Já það er rétt!
Þá er ég kominn með fósturfjölskyldu í Argentínu. Ég mun búa í San Luis, sem er yndislegt fylki í miðju landinu. Ótrúlega fallegt landscape, vúá! Get ekki neitað því að mig hlakkar núna sjúklega mikið til!
Pabbi minn heitir Antonino Ruiz og er '61, mamma mín heitir Miriam Giovanna Repossi og er '64. Þau eiga tvo stráka þá Jonatan sem er '93 og er trúlofaður kærófaggi og Matías Ruiz sem er '91. Þetta virðist allt vera indælisfólk og ég hlakka mikið til að vita meira um þau.
Þetta er mikill léttir, ég er rosa jákvæður á þetta. Það hefur hinsvegar margt frekar neikvætt komið uppá síðkastið. Vinnuharka Argentínumanna er greinilega ekki upp á marga fiska þar sem nú hefur verið skipt brottförunum í tvennt, sem þýðir að fyrsta brottför er 18. ágúst og seinni 16. september. Þetta er vegna þess að þau hafa fattað svo seint hversu margir skiptinemar eru að koma til landsins og þau sjá sig ekki fært um að geta farið yfir allar vegabréfsáritanirnar... leim! En ég fæ að vita í hvaða brottför ég verð í fyrstu vikunni í ágúst. Þetta er allt að koma!
Ég segi ykkur meira frá fjölskyldunni og staðnum þegar ég er búinn að fá mail til baka frá fjölskyldunni um húsið, skólann sem ég fer í o.s.frv :)
ATH! Ég vil fá comment.
Þið einfaldlega ýtið á annað hvort name/url og skrifið nafn og ekkert í url eða þá anonymous og skrifið þá bara "kv. *nafn*" í endann á kommentinu!
spennó spennó ! góða ferð og vertu duglegur að segja okkur hvernig gengur :D!
ReplyDeleteNOOOJS! Á eftir að sakna þín svoooo en þetta verður þvílík upplifun fyrir þig :-)
ReplyDeleteOhh ég er svo spennt fyrir þig Úlfar minn! Þetta á eftir að vera bara ævintýri :) Ætla fylgjast vel með blogginu þínu :-) Skemmtu þér sjúúdddlega vel úti í Argentínu! OG EINS GOTT AÐ ÞAU VERÐI GÓÐ VIÐ ÚLFAR MINN! :*
ReplyDeleteÞau eru yndisleg, það er engin hætta á öðru! :)
ReplyDeleteTakk elskan <3