Tuesday, May 15, 2012

Allt er brátt á enda - og það særir og gleður á sama tíma

Sæl... og já, ég er á lífi.


Ég biðst innilegrar afsökunar til allra þeirra sem eru orðin illa vonsvikin á bloggleysi mínu. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu miklar kröfur væru gerðar til manns áður en ég fór út að búa til blogg. En þær eru nú þó miklar. Ég var að fá nokkuð hundruð innlit á dag þegar ég actually bloggaði. Nú hef ég verið í bloggpásu í 2 og hálfan mánuð. Sem er þó nokkur slatti. Ég er ekki með neina dagbók eins og fyrst þegar ég ætlaði að vera fáránlega duglegur að láta ykkur vita hvað ég er að gera hér. En þessir undanfarnir mánuðir hafa verið bestu mánuðir lífs míns, það get ég sagt ykkur.
Nú hef ég verið hér í Argentínunni í tæplega 9 mánuði. Mér líður eins og ég hafi lent í seinasta mánuði.
Ég hef eignast yndislega vini hérna og ég fer út á djammið á hverri helgi með þeim. 
Síðan í mars hafa verið "Fiesta de bienvenida" eða velkomnunarpartý með lélegri íslenskuþýðingu. Fyrir þau halda þau fyrirpartý í heimahúsum. Fiesta de bienvenida heldur hvert einasta promoción (seinasta árið í menntaskólunum hér) svona hátíð og auðvitað allir vel í því.
Ég væri svo mikið til þess að fá lengri tíma hérna, því ég get ekki hugsað út í það að þurfa að kveðja alla mína yndislegu vini og fjölskyldu án þess að detta í þunglyndi og byrja að hlusta á grenjulög með súkkulaði og ís. En ég veit að það er ekki rétta aðferðin, ég þarf bara að njóta þess eins vel og ég get. Hverrar einustu mínútu. Ég hef pælt í því að lengja tímann minn hér en það er víst ekki gott hvað varðar skólann minn á Íslandi. Ég hef einnig pælt í að flytja aftur út eftir menntaskólann og byrja í háskóla hér. Sjáum til hvað verður með það. Ég vil allavega meira en allt fá að búa hér aftur í nokkurn tíma.
Þið vitið ekki hversu erfitt það er fyrir mig að skrifa á íslensku því ég á það til að koma með spænsk orð inn í en fatta það svo eftir á að þið munuð ólíklega skilja þau orð. Spænskan er nefnilega alveg komin. Vantar smá orðaforða, en það kemur.


Hér er smá texti um skiptinemaárið okkar sem er á enda:


Eftir nokkrar vikur munum við skiptinemarnir treglega gefa faðmlög, berjast við tárin, við munum kveðja fólk sem áður voru bara nöfn á blaði til þess að snúa aftur til fólksins sem við börðumst við tárin þegar við kvöddum áður en við lögðum af stað.

Við skiljum eftir bestu vini okkar til þess að snúa til bestu vina okkar.
Við munum snúa til baka til staðanna sem við komum frá, til þess að gera sömu hluti sem við gerðum seinasta sumar og öll sumrin þar áður.
Við munum koma inn í bæinn á sama kunnulega veginum, og jafnvel þótt að það séu liðnir mánuðir, mun þér líða eins og þú hafir verið þar í gær.
Þegar þú labbar inn í gamla herbergið þitt, munu allar tilfinningarnar heltaka þig þegar þú hugsar um hvernig lífið þitt hefur breyst og hvernig manneskja þú ert orðin.
Þú gerir þér allt í einu grein fyrir að hlutirnir sem voru þér mikilvægastir fyrir ári síðan skipta ekki eins miklu máli lengur, og hlutirnir sem núna eru þér mikilvægastir eru þeir sem að engin heima getur skilið.

