Saturday, August 27, 2011

Fyrsta vikan í Argentínu

Í tilefni þess margt er búið að gerast þessa daga frá því ég bloggaði seinast (fyrir mjög stuttu) ætla ég að blogga aftur núna. Fyrir mig til þess að muna og nota eins og einskonar dagbók, og ykkur sem nennið að lesa til þess að vita hvað ég er að gera hérna hinum megin á hnettinum.

Á þriðjudeginum fór ég og skoðaði skólann minn, það var mjög skrýtin tilfinning. Allir störðu á mig eins og ég væri geimvera frá plánetunni Krypton. Þegar búið var að sýna mér allan skólann og alla kennarana hringdi skólastýran á bjöllunni, og allur skólinn safnaðist saman inn á sal í bekkjarröð. Þegar allt var orðið hljótt löbbuðum við Sara (ítalskur skiptinemi sem er með mér í skólanum) inn í salinn fyrir framan allar raðirnar og öll augu voru á okkur. Það mátti heyra saumnál detta... án gríns!
Síðan byrjaði spænskukennarinn minn að halda ræðu fyrir krakkana um okkur, hvaðan við erum og að þau eigi að tala hægt við okkur svo við skiljum (fyrsta skiptið sem mér leið eins og alvöru hálfvita).
Eftir það fór ég í smástund inn í bekkinn minn þar sem ég fékk milljónir spurninga á spænsku, og allt á methraða. Hausinn minn var við það springa. Þegar við Sara löbbuðum um gangana var kallað nöfnin okkar, tosað í okkur og kysst okkur og knúsað. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að haga mér. Þessi athygli var eiginlega too much fyrir mig, þó að ég sé nú vel athyglissjúkur!
Vinir Gastons sögðu svo við mig á asnalegri google translate ensku "you are breaking many hearts in San Luis". Ég vissi ekki hvort það væri good or bad.

Á þessum degi dó myndavélin mín og ég hef ekki getað tekið neinar myndir svo þetta verður myndalaust blogg. Sorry með mig!

Á miðvikudeginum vaknaði ég og fékk mér mate. Mate er þjóðardrykkurinn hér í Argentínu, sem ég er ennþá að reyna að venjast. Maður býr ekki í Argentínu og drekkur ekki mate. Klukkan 2 um daginn byrjaði skólinn. Ég veit ekki hvort ég kunni vel við það. Ég er alls ekki early bird, en mig langar samt frekar að vakna snemma á morgnanna og vera búinn í skólanum snemma og eiga þá daginn eftir. En í skólanum lærði ég núll! Matias Solis, bekkjarbróðir minn bjó til powerpoint show fyrir mig til þess að bjóða mig velkominn í bekkinn. Que bonito! Muchas gracias amigo!
Ég er í bekk með 19 ára gaurum og eldri, sem er alveg fínt. Þeir eru samt alveg svolítið barnalegir. Ég veit ekki alveg en ég held að ég sé of háður íslenskum stelpum. Flottar argentínskar stelpur eru hard to find hérna, verð ég að segja. Svo eru þær svolítið erfiðar hérna. T.d. er stelpa sem hefur stalkerað mig frá því ég kom hingað, og mér líkar hún ekki. Hún er allsstaðar, hvert sem ég fer, þá birtist hún brosandi og veifandi fyrir framan mig! Ég var mjög mikið þreyttur þegar ég var búinn í skólanum eftir allar spurningarnar.

Á fimmtudeginum var enginn skóli. Enn einn hátíðardagurinn sem San Luis gat fundið uppá. Ég tel hann samt alveg gildan. San Luis átti "afmæli" og fjögurhundruðogeitthvað ára. Daginn eftir að ég kom til San Luis var dagur barnanna. Ekki spurja mig afhverju, en þá safnaðist allur bærinn saman, börnin fengu gjafir frá mjög stórum upphæðum. En já, þá fór ég með Gaston í bæinn og þar var fullt fullt af fólki að fagna þessu mjög svo mikilvæga afmæli. Þarna voru hestvagnar, fólk að dansa tangó í gaucho fötum. Ég elska gaucho föt.
Ég sá líka einhverja hljómsveit sem var mjög góð. Gaurinn í henni söng mjög vel, ég hugsaði til mömmu þá. Andskotinn að ég hefði ekki getað tekið myndband af honum, þú hefðir líkað hann vel mamma!
Eftir þetta fór ég, Gaston, Paula og Sara og fengum okkur ís í Grido. Besti ís sem ég hef smakkað. Vesturbæjarís hvað!? Svo fórum við heim og ég borðaði meira. Ég er á leiðinni að joina another fat student (AFS).

