Monday, February 27, 2012

Strandarstemningarnettleiki og einn ískaldur með




Ár og aldir hafa liðið síðan ég bloggaði síðasta bloggið mitt (miðað við ágætlega regluleg skrif mín) og ástæðan fyrir því er að ég hef haft ágætlega mikið að gera undanfarið. Það þýðir að þetta blogg verður með því lengsta sem ég hef gert. Ég veit ekki hvort að allir vita það en ég er nefnilega í sumarfríi og hef verið síðan í byrjun desember, en það er því verr og miður að klárast og skólinn mun byrja á ný næstkomandi þriðjudag. Ég er ekki að hlakka mikið til þess. Samt held ég að þetta er allt að fara að verða miklu skemmtilegra. Ég er að byrja í "promoción" sem er seinasta árið hérna í colegio og á þessu ári er mikil stemning að búa til sér skólabúning fyrir hvert promoción í hverjum skóla hér í Argentínu með frumlegu nafni. Flest nöfnin eru ýmist á frönsku, ítölsku o.s.frv. Nafnið á mínu promocióni heitir Bancouver (já með b-i). Af hverju, veit ég ekki. Þeim fannst það eitthvað töff. Ekki mér. En ég skipti mér auðvitað ekkert að því.
En á þessu seinasta ári er einmitt ekki lært neitt, djammað allar helgar og allir rosalega nánir allt í einu því að leiðir munu auðvitað skiljast að eftir skólann og allir munu fara sína vegi hvað varðar framhaldandi menntun þeirra.
Mér finnst þetta samt bara með svo eindæmum leiðinlegur skóli að það er ekki einu sinni fyndið lengur. Ég reyni bara að lifa af hvern og einn skóladag. Og ekki betrumbætir það að þurfa að byrja að vakna klukkan 6 á ný og biðja í anddyri skólans í hálftíma + í byrjun alla tímanna. Ég er samt í alvarlegum pælingum á einu sem gæti mögulega komist í framkvæmd. Og kannski fáið þið að vita það ef eitthvað jákvætt kemur upp á yfirborðið. Þetta er alveg big deal og erfið ákvörðun. Stay curious!

ps. 10. febrúar, degi áður en við lögðum af stað í ferðalag fékk ég tilkynningu frá Liliönu (trúnaðarkonu minni) að maður hafði hringt til hennar og sagst hafa fundið kortaveskið mitt liggjandi á götunni í bænum. Hann hafði séð númerið hennar á gula AFS kortinu mínu sem það innihélt og hringt í hana en vildi ekki færa henni kortið. Hún gaf mér símanúmerið hjá þessum gæja og pabbi minn (Mario) hringdi í hann. Maðurinn vildi fá pening í staðinn fyrir að gefa mér veskið. Ekkert mikilvægt var í veskinu. Ég var með kreditkortið mitt hér heima. Mario sagði honum að við værum enginn helvítis hjálpræðisher. Ég fór með mömmu og hitti þennan mann við Alello (supermarkaður hér) og þá mundi ég eftir þessum manni. Ég hafði séð þennan mann í bænum. Það var mjög létt að muna eftir honum því hann hafði einkennilegt gifs á hendinni og skakklappaðist. Hann hafði þjófa-attitude (allir hér í Argentínu geta séð hverjir eru chorros (þjófar) og hverjir ekki). Hann byrjaði að ljúga einhvað að hann hafi séð það bara liggjandi á víðavangi og blablabla. En það er létt að lesa svona menn. Kortaveskið mitt var í rassvasanum mínum. Hann hefur rænt mig, séð að ekkert merkilegt var í veskinu, og þar af leiðandi hringt til þess að fá pening fyrir veskið. Þannig virkar þjófabusinessinn. Hann spurði mig síðan: "Og hvað fæ ég í staðinn?" og ég svaraði kaldur á yfirbragði eins og alltaf:"Mögulega betri samvisku". Tók veskið af honum og gekk í burtu.

