heima þegar við vitum að fjölskyldan eða vinir okkar þarfnast okkar sem mest, og það eru tímar sem við vitum að við höfum skipt máli.
Eftir aðeins nokkrar vikur munum við fara.
Eftir aðeins nokkrar vikur munum við taka niður myndirnar okkar, og pakka niður fötum okkar.
Við munum aldrei aftur fara í næsta hús að gera ekki neitt í marga klukkutíma.
Við munum skilja eftir vini okkar, sem tilviljunarkenndar símhringingar og tölvupóstar munu láta okkur hlægja og gráta næsta sumar, og vonandi um komandi ár.
Við munum pakka niður minningum okkar og draumum, til að geyma þá þangað til að við snúum aftur til þessa heims.
Eftir aðeins nokkrar vikur munum við koma heim.
Eftir aðeins nokkrar vikur munum við taka upp úr töskunum og borða kvöldmat með fjölskyldunum okkar.
Við munum keyra heim til besta vinar okkar til að gera ekki neitt klukkutímum saman.
Við munum snúa aftur til sömu vina okkar sem tilviljunarkenndir tölvupóstar og símhringingar hafa látið okkur hlægja og gráta síðastliðið ár.
Við munum taka upp gömlu draumana og minningarnar sem hafa verið í geymslu seinasta árið.
Eftir aðeins nokkrar vikur munum við leita að innri styrk og sannfæringu til þess að aðlagast og breytast en ennþá halda báðu nálægt.
Og einhvernvegin,
á einhvern hátt,
munum við finna okkar stað,
milli þessara tveggja heima.
Eftir aðeins nokkrar vikur.
Þetta er nákvæmlega eins og mér líður núna. Mér finnst ég ekki vera tilbúinn að koma strax heim. Kveðja fólk sem að hefur búið sér til stað í hjarta mínu og mun alltaf vera þar, fólk sem að maður veit aldrei hvenær maður mun sjá aftur. En auðvitað hlakka ég til að sjá alla heima, fjölskylduna mína sem hefur stutt mig í gegnum allt árið og elsku vini mína. Þetta er ótrúlega skrýtnar og blendnar tilfinningar í einum graut. Ég veit allavega vel að það mun verða það erfiðasta sem ég hef gert að kveðja bestu vini mína hér og fjölskyldu.
Ég ætla bara að halda áfram að njóta mín í botn hérna í fallegu Argentínu, skemmta mér með mínu fólki og koma svo ferskur heim á kalda Íslandið þann 19. júlí og hitta fleira yndislegt fólk. Ég hef hér með búið mér til annað líf á mínum eigin vegum, líf sem ég er fáránlega stoltur af.
Mér finnst að allir eigi að fara út sem skiptinemi. (án þess að hljóma eins og léleg auglýsing)
Besos a todos,
Ég biðst innilegrar afsökunar til allra þeirra sem eru orðin illa vonsvikin á bloggleysi mínu. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu miklar kröfur væru gerðar til manns áður en ég fór út að búa til blogg. En þær eru nú þó miklar. Ég var að fá nokkuð hundruð innlit á dag þegar ég actually bloggaði. Nú hef ég verið í bloggpásu í 2 og hálfan mánuð. Sem er þó nokkur slatti. Ég er ekki með neina dagbók eins og fyrst þegar ég ætlaði að vera fáránlega duglegur að láta ykkur vita hvað ég er að gera hér. En þessir undanfarnir mánuðir hafa verið bestu mánuðir lífs míns, það get ég sagt ykkur.
Nú hef ég verið hér í Argentínunni í tæplega 9 mánuði. Mér líður eins og ég hafi lent í seinasta mánuði.
Ég hef eignast yndislega vini hérna og ég fer út á djammið á hverri helgi með þeim.
Síðan í mars hafa verið "Fiesta de bienvenida" eða velkomnunarpartý með lélegri íslenskuþýðingu. Fyrir þau halda þau fyrirpartý í heimahúsum. Fiesta de bienvenida heldur hvert einasta promoción (seinasta árið í menntaskólunum hér) svona hátíð og auðvitað allir vel í því.
Ég væri svo mikið til þess að fá lengri tíma hérna, því ég get ekki hugsað út í það að þurfa að kveðja alla mína yndislegu vini og fjölskyldu án þess að detta í þunglyndi og byrja að hlusta á grenjulög með súkkulaði og ís. En ég veit að það er ekki rétta aðferðin, ég þarf bara að njóta þess eins vel og ég get. Hverrar einustu mínútu. Ég hef pælt í því að lengja tímann minn hér en það er víst ekki gott hvað varðar skólann minn á Íslandi. Ég hef einnig pælt í að flytja aftur út eftir menntaskólann og byrja í háskóla hér. Sjáum til hvað verður með það. Ég vil allavega meira en allt fá að búa hér aftur í nokkurn tíma.
Þið vitið ekki hversu erfitt það er fyrir mig að skrifa á íslensku því ég á það til að koma með spænsk orð inn í en fatta það svo eftir á að þið munuð ólíklega skilja þau orð. Spænskan er nefnilega alveg komin. Vantar smá orðaforða, en það kemur.
Hér er smá texti um skiptinemaárið okkar sem er á enda:
Eftir nokkrar vikur munum við skiptinemarnir treglega gefa faðmlög, berjast við tárin, við munum kveðja fólk sem áður voru bara nöfn á blaði til þess að snúa aftur til fólksins sem við börðumst við tárin þegar við kvöddum áður en við lögðum af stað.
Við skiljum eftir bestu vini okkar til þess að snúa til bestu vina okkar.
Við munum snúa til baka til staðanna sem við komum frá, til þess að gera sömu hluti sem við gerðum seinasta sumar og öll sumrin þar áður.
Við munum koma inn í bæinn á sama kunnulega veginum, og jafnvel þótt að það séu liðnir mánuðir, mun þér líða eins og þú hafir verið þar í gær.
Þegar þú labbar inn í gamla herbergið þitt, munu allar tilfinningarnar heltaka þig þegar þú hugsar um hvernig lífið þitt hefur breyst og hvernig manneskja þú ert orðin.
Þú gerir þér allt í einu grein fyrir að hlutirnir sem voru þér mikilvægastir fyrir ári síðan skipta ekki eins miklu máli lengur, og hlutirnir sem núna eru þér mikilvægastir eru þeir sem að engin heima getur skilið.
Í hvern ætlarðu að hringja fyrst?
Hvað muntu gera fyrstu helgina þína heima?
Hvar muntu vinna?
Hver mun koma í partýið á laugardagskvöldið?
Hvað hafa allir verið að gera síðastliðna mánuði?
Við hvern muntu halda samband við frá skólanum þínum?
Hvað mun líða langur tími þangað til að þú munt sakna þess að fólk kemur inn án þess að kalla eða banka?
Þá muntu sjá hversu mikið hlutirnir hafa breyst, og þú munt gera þér grein fyrir því að erfiðasti hlutinn við það að vera skiptinemi er að finna jafnvægið milli tveggja algjörlega ólíkra heima sem þú býrð í, reyna í örvæntingu að halda í allt á meðan þú ert að reyna að finna út hvað þú átt að skilja eftir.
Núna vitum við hvað er sönn vinátta.
Við vitum við hvern við héldum sambandið síðastliðið ár og hverjir eru okkur kærastir.
Við höfum skilið við heimanna okkar til þess að takast á við veruleikann.
Við höfum lent í ástarsorg, við höfum orðið ástfangin, við höfum hjálpað vinum að komast yfir átraskanir, þunglyndi, stress, og dauða.
Við höfum vakið alla nóttina í símanum talandi við vin í þörf.
Það hafa verið tímar sem okkur hefur liði svo hjálparvana þegar við erum klukkutíma í burtu frá heima þegar við vitum að fjölskyldan eða vinir okkar þarfnast okkar sem mest, og það eru tímar sem við vitum að við höfum skipt máli.
Eftir aðeins nokkrar vikur munum við fara.
Eftir aðeins nokkrar vikur munum við taka niður myndirnar okkar, og pakka niður fötum okkar.
Við munum aldrei aftur fara í næsta hús að gera ekki neitt í marga klukkutíma.