Á föstudeginum var skóli frá 8 um morguninn til 8 um kvöldið með smá pásu á milli. Já, getið rétt ímyndað ykkur hversu þreyttur ég var eftir það. Skólatíminn hér í Argentínu er ekkert alveg upp á marga fiska, því miður. Við vorum búin að plana að fara út að borða með Germán, Boris og afs krökkunum hérna en Sara var að leka niður úr þreytu svo það beilaðist og við fórum heim.
Lífið hér í Argentinu er að falla svolítið í daily basis. Mjög hversdagslegt allt hérna núna. Bræður mínir og vinir þeirra finnast gaman að spila tölvuleiki svo ég er meira í tölvunni en ég ætlaði mér, en það er svosem allt í lagi. Ég á líka fullt af vinum hérna í San Luis, suma sem ég man ekki einu sinni nafnið á... haha! Það er erfitt að muna öll nöfnin hérna. Skólinn á föstudeginum var mjög skemmtilegur! Bekkjarbræður mínir eru drullu fyndnir!
Um kvöldið fór ég með Santi og Pame að taka út pening í hraðbanka og skoða bæinn. Santi er frábær gaur! Ég kann mjög vel við hann. Hann hjálpar mér mjög mikið hérna. Hann t.d. lánaði mér bók af San Luis með myndum og enskum texta. Síðan skoðaði ég handgerða hluti á einskonar útimarkaði úr steinum sem er sér argentínskir og mate könnur. Ég hlakka til að kaupa eitthvað til þess að gefa á Íslandi. Og það er líka eitt sem ég verð að kaupa mér hérna áður en ég fer, það er gaucho föt! Þau eru svöl!

Ég er líka kominn með argentínskt símanúmer hérna og það er: +549 2652-236721 bara svona ef þið viljið hringja í mig.

Á laugardeginum vaknaði ég mjög seint því ég fór mjög seint að sofa. Borðaði yndislegan bakarísmat, svo gott hérna!! Svo fór ég í skólann og beið eftir leiklistartíma. Á meðan spilaði ég volleyball. Í leiklistartímanum fórum við yfir handrit, gekk bara helvíti vel. Nú er ég heima, nýbúinn að kaupa mér kók og koma mér vel fyrir í stólnum að skrifa þetta blogg með nokkrum pásum og þar á meðal sturtupásu.
Ég er að fara út á lífið á eftir á aðalstaðinn hérna sem heitir Flay. Þetta verður ágæt nótt held ég. :)

Eigiði góðar stundir þarna á klakanum og annarsstaðar í heiminum.

Kveðja frá Argentínu.

Monday, August 22, 2011

Ferðalagið til og í Argentínu og fyrstu dagarnir

Halló allir á Íslandi og allsstaðar annarsstaðar í heiminum!
Hér er ég, hinum megin á hnettinum og bíð eftir að spikfitna í öllum þessum mat hérna. Ég sver það, ég hef sjaldan étið jafnmikið!

Ég ætla að segja frá öllu því sem hefur komið fyrir mig uppá síðkastið, síðan ég lagði af stað frá Vallarhúsum 40 og frá deginum í dag. Þetta verður drullulangt blogg og ég nenni eiginlega ekki að byrja á því. Ég ætla að reyna að hafa þetta eins stutt og ég get.



Á fimmtudeginum klukkan hálf 7 vaknaði ég, beið eftir Tótu og keyrði uppá flugvöll. Horfði í seinasta skiptið á fallegu Reykjavíkina mína. Þegar ég kom upp á flugvöll beið ég eftir hinum og svo fórum við í check-inið og fengum miðann. Þá var komið að kveðjustundinni, og þar var fellt nokkur tár. Síðan tók við tæplega 2 og hálfur tími í bið eftir fluginu. Á meðan hélt Elínborg að hún hafði týnt flugmiðanum sínum og vegabréfinu, sem hefði verið bad. Hún ákvað að rekja alla slóð sína sem hún hafði farið á flugvellinum og við vorum öll mjög stressuð um að hún væri búin að týna honum því þá væri hún fucked. En svo kom í ljós að Natalía hafði vegabréfið og flugmiðann í töskunni sinni. Frekar svekkjandi fyrir Ellý greyið en... já svona er lífið.
Svo fórum við inn í flugvélina og þá var ekkert aftur snúið. Ég var að flytja til Argentínu í eitt ár, mesta óvissa sem ég hef upplifað!