En til þess að byrja bloggið á einhverju þá fór ég einmitt í þetta ferðalag til Mar del Plata með fjölskyldunni þann 11.-20. febrúar. Mar del Plata er aðal sólstrandarborgin í Buenos Aires og er rosalega mikill túristarstaður. Hvern einasta dag gerðist ég svo duglegur að skrifa í dagbókina mína og stundum oftar en einu sinni á dag. Það er frekar spes að skrifa í dagbók og afrita það síðan yfir á netið fyrir almenning. En til þess gerði ég þetta. Svo hér kemur hver dagur á fætur öðrum á Mar del Plata.


Mánudagurinn 13.02.12
Klukkan 5 á laugardagskvöldi lagði ég ásamt fjölskyldunni minni frá San Luis í ferðalag til Mar del Plata, það tók rúma 11-12 tíma að keyra þangað. Klukkan var semsagt 6 um morguninn þegar við vorum komin, við sváfum smá í bílnum áður og horfðum á sólarupprásina á ströndinni. Fengum okkur að borða: 3 medialunas(croissants) og kaffi með mjólk. Ég er í alvörunni byrjaður að drekka þann viðbjóð. Síðan fórum við og leituðum af hóteli við strönd og fundum eitt fínt á stað sem heitir Mogotes. Eftir að hafa komið okkur fyrir fórum við öll á ströndina. Öldurnar voru mjög miklar. Ég fór í sjóinn í smá stund og brann auðvitað á engum tíma. Ég get aldrei verið of lengi úti í einu án þess að setja á mig tonn af sólarvörn og 50+ er algjört lágmark, annars enda ég eins og pastelbleikt svín eins og ég hef meira og minna verið hérna í Argentínu. Sem hefur samt sína kosti því ég hata sundlaugar og staði þar sem margir koma saman. Ég fæ klígju og æli aðeins við tilhugsunina eina að vera í sama svitavatnspolli og ókunnugt fólk. Og ekki bætir við dauðu flugurnar á yfirborði vatnsins. Frekar fer ég 6 sinnum á dag í sturtu. Nú eftir ströndina fórum við og keyptum okkur að borða á einhverjum stað sem seldi eitthvað eins og grænmetisböku, superpaty (eins og pítuhamborgari, veit ek), superpancho (risapulsa) og fleira. Ég fékk mér þessa superpancho í von um að fá stóra goodlooking pulsu. En nei, þar skjátlaðist mér, þetta var sko ekkert super neitt. Alveg eins og ein SS pylsa eða jafnvel minni. Ég var vonsvikinn.
Eftir það fórum við í supermarkaðinn og keyptum stuff til að borða á hotelinu. Síðan ákvað ég að leggja mig í smá stund. Við fórum svo og sáum mjög netta flugeldasýningu. Hittum frændsystkini þeirra og fórum í bæinn með þeim og löbbuðum í smá stund. Fengum okkur ís og keyptum eitthvað óþolandi lítið hljóðfæradrasl sem einhver maður var að selja og systir mín gat ekki slitið sig frá. Þetta er svona dæmi sem heyrist píp í, semi flauta búin til úr röri. Síðan fórum við og skoðuðum í básunum þarna og auðvitað keypti ég mér nokkra minjagripi. En ekki hvað.
Ég væri til í að fá skiptinemaárið mitt hér.
Nú, í dag, vöknuðum við um 11, fórum beint á ströndina og létum öldurnar berja á okkur til rúmlega 5 um daginn. Auðvitað er ég skaðbrenndur hérna núna. Síðan fórum við inn í hús og borðuðum smá og sumir lögðu sig, ekki ég samt. Þegar allir vöknuðu fórum við niðrí bæ. Þar voru fullt af fígúrum, dragdrottningar, ósýnilegi maðurinn, tæknistyttan (hélt á síma og talaði með tæknilegri símarödd). Ég tek það fram að þetta var ósköp venjulegur mánudagur og þetta leit út eins og mjög góð menningarnótt á Íslandi. Bærinn var fullur af fólki. Síðan röltum við um, kíktum í búðir og fengum okkur pizzu að borða á mjög góðum stað. Fyrsta skiptið hér í Argentínu sem ég fæ alvöru pizzu. Eftir það fengu bræður mínir sér tímabundið tattoo, German fékk sér á öxlina Bart Simpson og Eli fékk sér Metallica merkið á úlnliðinn. Ég fékk mér ekki neitt. Mig langar ekki að láta skrifa eitthvað á húðina mína. Ef ég mun láta krota eitthvað á hana þarf það að hafa einhverja meiningu, sama hvort það verði að eilífu eða tímabundið.


