...Jebb, því ég er sick duglegur og lofaði ykkur nýársbloggi og hér kemur það!
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
Hvað hef ég gert?
Jú, þó nokkurn slatta. Fimmtudaginn þann 29. desember (á síðastliðnu ári, sæll!) fór ég til San Juan með fjöllunni minni og stoppuðum við í eyðimörkinni á leiðinni eins og við gerum oftast. Síðan keyrðum við í rúma 4 tíma, sem eru byrjaðir að líða eins og hálftími hjá mér vegna þess að við förum svo oft þangað. Stundum oftar en einu sinni í mánuði. Fjölskyldan mín er líka hálfofvirk þegar kemur að því að fara eitthvert. Því það er aldrei ákveðið neitt með fyrirvara. Þau eru bara farin á því sekúntubroti sem eitthvað er ákveðið. Og þá fæ ég tremmakast af kvíða og óvissu, ég þarf að hafa svona hluti vel skipulagða og vita hvert leiðin liggur!
Þegar við komum tók amman og afinn á móti okkur og síðan var bara slakað á og sofið í siestunni sem er milli 2-4 en var aðeins í seinna laginu samt af sökum ferðarinnar. Þegar við vöknuðum ákváðum við að skella okkur í bæinn og rölta um centro San Juan-borgar sem er miklu stærri en í heimaborginni minni. Í San Juan er líka miklu meira mannlíf enda rúmlega fjórfalt meiri fólksfjöldi en í San Luis. Þar er loftslag sem kallast sondae og er svo heitur vindur að það mætti líkja honum við gustinn sem kemur þegar maður opnar ofn á fullum 300° hita. Þessi loftslag er lífshættulegt og hefur fólk í alvörunni dáið út af því. Síðan var rúmlega 38-50 stig allan tímann ekkert að bæta þetta.
Þegar við komum tók amman og afinn á móti okkur og síðan var bara slakað á og sofið í siestunni sem er milli 2-4 en var aðeins í seinna laginu samt af sökum ferðarinnar. Þegar við vöknuðum ákváðum við að skella okkur í bæinn og rölta um centro San Juan-borgar sem er miklu stærri en í heimaborginni minni. Í San Juan er líka miklu meira mannlíf enda rúmlega fjórfalt meiri fólksfjöldi en í San Luis. Þar er loftslag sem kallast sondae og er svo heitur vindur að það mætti líkja honum við gustinn sem kemur þegar maður opnar ofn á fullum 300° hita. Þessi loftslag er lífshættulegt og hefur fólk í alvörunni dáið út af því. Síðan var rúmlega 38-50 stig allan tímann ekkert að bæta þetta.
Og sú var ástæðan fyrir að það var óbærilegt að vera inni í húsinu því þar var ennþá heitara. Nema í einu herbergi þar sem loftræstikerfið var á fullu. Þar hélt ég mig aðallega.
En eftir að hafa skoðað stærstu kirkjuna í borginni og farið upp í turn og séð allt San Juan og Chile meðal annars þá fórum við og fengum okkur pizzu og kók á göngugötunni á stað sem að hét þessu skemmtilega nafni “3 reyes” eða “3 kóngar” og auðvitað var mynd af Elvis Presley í glugganum. Ég gat ekki annað en fengið að taka mynd af mér með kallinum. Við vorum flottir saman.
Þá var haldið heim á leið í hús ömmunnar og afans.
Bróðir mömmu minnar og konan hans komu svo um kvöldið, þau búa í bænum Jachál sem er rúmlega klukkutíma frá San Juan. Þau eiga samtals fjórar stelpur allt yngra en 9 ára = óóógeðslegt! (ekki djók)
Ég sagði ykkur í einu blogginu frá þessum stelpum og einnig það að yngsta stelpan sem er aðeins 1 árs og 2 mánaða er hrædd við mig, og þá meina ég að hún er ennþá alveg skíthrædd þegar hún sér mig! Það mætti halda að ég sé bara hennar allra stærsta martröð. Hún panikkar alltaf þegar hún sér mig og fer að gráta, þannig ég verð bara að vera einhversstaðar annarsstaðar þegar þetta fólk kemur í heimsókn. Er ég ekki alveg minnst ógnvekjandi týpan? Þoli ekki svona lítil grenjubörn.
Þau segja samt að þetta sé mögulega vegna þess að hún er óvön svona hvítlitaðri húð með blágræn augu. Því það eru allir eins hérna, latinos með brún augu. Lítið úrval.
Um kvöldið keyptum við svo ís til þess að draga aðeins úr þessum viðbjóðslega hita sem var inni í húsinu. Og þá fórum við að sofa.
Þau segja samt að þetta sé mögulega vegna þess að hún er óvön svona hvítlitaðri húð með blágræn augu. Því það eru allir eins hérna, latinos með brún augu. Lítið úrval.