Við munum skilja eftir vini okkar, sem tilviljunarkenndar símhringingar og tölvupóstar munu láta okkur hlægja og gráta næsta sumar, og vonandi um komandi ár.
Við munum pakka niður minningum okkar og draumum, til að geyma þá þangað til að við snúum aftur til þessa heims.
Eftir aðeins nokkrar vikur munum við koma heim.
Eftir aðeins nokkrar vikur munum við taka upp úr töskunum og borða kvöldmat með fjölskyldunum okkar.
Við munum keyra heim til besta vinar okkar til að gera ekki neitt klukkutímum saman.
Við munum snúa aftur til sömu vina okkar sem tilviljunarkenndir tölvupóstar og símhringingar hafa látið okkur hlægja og gráta síðastliðið ár.
Við munum taka upp gömlu draumana og minningarnar sem hafa verið í geymslu seinasta árið.
Eftir aðeins nokkrar vikur munum við leita að innri styrk og sannfæringu til þess að aðlagast og breytast en ennþá halda báðu nálægt.
Og einhvernvegin,
á einhvern hátt,
munum við finna okkar stað,
milli þessara tveggja heima.
Eftir aðeins nokkrar vikur.
Þetta er nákvæmlega eins og mér líður núna. Mér finnst ég ekki vera tilbúinn að koma strax heim. Kveðja fólk sem að hefur búið sér til stað í hjarta mínu og mun alltaf vera þar, fólk sem að maður veit aldrei hvenær maður mun sjá aftur. En auðvitað hlakka ég til að sjá alla heima, fjölskylduna mína sem hefur stutt mig í gegnum allt árið og elsku vini mína. Þetta er ótrúlega skrýtnar og blendnar tilfinningar í einum graut. Ég veit allavega vel að það mun verða það erfiðasta sem ég hef gert að kveðja bestu vini mína hér og fjölskyldu.
Ég ætla bara að halda áfram að njóta mín í botn hérna í fallegu Argentínu, skemmta mér með mínu fólki og koma svo ferskur heim á kalda Íslandið þann 19. júlí og hitta fleira yndislegt fólk. Ég hef hér með búið mér til annað líf á mínum eigin vegum, líf sem ég er fáránlega stoltur af.
Mér finnst að allir eigi að fara út sem skiptinemi. (án þess að hljóma eins og léleg auglýsing)
Besos a todos,
Monday, February 27, 2012
Strandarstemningarnettleiki og einn ískaldur með
Ár og aldir hafa liðið síðan ég bloggaði síðasta bloggið mitt (miðað við ágætlega regluleg skrif mín) og ástæðan fyrir því er að ég hef haft ágætlega mikið að gera undanfarið. Það þýðir að þetta blogg verður með því lengsta sem ég hef gert. Ég veit ekki hvort að allir vita það en ég er nefnilega í sumarfríi og hef verið síðan í byrjun desember, en það er því verr og miður að klárast og skólinn mun byrja á ný næstkomandi þriðjudag. Ég er ekki að hlakka mikið til þess. Samt held ég að þetta er allt að fara að verða miklu skemmtilegra. Ég er að byrja í "promoción" sem er seinasta árið hérna í colegio og á þessu ári er mikil stemning að búa til sér skólabúning fyrir hvert promoción í hverjum skóla hér í Argentínu með frumlegu nafni. Flest nöfnin eru ýmist á frönsku, ítölsku o.s.frv. Nafnið á mínu promocióni heitir Bancouver (já með b-i). Af hverju, veit ég ekki. Þeim fannst það eitthvað töff. Ekki mér. En ég skipti mér auðvitað ekkert að því.
En á þessu seinasta ári er einmitt ekki lært neitt, djammað allar helgar og allir rosalega nánir allt í einu því að leiðir munu auðvitað skiljast að eftir skólann og allir munu fara sína vegi hvað varðar framhaldandi menntun þeirra.
Mér finnst þetta samt bara með svo eindæmum leiðinlegur skóli að það er ekki einu sinni fyndið lengur. Ég reyni bara að lifa af hvern og einn skóladag. Og ekki betrumbætir það að þurfa að byrja að vakna klukkan 6 á ný og biðja í anddyri skólans í hálftíma + í byrjun alla tímanna. Ég er samt í alvarlegum pælingum á einu sem gæti mögulega komist í framkvæmd. Og kannski fáið þið að vita það ef eitthvað jákvætt kemur upp á yfirborðið. Þetta er alveg big deal og erfið ákvörðun. Stay curious!
ps. 10. febrúar, degi áður en við lögðum af stað í ferðalag fékk ég tilkynningu frá Liliönu (trúnaðarkonu minni) að maður hafði hringt til hennar og sagst hafa fundið kortaveskið mitt liggjandi á götunni í bænum. Hann hafði séð númerið hennar á gula AFS kortinu mínu sem það innihélt og hringt í hana en vildi ekki færa henni kortið. Hún gaf mér símanúmerið hjá þessum gæja og pabbi minn (Mario) hringdi í hann. Maðurinn vildi fá pening í staðinn fyrir að gefa mér veskið. Ekkert mikilvægt var í veskinu. Ég var með kreditkortið mitt hér heima. Mario sagði honum að við værum enginn helvítis hjálpræðisher. Ég fór með mömmu og hitti þennan mann við Alello (supermarkaður hér) og þá mundi ég eftir þessum manni. Ég hafði séð þennan mann í bænum. Það var mjög létt að muna eftir honum því hann hafði einkennilegt gifs á hendinni og skakklappaðist. Hann hafði þjófa-attitude (allir hér í Argentínu geta séð hverjir eru chorros (þjófar) og hverjir ekki). Hann byrjaði að ljúga einhvað að hann hafi séð það bara liggjandi á víðavangi og blablabla. En það er létt að lesa svona menn. Kortaveskið mitt var í rassvasanum mínum. Hann hefur rænt mig, séð að ekkert merkilegt var í veskinu, og þar af leiðandi hringt til þess að fá pening fyrir veskið. Þannig virkar þjófabusinessinn. Hann spurði mig síðan: "Og hvað fæ ég í staðinn?" og ég svaraði kaldur á yfirbragði eins og alltaf:"Mögulega betri samvisku". Tók veskið af honum og gekk í burtu.
En til þess að byrja bloggið á einhverju þá fór ég einmitt í þetta ferðalag til Mar del Plata með fjölskyldunni þann 11.-20. febrúar. Mar del Plata er aðal sólstrandarborgin í Buenos Aires og er rosalega mikill túristarstaður. Hvern einasta dag gerðist ég svo duglegur að skrifa í dagbókina mína og stundum oftar en einu sinni á dag. Það er frekar spes að skrifa í dagbók og afrita það síðan yfir á netið fyrir almenning. En til þess gerði ég þetta. Svo hér kemur hver dagur á fætur öðrum á Mar del Plata.
Mánudagurinn 13.02.12
Klukkan 5 á laugardagskvöldi lagði ég ásamt fjölskyldunni minni frá San Luis í ferðalag til Mar del Plata, það tók rúma 11-12 tíma að keyra þangað. Klukkan var semsagt 6 um morguninn þegar við vorum komin, við sváfum smá í bílnum áður og horfðum á sólarupprásina á ströndinni. Fengum okkur að borða: 3 medialunas(croissants) og kaffi með mjólk. Ég er í alvörunni byrjaður að drekka þann viðbjóð. Síðan fórum við og leituðum af hóteli við strönd og fundum eitt fínt á stað sem heitir Mogotes. Eftir að hafa komið okkur fyrir fórum við öll á ströndina. Öldurnar voru mjög miklar. Ég fór í sjóinn í smá stund og brann auðvitað á engum tíma. Ég get aldrei verið of lengi úti í einu án þess að setja á mig tonn af sólarvörn og 50+ er algjört lágmark, annars enda ég eins og pastelbleikt svín eins og ég hef meira og minna verið hérna í Argentínu. Sem hefur samt sína kosti því ég hata sundlaugar og staði þar sem margir koma saman. Ég fæ klígju og æli aðeins við tilhugsunina eina að vera í sama svitavatnspolli og ókunnugt fólk. Og ekki bætir við dauðu flugurnar á yfirborði vatnsins. Frekar fer ég 6 sinnum á dag í sturtu. Nú eftir ströndina fórum við og keyptum okkur að borða á einhverjum stað sem seldi eitthvað eins og grænmetisböku, superpaty (eins og pítuhamborgari, veit ek), superpancho (risapulsa) og fleira. Ég fékk mér þessa superpancho í von um að fá stóra goodlooking pulsu. En nei, þar skjátlaðist mér, þetta var sko ekkert super neitt. Alveg eins og ein SS pylsa eða jafnvel minni. Ég var vonsvikinn.