Þriðjudagurinn 14.02.12, kl: 12:58 EH
Ókey, ég er nánast nývaknaður. Reyndar búinn að fá mér kakó og facturas í morgunmat. Áður en við fórum í ferðalagið sögðu þau að við myndum alltaf vakna mjög snemma, eða um 6-7 leytið. Neibb, það hefur ekki gerst hingað til. Sem er fínt, fyrir mér eru frídagar til þess að slaka á og leyfa sér að sofa nóg. Örugglega bara vegna svefn er mér mjög mikilvægur... að minnsta kosti á meðan ég sef. Ég vaknaði brunarúst og með moskítóbit útum allan líkama. Bar krem á mig. Síðan bar ég sólarvörn því leiðin lá á ströndina. Á ströndinni ákvað ég að vera í skugga og fara ekki í sjóinn vegna brunanum, not my fault að ég sé vesæll Íslendingur með inúítahúð. Á ströndinni var fullt fullt af fólki. Löbbuðu fram hjá mér þrír ljóshærðir strákar í Björn Borg nærum. Ég var búinn að bóka það að þetta voru Svíar, Danir eða jafnvel Norðmenn. Ég tók mér sér ferð í sjoppuna sem að þeir sátu og keypti mér kók bara til þess að reyna að heyra tungumálið sem að þeir töluðu og stóð þarna ágæta stund frekar lúmskur að labba framhjá borðinu þeirra aftur og aftur. Finndist ekkert eftirsóknarvert ef að þeir hefðu tekið eftir því. Þeir sound-uðu stundum eins og danir en samt get ég ekki skilið þá. Pottþétt norðmenn.
Síðan bjó ég til listaverk úr sandinum, bjó til ,,Úlfar Viktor" útstæða stafi og krossfisk. Eftir það fórum við heim og öll í sturtu (samt ekki öll saman sko) og fórum svo út að borða við bryggjuna þar sem hægt var að velja á milli fjölda staða. Fórum inn í sjóarabúð og ég sá fullt flott þar, t.d. riffla, öxi og ramma með alla sjóarahnútana á. Síðan borðuðum við á stað sem heitir Mediterreano og ég smakkaði snigla og fleira ætilegt. Mjög gott. Eftir matinn lögðum við af stað heim og nú er ég á leiðinni að fara að sofa. Buenas noches!


Miðvikudagurinn 15.02.12, kl: 12:39
Hæj áwsdir, klukkan er hvorki meira né minna en 12:39 og ég vaknaði korter í ellefu. Frekar "al pedo" á hótelinu, búinn að fara að ná í þvottinn úr þvottahúsinu hér nálægt á stað sem við fórum á í gær. Búinn að drekka tvö kakóglös og borða facturas og nú býð ég þolinmóður þangað til að þau ákveði að loksins gera eitthvað. Þetta fólk er svona týpur sem að ákveða og framkvæma allt á sömu sekúntu, þannig ég er alltaf í tremmakasti að gera mig tilbúinn þegar þau ákveða allt í einu að fara bara eitthvert.
Vonandi förum við ekki á ströndina í dag. Það er 35 stiga hiti og sól og ég safnaði 7 nýjum moskítóbitum í nótt. Síðan er ég auðvitað jafn rauður í framan og blekið í pennanum sem ég skrifa með núna. Og ekki það að mér leiðist ströndin. Ég elska að vera á ströndinni. Aðallega vegna þess að þá fæ ég að sýna mína listrænu hliðar í sandinum. En ég bara get ekki meiri bruna, húðin mín er að segja stopp.