Í hvern ætlarðu að hringja fyrst?
Hvað muntu gera fyrstu helgina þína heima?
Hvar muntu vinna?
Hver mun koma í partýið á laugardagskvöldið?
Hvað hafa allir verið að gera síðastliðna mánuði?
Við hvern muntu halda samband við frá skólanum þínum?
Hvað mun líða langur tími þangað til að þú munt sakna þess að fólk kemur inn án þess að kalla eða banka?

Þá muntu sjá hversu mikið hlutirnir hafa breyst, og þú munt gera þér grein fyrir því að erfiðasti hlutinn við það að vera skiptinemi er að finna jafnvægið milli tveggja algjörlega ólíkra heima sem þú býrð í, reyna í örvæntingu að halda í allt á meðan þú ert að reyna að finna út hvað þú átt að skilja eftir.
Núna vitum við hvað er sönn vinátta.
Við vitum við hvern við héldum sambandið síðastliðið ár og hverjir eru okkur kærastir.
Við höfum skilið við heimanna okkar til þess að takast á við veruleikann.
Við höfum lent í ástarsorg, við höfum orðið ástfangin, við höfum hjálpað vinum að komast yfir átraskanir, þunglyndi, stress, og dauða.
Við höfum vakið alla nóttina í símanum talandi við vin í þörf.
Það hafa verið tímar sem okkur hefur liði svo hjálparvana þegar við erum klukkutíma í burtu frá heima þegar við vitum að fjölskyldan eða vinir okkar þarfnast okkar sem mest, og það eru tímar sem við vitum að við höfum skipt máli.
Eftir aðeins nokkrar vikur munum við fara.
Eftir aðeins nokkrar vikur munum við taka niður myndirnar okkar, og pakka niður fötum okkar.
Við munum aldrei aftur fara í næsta hús að gera ekki neitt í marga klukkutíma.
Við munum skilja eftir vini okkar, sem tilviljunarkenndar símhringingar og tölvupóstar munu láta okkur hlægja og gráta næsta sumar, og vonandi um komandi ár.
Við munum pakka niður minningum okkar og draumum, til að geyma þá þangað til að við snúum aftur til þessa heims.
Eftir aðeins nokkrar vikur munum við koma heim.
Eftir aðeins nokkrar vikur munum við taka upp úr töskunum og borða kvöldmat með fjölskyldunum okkar.
Við munum keyra heim til besta vinar okkar til að gera ekki neitt klukkutímum saman.
Við munum snúa aftur til sömu vina okkar sem tilviljunarkenndir tölvupóstar og símhringingar hafa látið okkur hlægja og gráta síðastliðið ár.
Við munum taka upp gömlu draumana og minningarnar sem hafa verið í geymslu seinasta árið.
Eftir aðeins nokkrar vikur munum við leita að innri styrk og sannfæringu til þess að aðlagast og breytast en ennþá halda báðu nálægt.
Og einhvernvegin,
á einhvern hátt,
munum við finna okkar stað,
milli þessara tveggja heima.
Eftir aðeins nokkrar vikur.


Þetta er nákvæmlega eins og mér líður núna. Mér finnst ég ekki vera tilbúinn að koma strax heim. Kveðja fólk sem að hefur búið sér til stað í hjarta mínu og mun alltaf vera þar, fólk sem að maður veit aldrei hvenær maður mun sjá aftur. En auðvitað hlakka ég til að sjá alla heima, fjölskylduna mína sem hefur stutt mig í gegnum allt árið og elsku vini mína. Þetta er ótrúlega skrýtnar og blendnar tilfinningar í einum graut. Ég veit allavega vel að það mun verða það erfiðasta sem ég hef gert að kveðja bestu vini mína hér og fjölskyldu.

Ég ætla bara að halda áfram að njóta mín í botn hérna í fallegu Argentínu, skemmta mér með mínu fólki og koma svo ferskur heim á kalda Íslandið þann 19. júlí og hitta fleira yndislegt fólk. Ég hef hér með búið mér til annað líf á mínum eigin vegum, líf sem ég er fáránlega stoltur af.

Mér finnst að allir eigi að fara út sem skiptinemi. (án þess að hljóma eins og léleg auglýsing)


Besos a todos,