Mín beið rúmlega 30 tíma ferðalag. Í fluginu reyndi ég mest að sofa, en við fengum ekkert sérstaklega góða vél til New York en það var allt í lagi. Þegar við lentum á JFK flugvellinum í New York fékk ég næstum því flog yfir stærðinni. Eins gott að ég væri ekki einn á leiðinni á vit ævintýranna því mitt ævintýri hefði mjög líklega endað í New York. Ég rataði 0. Í New York var rosalega þungt loft, rakt og heitt. Við þurftum að taka flugvallarlest að okkar gate-i. Á meðan við vorum í lestinni kom maður inn, byrjaði á því að koma með einhverja brandara. Fór að einhverri súlu og byrjaði að láta eins og súludansari. Hann sagðist vera mjög hrifinn af Íslandi og hafði planað ferð fyrir mánuði síðan en ferðinni hafi verið aflýst. Síðan lýsti hann yfir hrifningu sinni af íslenskum stelpum, no wonder... með mér í för voru 8 stelpur. Síðan fórum við útúr lestinni og fengum einhvern krúttlegan svertingja til að vísa okkur að check-ininu og hann reddaði flugmiðum til að sitja hlið við hlið. Síðan biðum við í mjög langri röð til að check-a okkur inn. Þar var ein kona sem var að vinna við að skoða flugmiðann og vegabréfið og hún var sko alls ekki að nenna því greyið. Síðan fórum við í tollinn og ég þurfti að gera eitthvað svaka dæmi. Sjitt hvað ég var stressaður! Allir voru svo bitrir og pirraðir sem voru að vinna þarna. Ég þurfti að fara inn í eitthvað skynjunardæmi og fara upp með hendur og búa til einhverskonar tígul með puttunum. Spes. Jóhanna ákvað svo að kaupa sér iPod úr sjálfsala á flugvellinum, það var mjög skrýtið. Þar var hægt að kaupa hluti eins og iPhone, ipod touch, heyrnartól og fullt fleira. Síðan fórum við og fengum okkur að borða Sbarro pizzu, ég fékk mér einhvernveginn fyllta með nautakjöti og osti og hún var sjúk! Síðan fékk ég mér Starbucks íste lemonade svona til tilbreytingar frá caramel frappuccino.



Eftir 4 klukkutíma á flugvellinum (sem leið eins og rúmur klukkutími) fórum við í flugvélina. Þessi flugvél var með 2-4-2 sætaröð og var alveg fín. Ég sat við hliðin á einhverri konu sem fannst mjög áhugavert að ég væri að fara til Argentínu sem skiptinemi. Gaman að segja frá því að fyrir framan mig var ein feitasta kona sem ég hef á ævi minni séð. Andlitið á henni fyllti út í allt sætið og síðan tók hún hálft annað sætið af greyið konunni sem var við hliðiná henni. Ég vorkenndi henni. Hún át heldur ekkert lítið í þessu flugi. Ég var allavega feginn að þurfa ekki að setjast við hliðiná henni.


Síðan eftir rúmlega 2 klukkutíma lentum við á Atlanta flugvellinum og þar var 36 gráður og fáránlega heitt. Við erum að tala um það að ég gat varla andað. Atlanta flugvöllurinn var stútfullur af amerískum hermönnum að bíða eftir flugi. Það var mjög spes upplifun! Þegar við komum að okkar gate-i og ætluðum að fá miðann okkar var eitthvað vesen. Kellingin á flugvellinum í Keflavík hafði skráð allar töskurnar á mitt nafn og það stóð á öllum farangursmiðunum. Þannig það leit út eins og ég hafði tekið með mér 14 töskur af farangri. Ég stóð bara og hló en þarna hjálpuðu einhvað fólk okkur útúr þessu. Einhver maður og kona sem voru sjúklega fyndin. Konan þarna tók okkur nánast í fóstur og bjó til nýja miða fyrir okkur og það tók smá tíma. Bandaríkjamenn eru yndislegir! Þetta reddaðist og við fórum og fengum okkur að éta. Ég keypti mér eyrnartól til þess að hafa í flugvélinni, eitthvað svaka flott. Síðan fékk ég McDonalds og ætlaði að panta mér supersize en sagði óvart double BigMac og fékk hamborgara með fjórum buffum í. Það var bara sjúklega gott! Þetta var allavega alvöru hamborgari!