Eftir það fórum við í supermarkaðinn og keyptum stuff til að borða á hotelinu. Síðan ákvað ég að leggja mig í smá stund. Við fórum svo og sáum mjög netta flugeldasýningu. Hittum frændsystkini þeirra og fórum í bæinn með þeim og löbbuðum í smá stund. Fengum okkur ís og keyptum eitthvað óþolandi lítið hljóðfæradrasl sem einhver maður var að selja og systir mín gat ekki slitið sig frá. Þetta er svona dæmi sem heyrist píp í, semi flauta búin til úr röri. Síðan fórum við og skoðuðum í básunum þarna og auðvitað keypti ég mér nokkra minjagripi. En ekki hvað.
Ég væri til í að fá skiptinemaárið mitt hér.
Nú, í dag, vöknuðum við um 11, fórum beint á ströndina og létum öldurnar berja á okkur til rúmlega 5 um daginn. Auðvitað er ég skaðbrenndur hérna núna. Síðan fórum við inn í hús og borðuðum smá og sumir lögðu sig, ekki ég samt. Þegar allir vöknuðu fórum við niðrí bæ. Þar voru fullt af fígúrum, dragdrottningar, ósýnilegi maðurinn, tæknistyttan (hélt á síma og talaði með tæknilegri símarödd). Ég tek það fram að þetta var ósköp venjulegur mánudagur og þetta leit út eins og mjög góð menningarnótt á Íslandi. Bærinn var fullur af fólki. Síðan röltum við um, kíktum í búðir og fengum okkur pizzu að borða á mjög góðum stað. Fyrsta skiptið hér í Argentínu sem ég fæ alvöru pizzu. Eftir það fengu bræður mínir sér tímabundið tattoo, German fékk sér á öxlina Bart Simpson og Eli fékk sér Metallica merkið á úlnliðinn. Ég fékk mér ekki neitt. Mig langar ekki að láta skrifa eitthvað á húðina mína. Ef ég mun láta krota eitthvað á hana þarf það að hafa einhverja meiningu, sama hvort það verði að eilífu eða tímabundið.
Þriðjudagurinn 14.02.12, kl: 12:58 EH
Ókey, ég er nánast nývaknaður. Reyndar búinn að fá mér kakó og facturas í morgunmat. Áður en við fórum í ferðalagið sögðu þau að við myndum alltaf vakna mjög snemma, eða um 6-7 leytið. Neibb, það hefur ekki gerst hingað til. Sem er fínt, fyrir mér eru frídagar til þess að slaka á og leyfa sér að sofa nóg. Örugglega bara vegna svefn er mér mjög mikilvægur... að minnsta kosti á meðan ég sef. Ég vaknaði brunarúst og með moskítóbit útum allan líkama. Bar krem á mig. Síðan bar ég sólarvörn því leiðin lá á ströndina. Á ströndinni ákvað ég að vera í skugga og fara ekki í sjóinn vegna brunanum, not my fault að ég sé vesæll Íslendingur með inúítahúð. Á ströndinni var fullt fullt af fólki. Löbbuðu fram hjá mér þrír ljóshærðir strákar í Björn Borg nærum. Ég var búinn að bóka það að þetta voru Svíar, Danir eða jafnvel Norðmenn. Ég tók mér sér ferð í sjoppuna sem að þeir sátu og keypti mér kók bara til þess að reyna að heyra tungumálið sem að þeir töluðu og stóð þarna ágæta stund frekar lúmskur að labba framhjá borðinu þeirra aftur og aftur. Finndist ekkert eftirsóknarvert ef að þeir hefðu tekið eftir því. Þeir sound-uðu stundum eins og danir en samt get ég ekki skilið þá. Pottþétt norðmenn.
Síðan bjó ég til listaverk úr sandinum, bjó til ,,Úlfar Viktor" útstæða stafi og krossfisk. Eftir það fórum við heim og öll í sturtu (samt ekki öll saman sko) og fórum svo út að borða við bryggjuna þar sem hægt var að velja á milli fjölda staða. Fórum inn í sjóarabúð og ég sá fullt flott þar, t.d. riffla, öxi og ramma með alla sjóarahnútana á. Síðan borðuðum við á stað sem heitir Mediterreano og ég smakkaði snigla og fleira ætilegt. Mjög gott. Eftir matinn lögðum við af stað heim og nú er ég á leiðinni að fara að sofa. Buenas noches!
Miðvikudagurinn 15.02.12, kl: 12:39
Hæj áwsdir, klukkan er hvorki meira né minna en 12:39 og ég vaknaði korter í ellefu. Frekar "al pedo" á hótelinu, búinn að fara að ná í þvottinn úr þvottahúsinu hér nálægt á stað sem við fórum á í gær. Búinn að drekka tvö kakóglös og borða facturas og nú býð ég þolinmóður þangað til að þau ákveði að loksins gera eitthvað. Þetta fólk er svona týpur sem að ákveða og framkvæma allt á sömu sekúntu, þannig ég er alltaf í tremmakasti að gera mig tilbúinn þegar þau ákveða allt í einu að fara bara eitthvert.
Vonandi förum við ekki á ströndina í dag. Það er 35 stiga hiti og sól og ég safnaði 7 nýjum moskítóbitum í nótt. Síðan er ég auðvitað jafn rauður í framan og blekið í pennanum sem ég skrifa með núna. Og ekki það að mér leiðist ströndin. Ég elska að vera á ströndinni. Aðallega vegna þess að þá fæ ég að sýna mína listrænu hliðar í sandinum. En ég bara get ekki meiri bruna, húðin mín er að segja stopp.
Miðvikudagurinn 15.02.12, kl: 20:20
Ok, ég var að koma heim... af ströndinni. Allt í lagi. Ég fór bara smá í sjóinn en mest sat ég allan tímann og horfði á heitt fólk labba framhjá annað hvort super grannt eða vöðvastælt og sólbrúnt og oft í svona blautbúningum með brimbretti í hendinni. Ég öfundaði það.
Á meðan keypti ég mér ís og hámaði honum í mig. Það var ekki nóg svo ég keypti mér kók og maísstöngul af maísstönglamanninum sem öskraði yfir alla ströndina "choclooos!!!". Síðan bjó ég til þennan svakalega listræna skúlptúr. Við vorum þarna í dágóðan tíma, rúmlega 6-7 klukkustundir. Þegar við vorum við það að fara skrifaði ég í sandinn þar sem hann var alveg sléttur og flestir voru farnir. Síðan fórum við heim og hér sit ég í rúmstokknum og skrifa.
Fimmtudagurinn 16.02.12, kl 12:11
Í dag vaknaði ég (ó!). Fyrstur af öllum (eins og alltaf) og fór út í búð og keypti facturas (bakarísmatur sem þau borða alltaf hérna). Kom aftur heim, keypti ekki nóg. Fór aftur í búðina. Ble, kominn aftur kona. Ég ætla að fá medio kilo de pan og hún eitthvað nei, sorry hunny, þar sem ekki var electricidad var ekkert pan (brauð) í boði. 5 mínútum seinna kom rafmagnið í gang og ég fékk brauðið mitt og fleiri facturas. Með því keypti ég 4 mjólkurfernur og eitt smjörstykki og labbaði sáttur út.
Föstudagurinn 17.02.12, kl 00:30 (samt semi sami dagur)
Jebb, nú er klukkan að slá eitt um nótt. Við ætluðum að fara með Mariu og Carlos út að borða á fínum veitingastað en þar var mjög löng biðröð svo við fórum á McDonald's. Svekk. En í dag fórum við í Aquapolis, mjög fínt. Ekkert extreme samt, en alveg ágætt. Fór í svona carting con pedal. Það var líka fínt. Á morgun verður annar dagur án strandar...held ég!
ps. fokk hvað mig langar í vesturbæjarís!