Um kvöldið keyptum við svo ís til þess að draga aðeins úr þessum viðbjóðslega hita sem var inni í húsinu. Og þá fórum við að sofa.
31. desember bjó ég svo til annað ávaxtasalat eins og ég gerði um jólin. Það er alveg sjúklega ferskt og gott svona í hitamollunni. Strákarnir þeir Germán, Elias og Santiago (frændi þeirra) fóru allir í sundlaug að kæla sig niður en á meðan lá ég hálf-meðvitundarlaus í rúminu inni í herberginu sem actually hélt mér á lífi með loftræstivél. Já, sumar í San Juan drepur.
Um kvöldið fórum við svo á Las Malvinas (nafnið er dregið af eyjunni undir Argentínu sem að er undir breskum yfirvöldum en Argentínubúar hafa nokkrum sinnum lagt stríð á hendur Englendinga til að fá þessa eyju, sem er augljóslega landfræðilega séð miklu meira argentínsk heldur en ensk. Bretar eru bara og hafa alltaf verið hálfvangefin þjóð) sem er án efa besta ísbúð sem ég hef farið í. Jesús, ég er alltaf að uppgötva betri og betri ísbúðir hérna. Og inn í þessari ísbúð hitti ég einmitt Breta. Tilviljun? I don't think so.
Síðan seinna um kvöldið spiluðum við spil sem ég man ekki alveg hvað heitir. Spilin hér í Argentínu eru mjög skrýtin. Þetta eru ekki eins og venjuleg spil á Íslandi. Vinsælasta spilið hérna heitir Truco og er flókið, ég mun aldrei ná að skilja það fullkomnlega... en ég ætla að reyna.
Um kvöldið á laugardeginum fórum við svo og bárum borðin og stólana út á GÖTU. Jebb, við borðuðum áramótamatinn út á götu (eins og flestir San Juan búar gera). Fyrir utan litlu búðina sem að amman og afi eiga og vinna í allan daginn (er hluti af húsinu þeirra, sem er svolítið kósý því það vantar aldrei klósettpappír eins og gerist oft á argentínskum fjölskyldum og líka að þau eiga alltaf til eitthvað gott að drekka). Það sem var í boði var alvöru argentískt empanadas sem er svona hálfmáni fylltur með nautakjöti og osti og fleiru, sjúklega gott. Og svo var svín sem ég var ekki alveg að fíla. Ég bjóst einnig við svaka flugeldum í San Juan þar sem það er ágætlega stór borg og þau voru búin að segja mér að það væri miklu meira þar heldur en í San Luis. En nei nei, þetta var ósköp ræfilslegir flugeldar sem fóru í loftið. Ef þau sáu ýlu skjótast upp voru þau alveg yfir sig hrifin.
En við fórum ekki að sofa fyrr en rúmlega 6 um nóttina.
Rúmlega 2 – hálf þrjú daginn eftir fórum við öll á tjaldstæði og svona kósý almenningsgarð þar sem fólk kemur saman til að grilla og hafa það kósý. Þetta var alveg flottur staður.
Ég ældi samt þegar ég sá sundlaugina þarna og hundruði manns að baða sig í henni, aldrei séð jafn brúna og drulluskítuga sundlaug áður. Ég hef alltaf verið með sundlaugafóbíu, aðallega vegna tilhugsuninni að baða sig í sama skít og svita og annað ókunnugt fólk. Hvað þá þegar laugin er full af skít? Viðbjóður.
Rúmlega 2 – hálf þrjú daginn eftir fórum við öll á tjaldstæði og svona kósý almenningsgarð þar sem fólk kemur saman til að grilla og hafa það kósý. Þetta var alveg flottur staður.
Ég ældi samt þegar ég sá sundlaugina þarna og hundruði manns að baða sig í henni, aldrei séð jafn brúna og drulluskítuga sundlaug áður. Ég hef alltaf verið með sundlaugafóbíu, aðallega vegna tilhugsuninni að baða sig í sama skít og svita og annað ókunnugt fólk. Hvað þá þegar laugin er full af skít? Viðbjóður.
Þannig við fórum frekar í “canal” sem er einskonar rennsli sem er mjög algengt í San Juan, að sökum hitans, til þess að fólk geti kælt sig niður. Þar var líka hálfgerður gosbrunnur sem maður gat baðað sig í og þetta var mun hreinna vatn. Svo fórum við og borðuðum asado og töluðum saman í smá tíma þangað til að þau vildu fara aftur að þessu rennsli, en eins og sólin er núna mikill óvinur minn þá ákvað ég að fara ekki þar sem ég fann að var að brenna ágætlega mikið.