Síðan fórum við og ég og Bryndís fórum að kaupa blöð til þess að hafa í flugvélinni. Ég var búinn að velja mér tvö blöð og lyklakippu sem stóð Atlanta á. Á meðan ég var á kassanum að fara að borga kom Ellý hlaupandi eldmóð og sagði okkur að við þyrftum að DRULLA okkur útí flugvél því flugvélin færi eftir 5 mínútur! Þannig ég fleygði tímaritunum og lyklakippunni í greyið konuna og sagði "I CAN'T BUY THIS" og ég sver það, ég held ég hafi aldrei hlupið jafn hratt á ævi minni. Atlanta flugvöllurinn er leiðinlegasti og stærsti flugvöllur sem ég hef séð! Síðan komum við að okkar gate-i og flugvélin var ennþá. Fólkið sem hafði reddað okkur farangursmiðunum spurðu okkur afhverju við værum að hafa svona miklar áhyggjur. Svo fórum við inn í flugvélina og biðum í rúmlega hálftíma. Þannig ég hafði alveg getað keypt þessi blöð og labbað sultuslakur inn í flugvél. Þar beið okkar 10 klukkustunda flug í ágætri flugvél. Við hliðin á mér sat gæi frá Úrúgvæ. Hann sagði mér að heimsækja Punta del Este því það væri mjög gaman þar á sumrin. Í flugvélinni voru einnig aðrir skiptinemar frá Rotary, einn frá bandaríkjunum og einn frá canada. Ég reyndi að sofa eins mikið og ég gæti í þessu flugi enda lítið annað hægt. Ég stillti iPodinn minn á hæsta og hallaði aftur sætinu og stillti höfuðpúðann svo ég gæti pottþétt sofnað. Í flugvélinni fengum við einn versta flugvélamat sem ég hef fengið. Við fengum eitthvað hitað brauð með einhverri ógeðslegri fyllingu inn í, appelsínudjús í kokteilsósuboxi sem við þurftum að sötra úr og einn banana sem ekki var hægt að opna, ég beit samt bara í hann og opnaði hann þannig.



Þetta var mjög kósý flug, slökkt ljósin, teppi og mjög þæginlegt. Síðan lentum við og klukkan var rúmlega 8 um morguninn. Við biðum á flugvellinum og það var mjög strange að vera kominn allt í einu kominn til Argentínu. Við fórum svo í check-inið og þar þurftum við að bíða í lengstu röð sem ég hef þurft að upplifa. En það komu fleiri starfsmenn að vinna og þá var klappað! Þetta gekk frekar hratt. Eftir að hafa þurft að sýna vegabréfið mitt tæplega 20 sinnum vorum við komin á leiðarenda, sem þýddi ekkert meira vesen! Það var léttir. En við þurftum að bíða mjög lengi á flugvellinum því öllum skiptinemunum var skipt niður á stað í Buenos Aires. Síðan fór ég í rútu með Bryndísi, Jóhönnu og fleiri skiptinemum allsstaðar að á heiminum. Við fórum á stað sem ég man ekki hvað heitir en hann var mjög fallegur. Þar voru hótelin okkar sem við gistum í og "orientation camp"-ið. Við fengum síðan mjög einfaldan mat í hádegismat. Tvö buff og kartöflumús. Ég smakkaði og fannst þetta ekki gott en kunni ekki við að skilja eftir, þannig ég át þetta allt og þurfti að drekka með til þess að geta kyngt, annars hefði þetta bara farið inn og aftur út. Við fengum líka einhver lítil niðurskorin brauð og einn daninn þarna hélt að majónesið væri smjör og smurði því á brauðið. Þau borða mjög mikið majónes hérna!