Föstudagurinn 17.02.12, kl 11:57
Ok, vaknaði fyrir svona hálftíma síðan, var að koma úr sturtu. Ekki til shampoo. Ait, ég notaði þá bara hárnæringu í staðinn, ekkert mál sko, same shit. Er að fara með fötin mín í þvott og kaupa facturas og raksköfu fyrir skeggið mitt. Ble.
Föstudagurinn 17.02.12, kl 3:26
Ég fór ekki með fötin mín í hreinsun. Allt í lagi samt. Þau semsagt ákváðu að við myndum vera hér til mánudags í staðinn fyrir að fara til Buenos Aires á laugardag og sunnudag því að þar er sjúkur hiti og raki og rigning. Ákváðu að þau myndu fara þangað seinna. Heila 3-4 daga með mér í staðinn. Jújú, alveg sáttur með það. María og Carlos fóru til Bahia Blanca í dag og við kvöddum þau. Síðan labbaði ég og German og Leila í superpanchopatygrænmetisbökubúðina og keyptum kjúkling í hádegismat. Nú eru rúmar 32 gráður, fyrsta skiptið sem ég upplifi þennan hita í miðjum febrúar! Á eftir um 4:30 ætlum við í bæinn.
Ps. ég keypti raksköfu á leiðinni þegar við keyptum kjúllann og eitthvað ógeðslegt krem og rakaði skeggið mitt áðan sem endaði með öllum þessum blóðugu rakvélablaðaskorum og viðbjóðslegum hvítum kremaklessum slímugt upp við húðina mína. Ég kaupi mér dýrari gerðina af af Gillette raksápu næst. En ble, er að fara í bæinn.
Ps. Mér líður semi eins og ég sé að tala við sjálfan mig þegar ég er að skrifa allt þetta... en það er flott. Ég get þá talað við einhvern.
Ps. Ég er búinn að skrifa 4 bls í þessari bók (A6 bls kínabók) og klukkan er að verða fjögur og ég hef ekki gert neitt að viti. Sorry þið sem eruð að reyna að lesa þetta. Ég skrifa meira á eftir.
Föstudagurinn 17.02.12, 23:57
OK semsagt hæ! Ég var í þessum skrifuðu orðum (nánast) að klára samloku með milanesa (kjöt). Við fórum öll í bæinn í dag. Á ströndinni var allt of mikið af fólki, re lleno! Svo við ákváðum að skippa henni í dag. Við skoðuðum í fullt af búðum, það var heitt en samt engin sól, sem betur fer. Það er mikill raki hérna sem gerir hárið á mér ógeðslegt, semi eins og fuglahreiður. Svo er náttúrlega ekki til sjampó ennþá. Í bænum keypti ég 6 Shakespeare bækur á spænsku, sippuband og lyftingarhanska, jú útaf ég þykist ætla að vera svo duglegur og byrja í ræktinni og skokka úti. Ég, Mario, Eli og Leila fengum okkur borgara með milanesa og svo Grido ís á eftir. Við fórum í Frávega og Mario keypti sér Lenovo fartölvu, no big deal. Á meðan nýtti ég mér tímann og fór í iPadinn þarna og fór á Facebook.
Þau Andrea og Mario keyptu sér línuskauta og þá fórum við heim og prófuðum þá og ég sippaði með nýja bandinu mínu. Nú er ég að svitna eins og gíraffi á sterum og ætla í sturtu, án sjampós. Bad!
Laugardagurinn 18.02.12, 12:10
Klukkan er að ganga í korter yfir tólk hér á Mar del Plata, ég vaknaði um 11 leytið og fór loksins í sturtu með langþráða sjampóinu mínu sem var búið að kaupa inn. Síðan borðaði ég helvítis facturas sem er svo gómsætt en á sama tíma svo ógeðslega óhollar og fitandi. Hér er hellidemba og hefur verið í alla nótt. Samt er mjög heitt og því nánast óbærilega rakt. Hef ekki hugmynd hvað við gerum í dag í þessu veðri.
Laugardagurinn 18.02.12, 3:30 pm
Jahá... aldrei átti ég von á þessu! Ég vissi að þau væru léttgeggjuð, en halló! Ég var að koma af ströndinni? Það er ekki einu sinni sólarglyttir, heldur hellirignir. Þessi strönd er oftast troðfull af fólk en núna var þar ekki ein einasta hræða. Sniglarnir forða sér meiri segja! En nope, þau létu það ekki stoppa sig, tóku með sér tjald og tjölduðu á ströndinni og létu rigna sig niður. Ég kom með svona léttan brandara þegar ég vaknaði í morgun og sá alla þessa rigningu og sagði: "Vamos a la playa?" eða "Eigum við að fara á ströndina?". Ætli þau hafi tekið því alvarlega?
Sunnudagurinn 19.02.12, 3:49 am
Eftir að ég skrifaði seinast dauðleiddist mér þar sem allir lögðu sig nema ég og Elias. Svo ég stakk upp á því að fara út. Ég og Elias fórum í supermarkaðinn og keyptum okkur sitthvora kókina og Doritos og fórum að rölta á ströndinni og tala saman þar sem rigningin var farin, sólin farin að láta sjá sig og fólk var byrjað að flykkjast á ströndina. Síðan fórum við til baka og fórum með Leilu í búðina að kaupa jógúrt. Síðan fórum við í bæinn. Sáum ótrúlega flotta gosbrunasýningu sem ég mun aldrei gleyma í takt við klassíska tónlist. Eftir það fórum við og sáum selastytturnar sem er ekta merki Mar del Plata, staðsett á Bristol plazasvæðinu. Síðan fórum við og keyptum allskonar dót. Við fórum á tenedor libre, stað sem við borðuðum eins mikið og okkur lystir. Tók mynd af mér og "Jack Sparrow" og drottningu. Eftir það fórum við á leiksýningu sem ber nafnið Black&White með einhverjum drullusokkum. Sorry, neikvæðnina mína hér. Ég er vanalega ekki svona, ég sver. En þetta var mjög svæsin sýning eins og flest allt fjölskylduefni hérna í Argentínu, hálfberar dansandi stelpur, transfólk í kjánalegum mellubúningum og einn feitur blótandi kall að reyna að vera fyndinn. Ég held mig allavega við íslenska leikhúsmenninguna!
Nú er klukkan 4 um nótt og við vöknum snemma á morgun því þá förum við til San Luis. Góða nótt!
That's it!
---
Núna, 27. febrúar, var ég við það að koma heim úr dyrunum. Ég fór með fjölskyldunni á miðvikudeginum 22. feb til San Juan til móðurfjölskyldunnar. Þar var öll ættin komin saman. Ég fór á festival í San Juan og það var mjög nett. Vagnar með dansandi fígúrum útum allt og fólk að sprauta vatnsfroðu á alla, meðal annars ég. Sprautaði á nokkrar kjeeellingar. En svo fórum við öll í brúðkaup til frænda þeirra á laugardaginn í Mendoza. Það var mjög skemmtileg upplifun að fá að fara í kaþólskt brúðkaup. Veislan var svo haldin eftir á og var djammað villt með allri fjölskyldunni. Það var fun.
---
Endilega kommentiði.
ps. þetta er eins og heil ævisaga, sorry með lengdina!
Monday, January 23, 2012
Ferðalagið mitt til Patagoniu - San Martin de los Andes og Bariloche
Á miðvikudeginum þann 11. janúar ákvað ég að halda á vit ævintýranna og stækka sjóndeildarhringinn minn ennþá meira en ég hef nú þegar gert. Ég pakkaði niður útilegufötum, disk, gaffli, hníf og skeið og öllu því dóti sem ég þurfti á að halda. Ferðinni var nefnilega heitið í suðrið og þar er eins gott að vera við öllu búinn þar sem veðurfarið þar er mjög einkennilegt. Svolítið eins og íslenskt veður. Fyrst fór ég heim til Juan og Pancho og fór með þeim til Mendoza, San Rafael sem er rúmlega 3 klst frá. Ég hafði ekki alveg gert mér grein fyrir því í hvað ég var að henda mér út í, en sú laug var mögulega jafn djúp og Congo áin í Afríku. Í Mendoza söfnuðust saman vel strangtrúaðir kaþólskir strákar á öllum aldri plús sjálfboðaliðar sem eru að læra að vera prestar (tekur 7 ár að læra það). Þeir eru allir kallaðir "padre". Með þessum flokki stráka ákvað ég að fórna mér í ferðalag með. Aðallega vegna þess að þessi ferð kostaði mjög lítið og ég hafði tækifæri á að sjá góðan hluta af fegurð Argentínu.
