Monday, July 25, 2011

Óvæntir fjölskyldumeðlimir, vitlausar upplýsingar AFS og skrautlegur skóli

Góðan daginn kæru vinir!


Eins og þið vitið þá fékk ég upplýsingar um Argentínsku fjölskylduna mína nú á dögunum, en eitthvað voru þær nú rangar. Ég fékk þær upplýsingar að báðir bræður mínir væru fæddir 1993 og hélt því að þeir væru tvíburar. Þeir eru það ekki! Matias (Gaston) er '91 og Jonatan (Joni) er '93. Og já Joni segist heldur ekki vera trúlofaður eins og hann virðist vera á Facebook. Þeir eiga samt báðir kæró og ég er búinn að tala við Paulu og hún er mjög fín og er líka að taka að sér skiptinema heima hjá sér frá Ítalíu. Þessi ítalski skiptinemi mun fara í sama skóla og ég. Gaman að því.

Ég er búinn að vera að tala við þá á fullu seinustu daga og einnig son Liliönu sem er yfir AFS í San Luis og heitir Boris. Þau ödduðu mér bæði á Facebook þann sama dag og ég fékk upplýsingar um fjölskylduna. Þau eru rosalega spennt yfir því að ég sé að koma. Þetta fólk er alveg fáránlega vingjarnlegt. Evrópubúar eru rosalega lokaðar týpur ef við berum þá saman við Argentínubúa.

Gaston og Joni finnst mér alveg frábærir, þeir kunna nánast enga ensku og því hef ég þurft að reyna frekar mikið á mína slæmu spænskukunnáttu með hjálp spanishdict.com... sem er algjör lifesaver þessa dagana!
Við höfum spjallað um ýmislegt saman og ég fékk m.a. að komast að því að ég mun líka eiga eldri systur sem býr ekki ennþá á heimilinu og heitir Vanesa Ivana, hún er gift og á ótrúlega sætt lítið barn. Það er líka eins gott að ég sé dýravinur þar sem á heimilinu verða 4 dýr. 3 hundar og 1 köttur. Ég er ekki mikill kattaunnendi, en ég þarf bara að gjöra svo vel og líka við þennan heimiliskött. En þrír hundar? Sæll!

Mamman mín sagði mér að hún væri ótrúlega spennt að fá mig. Þau hafa planað fjölskylduhitting þegar ég kem á staðinn, þau eru svo krúttleg. Ég á alveg eftir að líka vel hjá þeim, ég er viss um það.
Pabbinn er líka ótrúlega fyndin týpa. Alveg fáránlega fyndinn meirisegja. Hann lúkkar svolítið eins og mafíjósi. En eiga suður-amerískir feður ekki að vera þannig? Ég held það. Mér finnst hann allavega kúl.


Ég mun fara í skóla með Gaston sem heitir n°5 Jose Antonio Alvarez de Condarco og er mjög stór skóli sem býður upp á arkitektúr og svona master building dót. Held þetta sé mjög spennandi, en verður eflaust mjög skrautlegt því ég held að svona nám krefst þolinmæði... oooog þolinmæði er ekki til í minni orðabók.


Já! og brottförin mín er 18. ágúst. Ég talaði um í seinasta blogginu að AFS hafi skipt niður brottförunum í 18. ágúst og 16. september. Ég fékk svo þær fréttir um daginn að allir skiptinemarnir fá að fara inní landið 18. ágúst, með eða án vegabréfsáritun. 87% verða komnir með pottþétta visaáritun en hinir fá að koma inn sem ferðamenn. Sem ég tók fagnandi! Jaaá.... það eru 23 dagar til stefnu!





Esta es mi hermosa familia! :)
Joni - mi papá - mi mamá - Gaston


Þangað til næst...

Thursday, July 21, 2011

Kominn með fjölskyldu! :)

Já það er rétt!


Þá er ég kominn með fósturfjölskyldu í Argentínu. Ég mun búa í San Luis, sem er yndislegt fylki í miðju landinu. Ótrúlega fallegt landscape, vúá! Get ekki neitað því að mig hlakkar núna sjúklega mikið til!
Pabbi minn heitir Antonino Ruiz og er '61, mamma mín heitir Miriam Giovanna Repossi og er '64. Þau eiga tvo stráka þá Jonatan sem er '93 og er trúlofaður kærófaggi og Matías Ruiz sem er '91. Þetta virðist allt vera indælisfólk og ég hlakka mikið til að vita meira um þau.


Þetta er mikill léttir, ég er rosa jákvæður á þetta. Það hefur hinsvegar margt frekar neikvætt komið uppá síðkastið. Vinnuharka Argentínumanna er greinilega ekki upp á marga fiska þar sem nú hefur verið skipt brottförunum í tvennt, sem þýðir að fyrsta brottför er 18. ágúst og seinni 16. september. Þetta er vegna þess að þau hafa fattað svo seint hversu margir skiptinemar eru að koma til landsins og þau sjá sig ekki fært um að geta farið yfir allar vegabréfsáritanirnar... leim! En ég fæ að vita í hvaða brottför ég verð í fyrstu vikunni í ágúst. Þetta er allt að koma!


Ég segi ykkur meira frá fjölskyldunni og staðnum þegar ég er búinn að fá mail til baka frá fjölskyldunni um húsið, skólann sem ég fer í o.s.frv :)




ATH! Ég vil fá comment.
Þið einfaldlega ýtið á annað hvort name/url og skrifið nafn og ekkert í url eða þá anonymous og skrifið þá bara "kv. *nafn*" í endann á kommentinu!