Síðan var fullt af einhverju stöffi sem við þurftum að gera, einhver session. Við þurftum að segja frá okkur sjálf. Um kvöldið var svo hæfileikakeppnin á milli liða og líka á milli landa. Ég, Bryndís og Jóhanna ákváðum að syngja Argentína með Ingó. Það var fyndið. Eftir hæfileikakeppnina var dansað á argentínskan hátt.
Á þessu námskeiði kynntist ég fullt af öðrum skiptinemum og það var mjög gaman. Ég nenni ekki að tala meira um það. Á laugardeginum klukkan 17:30 fór ég upp á rútustöð. Þar var mér varað við að passa upp á allan farangurinn minn og vera mjög varkár því þetta væri hættulegt svæði. En svo fengum við að fara á VIP svæðið og þar var ekki hættulegt. Svo fór ég í rútuna klukkan rúmlega 8 um kvöldið og var kominn til San Luis um 7-8 leytið um morguninn. Rútan sem ég fór í var mjööög þæginleg og mjög góð þjónusta í henni. Á leiðinni sá ég fyrst alvöru fátækt. Það er mikil fátækt hér í Argentínu.


Þegar ég kom tók á móti mér fullt af fólki og fór ég með konu frá AFS og Germán í bakarí og hitti þar fjölskyldur allra skiptinemanna í San Luis og þar á meðal mína! Það var skrýtin stund. Allir tala mjög hraða spænsku hérna og það er erfitt að skilja hana.

Þegar við komum heim tóku afinn og amman á móti mér. Þau "kind of" búa hérna. Ég sá alla hundana og köttinn. Tveir hundanna eru hvítir með krullur og hinn er minnsti hundur sem ég hef séð og heitir Cookie - algjört krútt! Hér eru allir inni á skónnum og gólfið mjög skítugt. Það er mjög algengt hérna í Argentínu. Mér finnst það frekar óþæginlegt því ég er bara með mína converse skó. Ég þarf bara að fara að kaupa einhverja inniskó. Hér er sko alls ekkert lífsgæðakapphlaup og flestir láta allar nauðsþurftir nægja.

Um hádegið fór ég heim til Ro kærustu Joni bróður míns og hitti þar fjölskyldu hennar og Santiago sem kann smá ensku. Ég fékk þar að smakka empanadas sem er hálfmáni með kjöti og osti. Svo um hádegið var grillað "asado" sem er mjög vinsælt hérna og er grillað nautakjöt. Það er mjög gott. Eftir hádegismatinn fór ég með strákunum í fótbolta og hitti þar vini þeirra. Þeir eru mjög skemmtilegir. Allir hér eru ótrúlega vingjarnlegir og vilja vita allt um mann. Því miður er ég ekki mjög fúlgufær í spænskunni en ég hef lært hana mjög hratt á þessum stutta tíma sem ég hef verið hér. Ég get allavega nokkurnveginn tjáð mig og þau skilið mig.
Eftir fótboltann fengum við okkur, allir strákarnir að drekka eitthvað sítrónugos sem ég man ekki hvað heitir. Hér deila allir öllu. Það er dónaskapur að drekka gos eða borða eitthvað og bjóða ekki með sér. Allir skipta öllu á milli sín. Síðan fórum við í bæinn og þar sá ég ótrúlega fallegar byggingar og skemmtilega fatamarkaði.



Það sem ég hef tekið hvað mest eftir er umferðin hérna, ég skil hana ekki. Allir keyra bara eins og þeim sýnist og hér eru lögreglubílar útum allt og þeim er slétt sama um allt hérna. Löggan tekur framúr öðrum bílum á heilli línu og gefur aldrei stefnuljós rétt eins og allir aðrir borgarbúar.
Í Argentínu eru líka ótrúlega mikið af random hundum gangandi um öll stræti. Það finnst mér mjög skrýtið. Allir hundar hérna gelta mjög mikið og ekkert gert í því, þeim er alveg sama. Um kvöldið fór ég í mall-ið hérna sem er mjög lítið og inniheldur nokkrar búðir, veitingastaði og bíó á einni hæð. Þar hitti ég systur mína sem býr ekki heima og heitir Vanessa og er gift. Hún á krúttlegustu börn sem ég hef séð. Krullhærðan brúneygðan strák sem er 2 eða 3 ára og er alltaf að reyna að tala við mig en ég skil mjög sjaldan.  Ég var ótrúlega þreyttur eftir allt þetta ferðalag og þegar klukkan var orðin um 11 hérna í Argentínu (2 um nótt á Íslandi) gat ég ekki meir! Ég var orðinn of þreyttur til þess að hugsa. Mér var síðan boðið út að dansa og í eitthvað partý en ég bara varð að neita. Ég varð að fá svefn. Ég get farið út að dansa allt þetta ár! Það er allt sem bíður mín.