"Dios te salve, María, llena eres de gracia, el Senor es contigo. Bendita tú eres entre todas las mujeres, y bendito es el fruto de tu vientre, Jesús."
"Santa Maria, madre de Dios, ruega por nosotros pecadores. Ahora y ahora de nuestra muerte Amen."
Klukkan rúmlega 4 um dag lögðum við svo af stað. Rúmlega 30 óundirbúnar klukkustundir í draslrútu beið mín. Innan þessara 30 klukkustundna bilaði rútan þrisvar sinnum, lengsta bilunin stóð í 6 klukkutíma. Á þeirri stundu hélt ég, í alvörunni talað, að þetta væri endirinn á þessu öllu saman.
En eitthvað var reynt að laga þessa rútu af og til og við komumst að lokum á leiðarenda. Sem var mikill léttir.
Við komum að á tjaldsvæðinu okkar, sem að heitir Lago Hermoso, og náttúrufegurðin skemmdi alls ekki fyrir. Ótrúlega fallegt umhverfi. En það var ekkert klósett í nágrenni, svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig umhverfið í kringum staðinn var í lokinn. En nóg um það. Við tjölduðum og komum okkur fyrir. Síðan var skipt niður í fjögur lið; San Gabriel, San Roque, San Miguel og San Isaac. Þetta eru allar suður-amerískar hetjur. Hvert lið var öðru keppnisharðara, enda taka Argentínubúar öllu eins og Ólympíuleikunum.
Ég ætla ekki að skrifa um alla milljón þúsund leikina sem við fórum í á þessa 10 daga, en þeir voru erfiðir og þreytandi. Þarna var einn lækur sem við gátum baðað okkur í af og til og mjög vinsælt var að búa til "fake" afmæli fyrir einhvern og þá er gott tilefni til að fleygja sá hinum sama ofan í vatnið.
Á leiðinni og á meðan dvölinni stóð fékk ég margar spurningar á mig. Sumar þeirra höfðu rétt á sér... aðrar ekki.
Nokkrar spurningar;
Er Ísland ekki við hliðin á Írak?
Komstu til Argentínu bara til að fara í þessa ferð?
Verður þér aldrei kalt?
Hvernig sefurðu á nóttinni á sumrin?
Býrðu í alvörunni í snjóhúsi?
Veistu hvað melóna er?
En Kiwi?
og sú allra djarfasta...
...ert þú ekki litháinn þarna?
Tilvonandi skiptinemar sem eruð mögulega að lesa bloggið mitt, áður en þið farið út - fariði yfir íslenska siði, týpíska íslenskan rétt, trúnna okkar. Mér finnst líka mjög gaman að segja frá þorrablótinu okkar og lýsa fyrir Örgunum hvað er borðað á þeim tíma árs. Það er sérstaklega skemmtilegt þegar þeir byrja að kúgast.
Fyrsti leikurinn var skóstríð. Hann gekk út á það að skipt var niður í 2 lið, allir fóru úr skónnum sínum og átti að grýta eins mörgum skóm yfir á næsta lið og maður náði. Flestir fengu skólöðrung í andlitið og sumir jafnvel á verri, viðkvæma staðinn. Síðan var hlaupakeppni, og gamli vann alla. Ég kom eiginlega sjálfum mér smá á óvart. Kannski hef ég bara misskilið sjálfan mig öll þessi ár (hæ Hildur Líf).
Alla þessa tíu daga svaf ég í tjaldi, án dýnu, með svefnpoka sem náði mér niður á brjóstkassa - og veðrið í suðrinu er ekkert grín. Hitastigið lækkar niður 20 gráður á 20 mínútum. Alla dagana þurftum við að fara í messu. Kaþólskar messur, eins og ég hef áður sagt á þessu bloggi, er minnst "my cup of tea" af öllu sem ég get hugsað um. Þetta er það drepleiðinlegasta sem ég veit um. Eitt kvöldið hlustaði ég einmitt á Faðir Gian, sem er mjög funny en samt mjög heilaþveginn gamall karl. Hann drullaði niður lútherska trú, evangelíska og múslimatrú. Talaði um að fólk þessarar trúar væri aldrei hamingjusamt og alltaf í fýlu og bara hreint út sagt leiðinlegt. Þeir kæmust aldrei í nálægð við Guð og bla bla bla. Ég fékk smá krampa í hnefana þessa stundina en náði að hemja mig. Hann er nú á áttræðisaldri.
Einnig var á hverju kvöldi fyrir kvöldmatinn farið yfir St. Rosario. Allir eiga einhverskonar hálsfesti með kúlum, 10 og 10 saman. Við hverju kúlu þarftu að fara með sömu bæn aftur og aftur.
"Dios te salve, María, llena eres de gracia, el Senor es contigo. Bendita tú eres entre todas las mujeres, y bendito es el fruto de tu vientre, Jesús."
"Santa Maria, madre de Dios, ruega por nosotros pecadores. Ahora y ahora de nuestra muerte Amen."
Þetta eru setningarnar sem að sagðar eru þrisvar sinnum, 10 sinnum í röð í einu, aftur og aftur. Með fleiri bænum inn á milli, þetta er svolítið ruglingslegt. En skiptir svosem ekki miklu máli.
Einn daginn fórum við í meira en 10 km fjallgöngu, það var erfiðara en ég hélt. Aðallega útaf hitinn var svo mikill. En útsýnið yfir fjallið var ótrúlega fallegt og ég hálf missti heyrn á meðan ég horfði yfir náttúruna.
Við fórum síðan í bæinn í San Martin de los Andes, sem að var rosalega fallegur og svolítið evrópskur í útliti. Þar voru margir túristar, strönd og allt mjög nett. Mikið af súkkulaðibúðum. Suður-Argentína er mjög þekkt fyrir gott súkkulaði, þá sérstaklega Bariloche. Þrír valmöguleikar voru í boði, það var hjólaferð, sofa eða fótbolta. En krúttlegi, bláeygði, ljóshærð útlendingurinn með verslunaráráttuna fékk að fara í bæinn og kaupa netta minjagripi og borða ís í staðinn.
Eitt síðdegið fórum við í göngu rétt hjá tjaldsvæðinu okkar. Þar átti Hitler og hans menn að hafa aðsetur forðum daga. Þetta var svolítið undarleg upplifun og ég tala meira um það seinna því að ég fann svolítið skrýtinn stað. En við fórum líka í messu í einni kirkjunni þarna í nálægð og allt inn í henni var þýskt. Einn strákurinn ældi í miðri messunni. Ekki er vitað hvort að þetta hafi verið kaþólsk trúaræla eða einfaldlega allt úldna spaghettíið sem við vorum búin að borða dag eftir dag og hörðu gömlu brauðbollurnar. Ég skil hann samt fullkomnlega ef fyrri ástæðan er sú rétta. Annaðhvort mun ég koma heim sem heilaþveginn kaþólikki eða trúleysingi. Mér finnst samt líklegra að ég leiðist til trúleysis eftir allt þetta fáfróða bull sem að straujað var inn í haus allra þessa vesalings stráka. Líka bara vegna þess að ég er meiri uppreisnarseggur heldur en að látast undan.
Síðan voru fleiri þrautir í skóginum og í myrkrinu með vasaljós. Þarna var lítið rafmagn og þar af leiðandi ekkert ljós. Ég var að klikkast úr hræðslu og ímyndaði mér að stór skógarbjörn myndi stökkva út úr einu blómabeðinu og éta mig. En allt gekk eins og í sögu. Þarna var einn strákur sem að gerðist aðdáandi að mér, ég var eiginlega bara hálf hræddur við hann. Hann hefur örugglega ekki alveg gengið heill til skógar en hann var alltaf að reyna að fá mig til þess að hlægja. Það tókst ekki enda sá allra ófyndnasti strákur sem ég hef komist til kynni við, án þess að vera of mean. Hann spurði mig einmitt með hroka hvort að það væri ekkert sem að fengi mig til þess að hlægja. Ég svaraði í sömu mynt og sagði að svo væri, að fyndið fólk fengi mig til þess að hlægja. Hann talaði ekki við mig það sem að eftir var ferðarinnar.
