Hæ.
Ég er semsagt að fara til Argentínu sem skiptinemi í ágúst, mjög spennandi allt saman! Sumir kannski vissu að ég var búinn að búa til "tumblr" bloggsíðu en ég sá að hún var ekki nógu skilvirk, ekkert sérstaklega gott að blogga á henni svo hún er out. Mér fannst hún samt alveg miklu flottari og stílhreinni. En þessi er yndisleg líka í alla staði og þar sem ég mun mögulega, ábyggilega, kannski, ef til vill koma til með að blogga nokkur blogg hér á þessari síðu á meðan ég er úti þá krefst ég þess að þið gefið mér nú comment. Bara svona smá til þess að ég viti að þið séuð nú ennþá á lífi.
En allavega var undirbúningsnámskeiðið þann tuttugastaogsjöunda-áttunda og níunda maí og var bara mjög gaman á því að kynnast öllum skiptinemunum og svona. Núna var ég að fá fregnir af því að sjálfboðaliðarnir í Argentínu eru að fara með umsóknina mína til fjölskyldu sem kemur til greina fyrir mig. Ég læt ykkur öll vita með mikla gleði í hjartanu þegar ég fæ að vita einhverjar upplýsingar um það mál!
Þangað til næst,
veriði sæl um hæl.
ÚVB