Þegar ég hélt að bráðum kæmi að svefni byrjaði pabbi að elda pizzur. Kvöldmaturinn hér er vanalega um 12-1 á kvöldin. Ég var svo saddur eftir allt þetta át í fluginu, rútunni og svo þarna í Argentínu að ég gat ekki étið meir! Hér ét ég örugglega 5 sinnum meira en á Íslandi. Sem þýðir að ég verð 5 sinnum feitari þegar ég kem aftur heim til Íslands. Holy crap! Eftir matinn fór ég að sofa, loksins.

Um morguninn vaknaði ég og fór í sturtu, mamma hitaði mate (ekta argentískt sem allir drekka, líkt og te) og muffins. Síðan um 2-3 leytið fórum við í Parque og hittum Söru frá Ítalíu, Lolu, Germán, Boris og fleira fólk. Hér heita mjög margir Gaston og það er frekar erfitt að muna hvor er hver. Allir heita svo erfiðum nöfnum til að muna. Svo finnst þeim Úlfar Viktor erfitt að bera fram. Sérstaklega "Björnsson", það finnst þeim mjög erfitt.
Það var mjög gaman að hitta þau öll, Sara, Germán og Boris geta talað fína ensku og það var mjög þæginlegt að geta loksins talað á auðveldan hátt. Síðan fórum við heim til eins stráksins, sem ég man ekki hvað heitir, og fengum okkur eitthvað að éta. Ég ákvað að borða ekki því ég var viss um að eiga mikið eftir að borða út daginn. Ég kann ekki að borða svona mikið eins og þau gera hérna í Argentínu! Svo labbaði ég heim með Gaston, sá skólann minn í leiðinni. Ég bý frekar langt frá honum og Gaston labbar alltaf í skólann.

Ég fer í skólann á morgun klukkan 2 um daginn og hitti alla krakkana. Þetta mun eflaust verða mjög erfiður dagur, allar spurningarnar og allt áreitið. Þetta er búið að vera mjög skrýtið hérna, ég er með smá heimþrá en ekki mikla. Ég vil upplifa meira hérna, það er svo margt hægt að gera. Fólkið hér er yndislegt, lífið er yndislegt.

Ég elska Argentínu. Ég elska San Luis.

Monday, August 1, 2011

Smá kynning fyrir bekkinn minn

Strákur í skólanum mínum kom með þau skilaboð til mín að kennarinn vildi að ég segði eitthvað frá sjálfum mér. Hún ætlaði svo að þýða það yfir á spænsku fyrir bekkinn. Krúttlegt!

----
Hello my dear classmates!
Before I start writing about myself, I want you to know that I can‘t wait to get to meet you. I'm at the other side of the world but I've already met some wonderful people from San Luis.
Ok! Hi, I‘m Úlfar Viktor, your new classmate. You can choose if you want to call me Úlfar or Viktor, or both! I‘m from the forgotten tiny little volcanic island called Iceland, which is in the middle of the North Atlantic, sometimes not even shown on simplified maps. On this island lives 300,000 people. That is almost like San Luis. Iceland is really amazing country though and I‘m going to show you some pictures from it when I come!
I‘m going to tell you something about myself. I will get 18 years old now in October the 17th, In Iceland I‘m in school called Borgarholtsskóli and there I study sociology. Here we have to be 4 years in high school to graduate. The school usually starts at 08:10 am and sometimes I finish 12:00 and sometimes 16:00. It depends on the days. Now I‘m in summer break and preparing myself for the biggest adventure in my life.
I like to hang out and have fun with friends and meet new people, go to dance, go out for dinner, go to cinema, play football. I also love snowboarding as my country is full of snow in winters. I love listening to music and I like to sing and act and be silly. :)
I‘m just really excited for my arrival to San Luis. I can not wait to meet you guys. It‘s only a few days left! I can‘t speak much Spanish yet, but I‘m hoping that you can help me out learning it. I‘m gonna try speaking to you in Spanish, don‘t you dare laughing at me though! Hahaha.

ABRAZOS,
Úlfar Viktor