Seinasti dagurinn minn á tjaldsvæðina ákvað ég að fara einn í göngutúr um umhverfið, ég sagði engum frá og fór bara. Það var mjög notarlegt að fá að vera einn í náttúrunni í algjörri þögn og skoða sig um. Og þegar ég talaði um aðsetur Hitlers og félaga áðan þá gekk ég á stað með allskonar herrústum og timbri út um allt. Þetta var eins og eldgömul herstöð. Fékk mig mikið til þess að pæla í öllu hvernig þetta hafi gerst. Þarna var einnig hús sem var við það að hrynja niður.
Við lögðum síðan af stað frá tjaldstæðinu til Bariloche sem að tók rúmlega 4 klst. Sem er bara oggupons núna hjá mér. Ég skil ekki hvað maður var alltaf að væla um hvað það væri langt frá Reykjavík til Akureyrar. Pff, bara eins og að skreppa í bæinn fyrir mér. En í Bariloche gistum við einmitt í herstöð, mjög öruggur þar. Bærinn í Bariloche er eins og að vera í paradís. Hale fokking lúja. Ég elska þessa borg. En þar er mjög dýrt að lifa og talað er um að túristar séu að nálgast meirihlutann af fjölda fólks í þessari borg. Og súkkulaðibúðirnar, ómælord! Þær voru örugglega yfir 100. Ég fékk mér McDonalds, ekki svo langþráðann en aðeins til þess að taka mynd af mér með BigMac og monta mig.
Við fórum síðan að flottasta hóteli í Argentínu sem ber nafnið Llao Llao og er sjúkt! Og landslagið var fáránlegt. Hafði aldrei séð svona áður.
Ég er hundrað prósent á því að ég sé að gleyma einhverju mikilvægu núna, en það verður þá bara að hafa það. Ég ætlaði að skrifa um hvern einasta dag í einu í bók, en ég gleymdi pennanum heima. Frekar vel gert. En það sem ég lærði af þessari ferð er að 10 dagar í tjaldútilegu með bunch af einhliða strangtrúðum kaþólikkum er of mikið fyrir mig í einu. Samt sem áður var þetta rosalega einstök upplifun og fróðlegt. Engu að síður var frábært að sjá fegurðina sem að Argentína hefur upp á að bjóða og síðan eignaðist ég líka fullt af frábærum vinum, allsstaðar að úr landinu. Ég vona að ég fái tækifæri til þess að eyða meiri tíma í Bariloche.
Hér er albúm með fullt af myndum frá ferðalaginu, opið öllum: Ýta hér
ps. ég man mjög vel að fyrir skiptinemaferðina mína þá gerði ég lítið annað en að skoða síður frá öðrum skiptinemum og láta mig dreyma. Ég hafði margar spurningar ósvaraðar. Þess vegna vil ég hvetja alla þá sem að eru að lesa bloggið mitt í sömu sporum og hafa einhverjar spurningar að endilega spurja mig í commentum eða í facebook message. Ég hef einnig gmail; ulfarviktorbj@gmail.com ef þið viljið senda mér póst. Ég svara öllum spurningum. :)
Friday, January 6, 2012
Áramótin í San Juan
...Jebb, því ég er sick duglegur og lofaði ykkur nýársbloggi og hér kemur það!
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
Hvað hef ég gert?
Jú, þó nokkurn slatta. Fimmtudaginn þann 29. desember (á síðastliðnu ári, sæll!) fór ég til San Juan með fjöllunni minni og stoppuðum við í eyðimörkinni á leiðinni eins og við gerum oftast. Síðan keyrðum við í rúma 4 tíma, sem eru byrjaðir að líða eins og hálftími hjá mér vegna þess að við förum svo oft þangað. Stundum oftar en einu sinni í mánuði. Fjölskyldan mín er líka hálfofvirk þegar kemur að því að fara eitthvert. Því það er aldrei ákveðið neitt með fyrirvara. Þau eru bara farin á því sekúntubroti sem eitthvað er ákveðið. Og þá fæ ég tremmakast af kvíða og óvissu, ég þarf að hafa svona hluti vel skipulagða og vita hvert leiðin liggur!
Þegar við komum tók amman og afinn á móti okkur og síðan var bara slakað á og sofið í siestunni sem er milli 2-4 en var aðeins í seinna laginu samt af sökum ferðarinnar. Þegar við vöknuðum ákváðum við að skella okkur í bæinn og rölta um centro San Juan-borgar sem er miklu stærri en í heimaborginni minni. Í San Juan er líka miklu meira mannlíf enda rúmlega fjórfalt meiri fólksfjöldi en í San Luis. Þar er loftslag sem kallast sondae og er svo heitur vindur að það mætti líkja honum við gustinn sem kemur þegar maður opnar ofn á fullum 300° hita. Þessi loftslag er lífshættulegt og hefur fólk í alvörunni dáið út af því. Síðan var rúmlega 38-50 stig allan tímann ekkert að bæta þetta.
Þegar við komum tók amman og afinn á móti okkur og síðan var bara slakað á og sofið í siestunni sem er milli 2-4 en var aðeins í seinna laginu samt af sökum ferðarinnar. Þegar við vöknuðum ákváðum við að skella okkur í bæinn og rölta um centro San Juan-borgar sem er miklu stærri en í heimaborginni minni. Í San Juan er líka miklu meira mannlíf enda rúmlega fjórfalt meiri fólksfjöldi en í San Luis. Þar er loftslag sem kallast sondae og er svo heitur vindur að það mætti líkja honum við gustinn sem kemur þegar maður opnar ofn á fullum 300° hita. Þessi loftslag er lífshættulegt og hefur fólk í alvörunni dáið út af því. Síðan var rúmlega 38-50 stig allan tímann ekkert að bæta þetta.
Og sú var ástæðan fyrir að það var óbærilegt að vera inni í húsinu því þar var ennþá heitara. Nema í einu herbergi þar sem loftræstikerfið var á fullu. Þar hélt ég mig aðallega.
En eftir að hafa skoðað stærstu kirkjuna í borginni og farið upp í turn og séð allt San Juan og Chile meðal annars þá fórum við og fengum okkur pizzu og kók á göngugötunni á stað sem að hét þessu skemmtilega nafni “3 reyes” eða “3 kóngar” og auðvitað var mynd af Elvis Presley í glugganum. Ég gat ekki annað en fengið að taka mynd af mér með kallinum. Við vorum flottir saman.
Þá var haldið heim á leið í hús ömmunnar og afans.
Bróðir mömmu minnar og konan hans komu svo um kvöldið, þau búa í bænum Jachál sem er rúmlega klukkutíma frá San Juan. Þau eiga samtals fjórar stelpur allt yngra en 9 ára = óóógeðslegt! (ekki djók)
Ég sagði ykkur í einu blogginu frá þessum stelpum og einnig það að yngsta stelpan sem er aðeins 1 árs og 2 mánaða er hrædd við mig, og þá meina ég að hún er ennþá alveg skíthrædd þegar hún sér mig! Það mætti halda að ég sé bara hennar allra stærsta martröð. Hún panikkar alltaf þegar hún sér mig og fer að gráta, þannig ég verð bara að vera einhversstaðar annarsstaðar þegar þetta fólk kemur í heimsókn. Er ég ekki alveg minnst ógnvekjandi týpan? Þoli ekki svona lítil grenjubörn.
Þau segja samt að þetta sé mögulega vegna þess að hún er óvön svona hvítlitaðri húð með blágræn augu. Því það eru allir eins hérna, latinos með brún augu. Lítið úrval.
Um kvöldið keyptum við svo ís til þess að draga aðeins úr þessum viðbjóðslega hita sem var inni í húsinu. Og þá fórum við að sofa.