Miðvikudagurinn 15.02.12, kl: 20:20
Ok, ég var að koma heim... af ströndinni. Allt í lagi. Ég fór bara smá í sjóinn en mest sat ég allan tímann og horfði á heitt fólk labba framhjá annað hvort super grannt eða vöðvastælt og sólbrúnt og oft í svona blautbúningum með brimbretti í hendinni. Ég öfundaði það.
Á meðan keypti ég mér ís og hámaði honum í mig. Það var ekki nóg svo ég keypti mér kók og maísstöngul af maísstönglamanninum sem öskraði yfir alla ströndina "choclooos!!!". Síðan bjó ég til þennan svakalega listræna skúlptúr. Við vorum þarna í dágóðan tíma, rúmlega 6-7 klukkustundir. Þegar við vorum við það að fara skrifaði ég í sandinn þar sem hann var alveg sléttur og flestir voru farnir. Síðan fórum við heim og hér sit ég í rúmstokknum og skrifa.


Fimmtudagurinn 16.02.12, kl 12:11
Í dag vaknaði ég (ó!). Fyrstur af öllum (eins og alltaf) og fór út í búð og keypti facturas (bakarísmatur sem þau borða alltaf hérna). Kom aftur heim, keypti ekki nóg. Fór aftur í búðina. Ble, kominn aftur kona. Ég ætla að fá medio kilo de pan og hún eitthvað nei, sorry hunny, þar sem ekki var electricidad var ekkert pan (brauð) í boði. 5 mínútum seinna kom rafmagnið í gang og ég fékk brauðið mitt og fleiri facturas. Með því keypti ég 4 mjólkurfernur og eitt smjörstykki og labbaði sáttur út.


Föstudagurinn 17.02.12, kl 00:30 (samt semi sami dagur)
Jebb, nú er klukkan að slá eitt um nótt. Við ætluðum að fara með Mariu og Carlos út að borða á fínum veitingastað en þar var mjög löng biðröð svo við fórum á McDonald's. Svekk. En í dag fórum við í Aquapolis, mjög fínt. Ekkert extreme samt, en alveg ágætt. Fór í svona carting con pedal. Það var líka fínt. Á morgun verður annar dagur án strandar...held ég!
ps. fokk hvað mig langar í vesturbæjarís!


Föstudagurinn 17.02.12, kl 11:57
Ok, vaknaði fyrir svona hálftíma síðan, var að koma úr sturtu. Ekki til shampoo. Ait, ég notaði þá bara hárnæringu í staðinn, ekkert mál sko, same shit. Er að fara með fötin mín í þvott og kaupa facturas og raksköfu fyrir skeggið mitt. Ble.


Föstudagurinn 17.02.12, kl 3:26
Ég fór ekki með fötin mín í hreinsun. Allt í lagi samt. Þau semsagt ákváðu að við myndum vera hér til mánudags í staðinn fyrir að fara til Buenos Aires á laugardag og sunnudag því að þar er sjúkur hiti og raki og rigning. Ákváðu að þau myndu fara þangað seinna. Heila 3-4 daga með mér í staðinn. Jújú, alveg sáttur með það. María og Carlos fóru til Bahia Blanca í dag og við kvöddum þau. Síðan labbaði ég og German og Leila í superpanchopatygrænmetisbökubúðina og keyptum kjúkling í hádegismat. Nú eru rúmar 32 gráður, fyrsta skiptið sem ég upplifi þennan hita í miðjum febrúar! Á eftir um 4:30 ætlum við í bæinn.