Þetta kvöld fórum við svo til frændfólk þeirra í heimsókn. Þar býr 19 ára stelpa sem að á barn með fimmtugum bróðir hostpabba míns, allt eðlilegt við það bara. Jájá. Þau voru samt öll rosa fín. Eftir það fórum við svo til Javier og konu hans. Maðurinn sem fann upp “Pepe” nafnið á mér. Hann er ótrúlega fínn og það er mjög gaman að heimsækja þau. Líka útaf þau eiga svo nett hús með sjúklega netta sundlaug í garðinum með pálmatré og asadogrilli og öllu. Þar skar ég einmitt niður skinku af nýdrepnu svíni. Ég hef fundið það út að ég er ekki mjög góður að skera eitthvað, vegna örvhentu minnar.
Morguninn eftir tókum við allt saman og héldum heim til San Luis-borgar. Þó svo að San Luis sé engin super partý borg þá er þetta heimaborgin mín og mér líður best þar. Þar eru vinir mínir og mér líður heima þegar ég er hér. Svo ég fékk alveg smá “home sweet home” tilfinningu. Aðallega vegna þess að hér er mun þæginlegra loftslag. En nei, þetta var ekkert svo sweet því að frændfólkið og fjórar stelpurnar fóru með í för og gistu 2 nætur í húsinu mínu. Ég vil taka það fram að ég bý ekkert í svakalega stóru húsi og við vorum 12 manns. Morguninn eftir fórum við samt í sveitina, fyrst til Trapiche sem er ótrúlega flottur staður og þar syndum við í hreinni ánni sem var volg þar sem sólin skein á hana. En að sjálfsögðu gleymdi hún ekki að skína á mig og brenna allsvaðalega á öxlum og baki (núna er ég með blöðrur og leiðindi á bakinu). Síðan fórum við til La Florida sem er annað svæði hér til að synda í sjó og mjög flottur staður. En það var frekar skítugt að synda í sjónnum þar þannig við snerum aftur til Trapiche og eyddum einhverjum tíma þar. Eftir það fórum við svo til Potrero de los Funes sem er enn annar staður til þess að synda, fara í kayak og báta og fleira. Síðan fórum við á vinsælasta skyndibitastaðinn hérna sem heitir Luna og selur eina ógeðslegustu hamborgara sem ég hef smakkað. Þetta er semi eins og pítubrauð með svörtum kolamola á milli. Síðan fórum við heim og sofnuðum.
That's about it.
Takk fyrir að lesa þetta frekar húmorslausa blogg hjá mér, ég er bara ekki fyndinn í dag. Sorry.
Nýárskveðja,
Úlfar Viktor
ps. í gær áður en við fórum að sofa þurftum við systkinin að láta vatn í skál og svo fylla aðra skál af grasi og láta þær út fyrir utan svalahurðina. Síðan áttum við líka að láta skónna okkar út. Vegna þess að 6. janúar er dagur hirðingjanna og í Argentínu á þeim degi koma “hirðingjarnir þrír” og gefa 3 litlar gjafir til barnanna í anda helgisögunnar þegar hirðingjarnir gáfu Jesúbarninu gull, mirru og reykelsi. Ég fékk svona stuttbuxur ú gallaefni úr merkinu SOHO, mjög þæginlegar og sérstaklega í hitanum. :)
skemmtilegt blogg, skemmtilegar myndir, allt skemmtilegt við þetta blogg.
ReplyDelete6 months c4nt w4!t
Farðu svo að setja einhverjar myndir á FB ; )
<
3
Víííj blogg :D gaman enn og aftur!
ReplyDeleteþað var samt fínu fyndið, ég hló útaf litlu stelpunum hahah
-Bára
Hehe úlfar ekki vinsæll hjá litlu krílunum sé ég? fara bara að grenja þegar þau sjá þig.. En þetta er heljarinnar ævintýri sem þú ert að lenda í, alltaf gaman að fá að fylgjast með.
ReplyDelete-Kristín Helga
Svo þú fékkst í skóinn frá kertasnýki :) .. En flott blogg fjóstii !! :*
ReplyDeleteKv. Kríaa
Flott hjá þér Úlli minn:)
ReplyDeleteGaman að fá nýtt blogg frá þér ,alltaf gaman að lesa þau.þú ert nú að verða svolítið Presley fan eins og mamma þín hahaha..Hlakka til að lesa næsta blogg ..Kveðja Mamma.
ReplyDeleteÞetta með Presley var einmitt það sem ég hugsaði strax..haha...og svo virðist alltaf eitthvað vera í gangi þarna og gerir minningarnar í framtíðinni miklu skemmtilegri...svo setja þau skóinn út ..sem er skemmtilegt að heyra...ekki hélt ég það...frænka biður bara að heilsa eins og venjulega...Bæbæ...
ReplyDelete