Þau segja samt að þetta sé mögulega vegna þess að hún er óvön svona hvítlitaðri húð með blágræn augu. Því það eru allir eins hérna, latinos með brún augu. Lítið úrval.
Um kvöldið keyptum við svo ís til þess að draga aðeins úr þessum viðbjóðslega hita sem var inni í húsinu. Og þá fórum við að sofa.
31. desember bjó ég svo til annað ávaxtasalat eins og ég gerði um jólin. Það er alveg sjúklega ferskt og gott svona í hitamollunni. Strákarnir þeir Germán, Elias og Santiago (frændi þeirra) fóru allir í sundlaug að kæla sig niður en á meðan lá ég hálf-meðvitundarlaus í rúminu inni í herberginu sem actually hélt mér á lífi með loftræstivél. Já, sumar í San Juan drepur.
Um kvöldið fórum við svo á Las Malvinas (nafnið er dregið af eyjunni undir Argentínu sem að er undir breskum yfirvöldum en Argentínubúar hafa nokkrum sinnum lagt stríð á hendur Englendinga til að fá þessa eyju, sem er augljóslega landfræðilega séð miklu meira argentínsk heldur en ensk. Bretar eru bara og hafa alltaf verið hálfvangefin þjóð) sem er án efa besta ísbúð sem ég hef farið í. Jesús, ég er alltaf að uppgötva betri og betri ísbúðir hérna. Og inn í þessari ísbúð hitti ég einmitt Breta. Tilviljun? I don't think so.
Síðan seinna um kvöldið spiluðum við spil sem ég man ekki alveg hvað heitir. Spilin hér í Argentínu eru mjög skrýtin. Þetta eru ekki eins og venjuleg spil á Íslandi. Vinsælasta spilið hérna heitir Truco og er flókið, ég mun aldrei ná að skilja það fullkomnlega... en ég ætla að reyna.
Um kvöldið á laugardeginum fórum við svo og bárum borðin og stólana út á GÖTU. Jebb, við borðuðum áramótamatinn út á götu (eins og flestir San Juan búar gera). Fyrir utan litlu búðina sem að amman og afi eiga og vinna í allan daginn (er hluti af húsinu þeirra, sem er svolítið kósý því það vantar aldrei klósettpappír eins og gerist oft á argentínskum fjölskyldum og líka að þau eiga alltaf til eitthvað gott að drekka). Það sem var í boði var alvöru argentískt empanadas sem er svona hálfmáni fylltur með nautakjöti og osti og fleiru, sjúklega gott. Og svo var svín sem ég var ekki alveg að fíla. Ég bjóst einnig við svaka flugeldum í San Juan þar sem það er ágætlega stór borg og þau voru búin að segja mér að það væri miklu meira þar heldur en í San Luis. En nei nei, þetta var ósköp ræfilslegir flugeldar sem fóru í loftið. Ef þau sáu ýlu skjótast upp voru þau alveg yfir sig hrifin.
En við fórum ekki að sofa fyrr en rúmlega 6 um nóttina.
Rúmlega 2 – hálf þrjú daginn eftir fórum við öll á tjaldstæði og svona kósý almenningsgarð þar sem fólk kemur saman til að grilla og hafa það kósý. Þetta var alveg flottur staður.
Ég ældi samt þegar ég sá sundlaugina þarna og hundruði manns að baða sig í henni, aldrei séð jafn brúna og drulluskítuga sundlaug áður. Ég hef alltaf verið með sundlaugafóbíu, aðallega vegna tilhugsuninni að baða sig í sama skít og svita og annað ókunnugt fólk. Hvað þá þegar laugin er full af skít? Viðbjóður.
Rúmlega 2 – hálf þrjú daginn eftir fórum við öll á tjaldstæði og svona kósý almenningsgarð þar sem fólk kemur saman til að grilla og hafa það kósý. Þetta var alveg flottur staður.
Ég ældi samt þegar ég sá sundlaugina þarna og hundruði manns að baða sig í henni, aldrei séð jafn brúna og drulluskítuga sundlaug áður. Ég hef alltaf verið með sundlaugafóbíu, aðallega vegna tilhugsuninni að baða sig í sama skít og svita og annað ókunnugt fólk. Hvað þá þegar laugin er full af skít? Viðbjóður.
Þannig við fórum frekar í “canal” sem er einskonar rennsli sem er mjög algengt í San Juan, að sökum hitans, til þess að fólk geti kælt sig niður. Þar var líka hálfgerður gosbrunnur sem maður gat baðað sig í og þetta var mun hreinna vatn. Svo fórum við og borðuðum asado og töluðum saman í smá tíma þangað til að þau vildu fara aftur að þessu rennsli, en eins og sólin er núna mikill óvinur minn þá ákvað ég að fara ekki þar sem ég fann að var að brenna ágætlega mikið.
Þetta kvöld fórum við svo til frændfólk þeirra í heimsókn. Þar býr 19 ára stelpa sem að á barn með fimmtugum bróðir hostpabba míns, allt eðlilegt við það bara. Jájá. Þau voru samt öll rosa fín. Eftir það fórum við svo til Javier og konu hans. Maðurinn sem fann upp “Pepe” nafnið á mér. Hann er ótrúlega fínn og það er mjög gaman að heimsækja þau. Líka útaf þau eiga svo nett hús með sjúklega netta sundlaug í garðinum með pálmatré og asadogrilli og öllu. Þar skar ég einmitt niður skinku af nýdrepnu svíni. Ég hef fundið það út að ég er ekki mjög góður að skera eitthvað, vegna örvhentu minnar.
Morguninn eftir tókum við allt saman og héldum heim til San Luis-borgar. Þó svo að San Luis sé engin super partý borg þá er þetta heimaborgin mín og mér líður best þar. Þar eru vinir mínir og mér líður heima þegar ég er hér. Svo ég fékk alveg smá “home sweet home” tilfinningu. Aðallega vegna þess að hér er mun þæginlegra loftslag. En nei, þetta var ekkert svo sweet því að frændfólkið og fjórar stelpurnar fóru með í för og gistu 2 nætur í húsinu mínu. Ég vil taka það fram að ég bý ekkert í svakalega stóru húsi og við vorum 12 manns. Morguninn eftir fórum við samt í sveitina, fyrst til Trapiche sem er ótrúlega flottur staður og þar syndum við í hreinni ánni sem var volg þar sem sólin skein á hana. En að sjálfsögðu gleymdi hún ekki að skína á mig og brenna allsvaðalega á öxlum og baki (núna er ég með blöðrur og leiðindi á bakinu). Síðan fórum við til La Florida sem er annað svæði hér til að synda í sjó og mjög flottur staður. En það var frekar skítugt að synda í sjónnum þar þannig við snerum aftur til Trapiche og eyddum einhverjum tíma þar. Eftir það fórum við svo til Potrero de los Funes sem er enn annar staður til þess að synda, fara í kayak og báta og fleira. Síðan fórum við á vinsælasta skyndibitastaðinn hérna sem heitir Luna og selur eina ógeðslegustu hamborgara sem ég hef smakkað. Þetta er semi eins og pítubrauð með svörtum kolamola á milli. Síðan fórum við heim og sofnuðum.
That's about it.
Takk fyrir að lesa þetta frekar húmorslausa blogg hjá mér, ég er bara ekki fyndinn í dag. Sorry.
Nýárskveðja,
Úlfar Viktor
ps. í gær áður en við fórum að sofa þurftum við systkinin að láta vatn í skál og svo fylla aðra skál af grasi og láta þær út fyrir utan svalahurðina. Síðan áttum við líka að láta skónna okkar út. Vegna þess að 6. janúar er dagur hirðingjanna og í Argentínu á þeim degi koma “hirðingjarnir þrír” og gefa 3 litlar gjafir til barnanna í anda helgisögunnar þegar hirðingjarnir gáfu Jesúbarninu gull, mirru og reykelsi. Ég fékk svona stuttbuxur ú gallaefni úr merkinu SOHO, mjög þæginlegar og sérstaklega í hitanum. :)
Monday, December 26, 2011
Jólin í Argentínu
Þorláksmessan hefur mér alltaf fundist svo yndislega notarlegur dagur. Þá eru flestir búnir að skipuleggja jólin og seinasta “level-ið” í gjafainnkaupum af lokið. Fnykurinn af kæstu skötunni, sem að mér hefur hreinlega boðið við og kúgast yfir, finnst mér núna svo ótrúlega ómissandi vegna þess að það er hluti af hinum fullkomnu íslenskum jólum. Ég er svo sannarlega að kunna að meta Ísland alltaf betur og betur með hverjum deginum sem líður. Mér var sagt að maður gerði sér grein fyrir því þegar maður kæmi heim, en ég er meðvitaður um það hvað þessi reynsla er að gera fyrir mig á meðan hún stendur yfir. Þess vegna reyni ég alltaf að snúa neikvæðum hugsunum yfir í þær jákvæðu alltaf þegar þær vilja poppa upp. Hugsa um hversu heppinn ég er að fá að upplifa jól í öðru landi, á mínum eigin vegum.