Ps. ég keypti raksköfu á leiðinni þegar við keyptum kjúllann og eitthvað ógeðslegt krem og rakaði skeggið mitt áðan sem endaði með öllum þessum blóðugu rakvélablaðaskorum og viðbjóðslegum hvítum kremaklessum slímugt upp við húðina mína. Ég kaupi mér dýrari gerðina af af Gillette raksápu næst. En ble, er að fara í bæinn.
Ps. Mér líður semi eins og ég sé að tala við sjálfan mig þegar ég er að skrifa allt þetta... en það er flott. Ég get þá talað við einhvern.
Ps. Ég er búinn að skrifa 4 bls í þessari bók (A6 bls kínabók) og klukkan er að verða fjögur og ég hef ekki gert neitt að viti. Sorry þið sem eruð að reyna að lesa þetta. Ég skrifa meira á eftir.


Föstudagurinn 17.02.12, 23:57
OK semsagt hæ! Ég var í þessum skrifuðu orðum (nánast) að klára samloku með milanesa (kjöt). Við fórum öll í bæinn í dag. Á ströndinni var allt of mikið af fólki, re lleno! Svo við ákváðum að skippa henni í dag. Við skoðuðum í fullt af búðum, það var heitt en samt engin sól, sem betur fer. Það er mikill raki hérna sem gerir hárið á mér ógeðslegt, semi eins og fuglahreiður. Svo er náttúrlega ekki til sjampó ennþá. Í bænum keypti ég 6 Shakespeare bækur á spænsku, sippuband og lyftingarhanska, jú útaf ég þykist ætla að vera svo duglegur og byrja í ræktinni og skokka úti. Ég, Mario, Eli og Leila fengum okkur borgara með milanesa og svo Grido ís á eftir. Við fórum í Frávega og Mario keypti sér Lenovo fartölvu, no big deal. Á meðan nýtti ég mér tímann og fór í iPadinn þarna og fór á Facebook.
Þau Andrea og Mario keyptu sér línuskauta og þá fórum við heim og prófuðum þá og ég sippaði með nýja bandinu mínu. Nú er ég að svitna eins og gíraffi á sterum og ætla í sturtu, án sjampós. Bad!


Laugardagurinn 18.02.12, 12:10
Klukkan er að ganga í korter yfir tólk hér á Mar del Plata, ég vaknaði um 11 leytið og fór loksins í sturtu með langþráða sjampóinu mínu sem var búið að kaupa inn. Síðan borðaði ég helvítis facturas sem er svo gómsætt en á sama tíma svo ógeðslega óhollar og fitandi. Hér er hellidemba og hefur verið í alla nótt. Samt er mjög heitt og því nánast óbærilega rakt. Hef ekki hugmynd hvað við gerum í dag í þessu veðri.


Laugardagurinn 18.02.12, 3:30 pm
Jahá... aldrei átti ég von á þessu! Ég vissi að þau væru léttgeggjuð, en halló! Ég var að koma af ströndinni? Það er ekki einu sinni sólarglyttir, heldur hellirignir. Þessi strönd er oftast troðfull af fólk en núna var þar ekki ein einasta hræða. Sniglarnir forða sér meiri segja! En nope, þau létu það ekki stoppa sig, tóku með sér tjald og tjölduðu á ströndinni og létu rigna sig niður. Ég kom með svona léttan brandara þegar ég vaknaði í morgun og sá alla þessa rigningu og sagði: "Vamos a la playa?" eða "Eigum við að fara á ströndina?". Ætli þau hafi tekið því alvarlega?