Við fjölskyldan á leið í messu |
Á Þorláksmessumorgni fór ég einn í bæinn til þess að kaupa jólagjöf fyrir hostmömmu. Ég hafði áður, fyrir nokkrum dögum, farið í bæinn með henni og lúmskast við að fylgjast með því hvað henni fannst flott og lagt það síðan á minnið. Þess vegna fór ég í hennar uppáhaldsbúð og keypti tösku sem henni fannst mjög flott, í hennar uppáhaldslit, túrkísbláum. Ég fór svo í sjoppu í bænum og bað um inneign á símann minn og afgreiðslustúlkan þykist gera eitthvað í því, ég borga og labba sáttur út. Síðan beið ég eftir skilaboðinu sem á alltaf að koma þegar áfyllingin hefur komist til skila, en ekkert kom. Þannig Úlli litli labbar aftur í sömu sjoppuna og lætur stúlkuna heyra það, að hann láti ekki bjóða sér upp á svona og vilji fá inneignina sína sem hann borgaði fyrir. Staðreyndin er nefnilega sú, að Argentínubúar geta verið svolítið falskir og ótraustir þegar kemur að útlendingum.
Ég sagði ykkur í seinasta bloggi að ég muni eyða jólunum og áramótunum í San Juan hjá ömmu og afa eins og hefðin er á jólunum. Það breyttist síðan fljótt eftir bloggið þegar hostpabbi lenti í árekstri á bílnum og þurfti hann að fara í viðgerð. Þess vegna þurftum við að eyða jólunum hér í San Luis. Það er allt í lagi með pabbann samt, no worries.
Við erum þó með aðra pínulitla og eldgamla druslu sem fellur vel inn í argentíska bílamenningu (hér sjást engir fínir Range Roverar á götunni neitt eins og á Íslandi). Málið er samt að ég er svolítið hræddur í þessum bíl, þar sem ekki er boðið upp á bílbelti. Ég treysti engum í umferðinni hérna. Það er eins og að vera í rússíbana án öryggisbúnað að fara í eina strætóferð hérna, maður verður bara að halda sér fast í það sem er næst manni og vona að maður komist heill á leiðarenda.
Við erum þó með aðra pínulitla og eldgamla druslu sem fellur vel inn í argentíska bílamenningu (hér sjást engir fínir Range Roverar á götunni neitt eins og á Íslandi). Málið er samt að ég er svolítið hræddur í þessum bíl, þar sem ekki er boðið upp á bílbelti. Ég treysti engum í umferðinni hérna. Það er eins og að vera í rússíbana án öryggisbúnað að fara í eina strætóferð hérna, maður verður bara að halda sér fast í það sem er næst manni og vona að maður komist heill á leiðarenda.
Ég datt svo í spjall við hostmúttu og hún sagði mér að hún vilji helst ekki gefa neinar jólagjafir, en gefi samt vegna þess að hún vilji heldur ekki að börnin hennar séu þau einu sem ekki fá gjöf. Venjan er nefnilega sú að gjafir eru vanalega ekkert alltaf gefnar, en ef svo er þá erum við ekki að tala um flatskjá, snertiskjásíma, nýjasta iPadinn, tvöhundruðþúsund krónna gjafabréf eða Ameríkuferð í 2 vikur eins og margur Íslendingurinn er vanur.
Á aðfangadagsmorgni byrjaði ég daginn á því að búa til þetta frábærlega vel heppnaða ávaxtabland sem vakti mikla lukku. Það innihélt epli, appelsínur, kiwi, perur, durazno(ferskjur), banana og kirsuber. Ensalada de frutas (ávaxtasalat) er ómissandi partur af argentínskum jólum hjá hverri einustu fjölskyldu, eins ferskt og það nú er í þessum steikjandi hita. Síðan baslaðist pabbi við að troða fyllingu í kalkúninn og henti honum svo í ofninn. Fyrst átti ég að fá fisk í jólamatinn... FISK...er það nú jólamatur! En þau sáu síðan kalkún á tilboði og ákváðu að taka af skarið og prófa þannig einu sinni... mér til mikillar ánægju. Mamma bjó til rúmlega 200 kaldar samlokur með majónes, skinku, osti, grænmeti og fleiru. Samlokur hérna eru oftast með þreföldu brauði. Ég hef ekki enn þá komist að þeirri leynikenningu hvernig Argentínubúar geta étið stanslaust án þess að fitna. Fyrir jólamatinn fórum við í messu í kapellu sem var á annarri hæð á spítalanum hér í San Luis. Af hverju fórum við þangað? Ég veit það ekki.
Kaþólskar messur eru alveg not my cup of tea.
Kaþólskar messur eru alveg not my cup of tea.
Hér er dágóður listi yfir það sem að borðað og drukkið var á aðfangadagskvöldi: turron, hnetur, pan dulce, ávaxtasalat, samlokur, súkkulaðirúlluterta, kókoskökur með dulce de leche inn í, fylltur kalkúnn, fylltur kjúklingur, bjór, kampavín, hvítvín, eplacider svo eitthvað sé nefnt.
Kalkúninn borðuðum við svo kaldann, því að á þeim máta er alltaf borðað jólasteikina hér, af sökum hitans.
Kalkúninn borðuðum við svo kaldann, því að á þeim máta er alltaf borðað jólasteikina hér, af sökum hitans.
Við matarborðið |
Eftir matinn fórum við út og fleygðum nokkrum ragettum, eitthvað líkt kínverja og froska en samt mun minna. Hér er alveg jafn mikið sprengt upp flugelda á jólunum eins og á áramótum. En í San Luis er mjög lítið sprengt. Einnig vorum við með þessar blöðrur sem að kveiktar eru að innan og látnar fjúka upp í himininn. Þið sem lásuð viðtalið við mig á mbl.is (sjá hér) vitið hvað ég er að tala um. Nema það að ég kveikti ekki bara á þráðinum innan í, heldur kveikti ég bara í helvítis blöðrunni, þannig mín náði ekki að fjúka upp í loft en fuðraði upp í staðinn og myndaði bál á túninu fyrir utan húsið mitt. Vel gert maaar... gengur bara betur næst!
Þegar ég var búinn að fail-a nóg fórum við til frændfólk þeirra í smá heimsókn þar sem ég drakk eplacider og hlustaði á einn fellann spila á píanó. Ég var orðinn vel þreyttur þegar við snerum síðan heim á leið og ég fékk minn svefn þangað til klukkan 2 um jóladagsmorgun. Þennan dag gerði ég nákvæmlega ekki neitt.
Þannig ég skálaði við sjálfan mig og drakk allt freyðivínið sem til var. Djók.
Þannig ég skálaði við sjálfan mig og drakk allt freyðivínið sem til var. Djók.
Ég fer snemma í næstu viku til San Juan og eyði þar áramótunum í faðmi fjölskyldunnar. Í San Juan eru mun fleiri flugeldar, og að vonum meiri stemning - enda stórborg. Þar er hinsvegar mun heitara og rakara loft, sjáum til hvernig ég tækla það. Ég mun síðan koma til með að blogga um áramótin þegar ég kem heim til San Luis.
Þangað til, hafiði það yndislegt yfir hátíðarnar.
Með jólakveðju,
Úlfar Viktor
PS. ÉG VIL COMMENT
PS. ÉG VIL COMMENT
Saturday, December 24, 2011
Subscribe to:
Posts (Atom)