Sunnudagurinn 19.02.12, 3:49 am
Eftir að ég skrifaði seinast dauðleiddist mér þar sem allir lögðu sig nema ég og Elias. Svo ég stakk upp á því að fara út. Ég og Elias fórum í supermarkaðinn og keyptum okkur sitthvora kókina og Doritos og fórum að rölta á ströndinni og tala saman þar sem rigningin var farin, sólin farin að láta sjá sig og fólk var byrjað að flykkjast á ströndina. Síðan fórum við til baka og fórum með Leilu í búðina að kaupa jógúrt. Síðan fórum við í bæinn. Sáum ótrúlega flotta gosbrunasýningu sem ég mun aldrei gleyma í takt við klassíska tónlist. Eftir það fórum við og sáum selastytturnar sem er ekta merki Mar del Plata, staðsett á Bristol plazasvæðinu. Síðan fórum við og keyptum allskonar dót. Við fórum á tenedor libre, stað sem við borðuðum eins mikið og okkur lystir. Tók mynd af mér og "Jack Sparrow" og drottningu. Eftir það fórum við á leiksýningu sem ber nafnið Black&White með einhverjum drullusokkum. Sorry, neikvæðnina mína hér. Ég er vanalega ekki svona, ég sver. En þetta var mjög svæsin sýning eins og flest allt fjölskylduefni hérna í Argentínu, hálfberar dansandi stelpur, transfólk í kjánalegum mellubúningum og einn feitur blótandi kall að reyna að vera fyndinn. Ég held mig allavega við íslenska leikhúsmenninguna!
Nú er klukkan 4 um nótt og við vöknum snemma á morgun því þá förum við til San Luis. Góða nótt!

That's it!
---
Núna, 27. febrúar, var ég við það að koma heim úr dyrunum. Ég fór með fjölskyldunni á miðvikudeginum 22. feb til San Juan til móðurfjölskyldunnar. Þar var öll ættin komin saman. Ég fór á festival í San Juan og það var mjög nett. Vagnar með dansandi fígúrum útum allt og fólk að sprauta vatnsfroðu á alla, meðal annars ég. Sprautaði á nokkrar kjeeellingar. En svo fórum við öll í brúðkaup til frænda þeirra á laugardaginn í Mendoza. Það var mjög skemmtileg upplifun að fá að fara í kaþólskt brúðkaup. Veislan var svo haldin eftir á og var djammað villt með allri fjölskyldunni. Það var fun.
---

Endilega kommentiði.

ps. þetta er eins og heil ævisaga, sorry með lengdina!

8 comments:

  1. Jááá ég las það allt !!! .. Vertu duglegri að blogga kasti !! :)

    -Kría

    ReplyDelete
  2. Loksins bloggarðu, ég hef bara beðið og beðið en ekkert gerist! Ég hef grátið mig í svefn dag og nótt síðan það kom síðast blogg og sundlaugin er loksins að fyllast ...
    Hehehehe
    En gaman að heyra frá þér og fylgjast með !!
    -Bíra

    ReplyDelete
  3. Gaman að lesa Úlfar minn og ekki koma brúnn heim.. lýst vel á að þú verðir bara bleikur!

    Kveðja Anna

    ReplyDelete
  4. jáá ég tók mér pásu á að lesa þetta blogg hehe! en annars alltaf jafn skemmtilegt að lesa bloggin þín :D núna er bara c.a 5 mánuðir í að þú komir heim !!!
    wohoho það verður mikil gleði á bæ...
    love&miss ya

    ReplyDelete
  5. Alltaf jafn gaman að fylgjast með þér þarna úti í útlöndunum!
    Kv, Alda m

    ReplyDelete
  6. þú ert alveg yndislegur ! haha snilldarblogg !
    en svo næst verðuru að muna bjóða mér með á ströndina er að deyja hve mikið ég væri til í að tjilla þar í smá sól ! :D
    -begga

    ReplyDelete
  7. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig þú lítur út eftir allt þetta át þegar þú kemur heim....hahaha Bestu kveðjur
    Bidda frænka

    ReplyDelete
  8. Frábært blogg gamli :D

    ReplyDelete

Ég yrði rosa glaður ef þú myndir commenta!